Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 6

Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Stofnfjáreigendur í SparisjóðiHafnarfjarðar [SPH] voru upp- runalega ábyrgðarmenn sjóðsins í sameign. Ný lög voru sett um fjár- málafyrirtæki árið 2002 og í þeim er gert ráð fyrir framsali stofnfjár- hluta. Nokkru áður hafði þó legið fyrir álit lagaprófessors sem fól í sér að bann við framsali væri and- stætt eignaréttarákvæðum stjórn- arskrárinnar. Grænt ljós var gefið á framsal og þar með var kominn verðmiði á hlutina. Stofnfjáreig- endur, sem margir höfðu komið að SPH í tengslum við bæjarstjórn- arsetu sína, áttu skyndilega hlut sem metinn var á fleiri milljónir króna. Hallarbylting varð í Spari- sjóði Hafnarfjarðar í apríl 2005 þeg- ar fimm stofnfjáreigendur buðu sig fram gegn sitjandi stjórn og sigruðu á aðalfundi. Páll Pálsson varð nýr stjórnarformaður. Í kjölfar samruna SPH og Sparisjóðs vélstjóra marg- faldaðist verðmæti stofnfjárhlut- anna. Á síðasta ári komst Samkeppn-iseftirlitið að þeirri niðurstöðu að þar sem þorri hlutafjár í Byr og Glitni væri í eigu sama fyr- irtækjahóps og vegna þeirra tengsla sem fyrirfyndust innan þessa hóps þyrftu félögin að tilkynna samruna Byrs og Glitnis, þ.e. eigendur þeirra væru í reynd þeir sömu. Meðal ann- ars var um að ræða eignarhaldsfélög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini M. Jónssyni, Hannesi Smárasyni og Magnúsi Ármann. Þessi ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins var kærð til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi þar sem annmarki á meðferð Samkeppniseftirlitsins væri svo „verulegur að úr honum verði ekki bætt við meðferð málsins hjá áfrýj- unarnefnd samkeppnismála“, svo vitnað sé í úrskurðinn. Þess ber að geta að það var ein- mitt Glitnir sem fjármagnaði stofn- fjáraukninguna umdeildu í Byr í des- ember 2007 sem var forsenda þeirrar ákvörðunar sem tekin var í apríl 2008 um útgreiðslu arðs til stofnfjáreigenda upp á 13,5 millj- arða króna. Atburðarásin Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Í SKÝRSLUTÖKUM hjá lögreglu neitaði Karl Georg Sigurbjörnsson hæstarétt- arlögmaður, sem hefur verið ákærður fyrir fjársvik, að gefa upp hver væri um- boðsmaður á Íslandi fyrir svissneska aflandsfélagið A Holding. Hann vísaði á umboðs- mann í Sviss og gaf ekki upp nöfn raunverulegra eigenda. A Holding var stýrt frá Lúxemborg. Eigand- inn er Baugur Group og forsvarsmaður er Stef- án H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs. Karl Georg hefur verið ákærður fyrir fjársvik með því að hafa styrkt og hagnýtt sér ranga hugmynd stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafn- arfjarðar [SPH] um raunverulegt verðmæti stofnfjárhluta í sparisjóðnum. Þeir fimm stofn- fjáreigendur sem kærðu fóru á mis við 200 millj- ónir króna, þ.e 40 milljónir hver. Stofnfjáreig- endurnir gengu frá sölu bréfa sinna á lögmannsstofunni Lögmönnum Laugardal hinn ber 2006 og mynduðu í kjölfarið Byr, en við- ræður um sameiningu hófust í apríl 2006. Áætl- un um kaup stofnfjárbréfa í SPH í maí 2005, þegar aðilar tengdir Baugi keyptu stofnfjárbréf, virðist hafa miða að því að tryggja eignarhald þeirra yfir SPH en verðmæti sjóðsins margfald- aðist við samrunann við SPV. Á þessum tíma virðist sem hópur manna í bankaheiminum hafi búið yfir upplýsingum um að sameining spari- sjóðanna væri á döfinni og aðstöðumunurinn því augljós. Nokkrar umræður höfðu þó átt sér stað á þessum árum um samruna sparisjóða almennt. Magnús Ármann, sem er stærsti stofnfjáreig- andi Byrs í dag í gegnum eignarhaldsfélagið Imon ehf., gaf skýrslu fyrir dómi á fimmtudag- inn símleiðis og sagði að ástæða kaupa sinna á stofnfjárhlutum væri að fyrir hefði legið „við- skiptaplan“ um sameiningu sparisjóða og því hefði sér fundist þetta gott kauptækifæri. Hann keypti í júní 2005 fyrir 45 milljónir króna á hlut, tíu mánuðum áður en grunlausir stofnfjáreig- endur seldu sína hluti á lögmannsstofu Karls Georgs á 25 milljónir króna á hlut. „Þessi við- skipti eru dæmigerð fyrir það siðferði sem við- gekkst í íslensku viðskiptalífi,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari. Magnús Ár- mann sagði að 45 milljónir króna á hlut hefði virst gott verð. Sem kom svo á daginn því verð- mæti stofnfjárhlutanna margfaldaðist við sam- einingu sparisjóðanna. Peð á skákborði auðs  Baugur Group stýrði kaupum á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar bakvið tjöldin  „Þessi viðskipti eru dæmigerð fyrir það siðferði sem viðgekkst í íslensku viðskiptalífi“ Ákærður Karl Georg Sig- urbjörnsson lögmaður er ákærður fyrir fjársvik. Hann var þó líklega aðeins leikmaður í áætlun auðmanna sem snerist um að tryggja völd og áhrif í Sparisjóði Hafnarfjarðar. 