Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 37

Morgunn - 01.12.1997, Side 37
Hugsanaflutningur Dulsálarfræðingarnir ákváðu snemma að þeir myndu, á meðan þeir söfnuðu saman áhugaverðum vitnisburðum um ESP, einbeita sér að tilraunum á rannsóknastofum, því þeir gætu verið vissir um að niðurstöður þeirra væru ekki „óhreinar,“ ef tilraunirnar væru framkvæmdar undir strangasta eftirliti. Hvað viðkom hinum persónulegu frá- sögnum, þá gátu þeir aldrei verið vissir um að mót- takandinn hefði ekki „ákveðið niðurstöðuna eða haft einhverja vitneskju áður, sem hefði áhrif á hann þegar hann upplifði þetta. En tilraunirnar á rannsóknastofunum hafa, hingað til, einungis leitt af sér innihaldslitlar og lítt sannfærandi niðurstöður, ekki hvað síst vegna þess að nokkrar vænlegustu tilraunirnar eru því miður fram- kvæmdar undir miskunnsömum öryggisbúnaði og af- stöðu, sem langt í ífá gæti staðist frekari prófanir. Kunnasti rannsakandinn, J.B. Rhine, við Duke-há- skólann í Norður-Carolina, framkvæmdi á tímabilinu 1930-1960, stöðuga og mjög kunna rannsóknavinnu, sem síðan hefur verið dregin mjög í efa af efasemdarmönnum, sérstaklega prófessor Mark Hausel frá háskólanum i Wales, sem meira en gefur í skyn að Rhine og félagar hans hafi alls ekki tryggt sig nægilega gegn folsunum. Visindamennirnir eru heldur ekki svo ánægðir lengur með sinn lilut. Margt af því fólki, sem staðhæfir að það geti vissulega sent út hugsanir sínar, þegar það er úti við hversdagslegar aðstæður, getur alls ekki framkvæmt hinn minnsta hugsanaflutning við stýrðar aðstæður í rann- sóknastofum. Gæti það verið að ESP (dulræn skynjun) geti aðeins þrifist þegar hún er ekki heft af þeim sömu atriðum, sem sýna eiga tilveru hennar? Vissar tilraunir í Englandi styðja þá kenningu að hinar stýrðu rannsóknaaðstæður hefti í raun framkvæmdina og MORGUNN 35

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.