Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 43

Morgunn - 01.06.1987, Page 43
Hann komst á þá skoðun að þarna væri um uppgötvun að ræða, sem læknavísindin gætu mjög sennilega haft gagn af. Bók hans um þetta efni „Útgeislun mannlíkamans“ (The Human At- mosphere), sem út kom árið 1911 vakti einnig talsverðan áhuga- meðal stéttarbræðra hans. Orðið „aura“ (geislasvið) var í þessu sambandi fyrst notað á miðöldum. Þegar meistararnir gömlu, sem myndskreyttu kirkj- ur þess tíma sýndu Krist eða dýrðlingana, var jafnan hafður geislabaugur um höfuð eða líkaman og þetta svið kölluðu þeir á sínu máli „aureola". Jafnvel fyrri tíma Krists voru heilagir menn oft sýndir umvafðir geislabliki og hefur þetta eflaust hald- ist síðan sem hefði meðal myndlistarmanna kristninnar. Ekki er ósennilegt að sumir þeirra hafi sjálfir verið skyggnir og séð geislasvið umhverfis suma menn. Síðan hefur orðið „aura“ venjulega verið notað til að tákna blik, sem skyggnt fólk skynj- ar kringum menn og dýr. Árið 1928 gaf bandarískur læknir að nafni George Starr White, út bók, sem bar nafnið „Hið mannlega geilsabik - upp- runi þess og saga“ (The Story of the Human Aura). Par segir dr. White frá því hvernig hann fyrst uppgötvaði geilsasvið kringum lifandi verur. Kvöld eitt, þegar hann sat fyrir framan arininn og varð að virða fyrir sér kött, sem hann átti, veitti hann því athygli að frá kettinum lagði eins konar blik eða ljósgeisla. Einnig tók hann eftir því, að þegar kötturinn varð hræddur, breyttist blikið. Seinna fór hann einnig að sjá blik umhverfis fólk og þá sá hann blikið einnig breytast þegar sjúkdómar voru annars vegar. Brátt varð hann leikinn í að tengja þessar breyt- ingar við ákveðin sjúkdómseinkenni. Fá orð hafa miðlar og spáfólk notið jafn mikið og orðið „aura“ og hefur það smám saman öðlast svo margvíslega merk- ingu að vísindamenn þora varla að nota það lengur. Hin upp- runalega merking orðsins stendur þó fyrir sínu og samræmist vel hugtakinu um geisla- og orkusvið. Jules Romains, hinn frægi leikrita- skáldsagnahöfundur, var einnig í hópi þeirra áhugamanna 19. aldar, sem áhuga höfðu á hæfileikum til æðri skynjunar. Hann fæddist í Frakklandi árið 1885 og bar þá skírnarnafnið Louis Farigoule, en hið þekkta morgunn 41

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.