Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 24

Morgunn - 01.12.1997, Side 24
Sannanir fyrir lífi eftir dauðann sínar. Eitt vel skráð tilfelli, áþekkt að ýmsu leyti þeim sem safnað var af dr. Sabom, var nýlega skráð af ungfrú Kimberly Clark við Harborview læknastöðina í Seattle í Washington. Það átti sér stað þegar hún var að hjálpa konu, sem var að ná sér af hjartaáfalli. Konan var í miklu uppnámi vegna reynslu sem hún hafði orðið fyrir að því er virtist á meðan hún var meðvitundar- laus. Hún sagði Clark frá því að hún hefði yfirgefið líkamann á meðan verið var að vekja hana úr dauðadái. Hún yfirgaf þá her- bergið og var skyndilega stödd á palli annarrar hæðar á sjúkra- húsinu. Þar tók hún eftir tennis-skó með þvældum framenda. Konan bað fröken Clark ein-dregið að fara og athuga pallinn, sem hún og gerði. Og þar fann hún tennisskóinn eftir nokkra leit. Það sem hafði mest áhrif á rannsóknakonuna var það HVERNIG sjúklingurinn hafði lýst skónum. „Eini möguleikinn á að hún hefði séð hann frá þessari hlið,“ skrifar hún, „var sá að hún hefði svifið rétt fyrir utan og mjög nálægt tennisskónum.“ Rannsóknafólk, sem hefur áhuga á þessu fyrirbæri, vill beina jafnvel meiri athygli að „kjarna“ eða „sértækri" nær-dauða reynslu. Það eru frásagnir sem ganga lengra en einfaldar reynslusögur af ferðum utan líkamans, þar sem hinn deyjandi virðist ferðast til andlegs sviðs. Þessari ferð virðist oftast vera lýst sem för í gegnum göng eða tómarúm á meðan viðkomandi er skilinn við 22 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.