Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 39
en hvernig sem á því stendur virðist vera byrgt fyrir útsýnið. Líka þegar ég reyni að horfa til vinstri. Nú sé ég að þetta er fjall, sem gnæfir svo hátt að ég verð að halla aftur höfðinu til þess að geta séð upp á tindinn. Þetta virðist vera eldfjall, því að ég sé leggja frá því mikinn reyk, gjall og ösku. Krafurinn í gos- efnunum er svo mikill að í fjarlægð líta þau út eins og lóðrétt súla eða reykháfur rísi beint upp úr fjallinu. Magn gosefnanna er einnig gífurlegt. Mér sýnist þetta ekki vera hraun, heldur kemur það í ljós eins og svart ský, sem breiðist út yfir landið. Þetta er ótrúleg sjón; allt virðist fara í kaf undir þessu gosflóði. Ég sé enn gjósandi reykjarmekkina þeytast niður fjallið eins og risavaxnar öldur og þetta virðist halda áfram í langan tíma. Mér finnst fylgja þessu ógnþrungin áhrif.“ Hún hélt síðan áfram að lýsa þeirri skeldingu, sem greip íbúa borgarinnar í grennd, þeg- ar þeir sáu kæfandi svartan gosmökkinn nálgast og færa allt á kaf. Eiginmaður hennar fékk henni aftur sýnishorn úr sama jarðvegi og spurði hana hvort hún gæti séð hvernig umhorfs hefði verið fyrir gosið. Þá lýsti hún götulífi borgarinnar og því næst skemmtistöðum og er hér stuttur úrdráttur úr lýsingu hennar: „Athygli mín beinist nú aftur að gosinu. Ég tek fyrst eftir því að drunur berast frá eldfjallinu en síðan skruðningar og við og við heyri ég líka berast þaðan einhvers konar hviss. En hávaðinn deyr út og fólk tekur á ný að ná sér eftir hræðsluna, sem hefur gripið það.“ Síðan lýsir hún sýningu í hringleikahúsi þar sem kona er að sýna listir sínar á hestbaki og spyr eiginmaður hennar þá hvort hún sjái nokkra gesti í hringleikahúsinu um það leyti sem gosið byrjar. Hún svarar: „Já, ég er viss um það. Fólk, sem stendur við innganginn, heyrir hróp utan af strætinu og síðan berst frétt- in um gosið áfram eftir mannþrönginni. Allra augu mæna í átt til fjallsins. Mörgum tekst að flýja áður en gosið hefst fyrir al- vöru. Dagsbirtan verður dimmrauð - hvílíkt sjónarsvið fyrir málara! Nú sé ég þetta betur - alls staðar er fólk á ferli - allir flýta sér, margir eru önnum kafnir við að hjálpa veikburða og gömlu fólki að koinast burt. Á undan hópnum sé ég fara sunt af þeim farartækjum, sem ég sá þegar ég var með hitt sýnishornið. Þau eru ýmist á hraðri eða hægri ferð og virðast ekki munu snúa morgunn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.