10. febrúar 2006. Karl Georg hafði svo milli- göngu um sölu bréfanna þremur dögum síðar á nær tvöföldu verði. A Holding keypti mikið magn stofnfjárbréfa, fyrir alls 1,5 milljarða króna samtals, á 25 millj- ónir króna fyrir hvern hlut og seldi svo aftur til tengdra aðila fyrir 45 milljónir á hlut. Í skýrslu- tökum hjá lögreglu sagðist Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Fons og einn kaupenda stofn- fjárbréfanna, ekki muna hver umboðsmaðurinn væri en í skýrslutökum í Héraðsdómi Reykjavík- ur á fimmtudag, þegar seinni hluti aðal- meðferðar í máli Karls Georgs fór fram, rifjaðist það upp fyrir honum og sagði Pálmi að Stefán Hilmarsson hefði komið að máli við sig og boðið sér stofnfjárhluti til kaups. Aðeins að vinna lögmannsstörf Karl Georg sagði fyrir dómi að hann hefði að- eins verið að vinna lögmannsstörf fyrir A Hold- ing. Vitnisburður annarra stofnfjáreigenda virð- ist styrkja þá skoðun. Ekki hafi verið samið um verð við Karl Georg. Í skýrslutökum fyrir dómi báru stofnfjáreigendur að Páll Pálsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hefði bent á Karl ef áhugi væri fyrir því að selja bréfin og var kaupverðið, 25 milljónir króna á hlut, nefnt í því sambandi. Sparisjóður vélstjóra [SPV] og Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinuðust formlega 1. desem- Morgunblaðið/Golli LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL ... Falleg, tímabær og aðgengileg bók sem vekur hjá þér vellíðan og jákvæðni á krefjandi tímum. 1001 stutt og uppbyggileg slökunarheilræði fyrir fólk sem hefur engan tíma til að slaka á! að stórum hluta með arðgreiðslu,“ segir Gunnar Axel Axelsson við- skiptafræðingur. Arðgreiðslur eru alltaf greiddar af nafnvirði hluta- fjár eða stofnfjár. Stofnfé Byrs í byrjun árs 2007 var 231,3 milljónir króna. „Þegar nafnvirði stofnfjár er mjög lágt og menn ætla að greiða sér 13,5 milljarða í arð þá gefur það augaleið að arðgreiðslan kem- ur til með að reiknast mörg þús- und prósent, sem er fráleitt og myndi vekja mikla eftirtekt og gagnrýni,“ segir Gunnar Axel. Arð- ur sé greiddur sem hlutfall af stofnfé en í þessu tilfelli komi greiðslan út úr varasjóðnum, sem var uppistaðan í eigin fé sjóðsins. „Eftir situr stofnfé upp á 27 millj- arða. Eign í stofnfé gefur ekki beina eign í varasjóði. Þannig að þeir hliðruðu til hlutföllum eig- infjár. Nú standa þeir eftir með 13,5 milljarða í arð og eiga einnig 27 milljarða af stofnfé með skýran lagalegan eignarrétt,“ segir Gunn- ar Axel. Í apríl 2008 var tekin ákvörðun um að greiða 13,5 milljarða króna út í arð til stofnfjáreig- enda Byrs. Arðurinn var greiddur út í ágúst 2008. Í desember 2007 varð stofnfjár- aukning hjá Byr upp á 26,2 millj- arða króna. Þá var stofnfjáreig- endum boðið að auka hlut sinn og Glitnir fjármagnaði aukninguna. Aðspurður hvers vegna stofnfjár- eigendur hafi sett 26,2 milljarða inn í Byr og ákveðið síðan nokkr- um mánuðum síðar að taka 13,5 milljarða út segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs: „Við vildum bara auka stofnfé. 2007 var besta rekstrarár spari- sjóðsins í sögunni.“ Þess ber að geta að arður er aldrei greiddur út nema félög skili hagnaði. Hagnaður af rekstri Byrs á árinu 2007 var 7,9 milljarðar króna sam- kvæmt samstæðuársreikningi árs- ins 2007. Því var greidd út 5,6 milljörðum hærri arðgreiðsla til stofnfjáreigenda en sem nam hagnaði þess árs. Arðgreiðslan var greidd úr svokölluðum varasjóði, sem allt þar til á síðasta ári var haldið sérstaklega til haga í bók- haldi sparisjóðanna og ekki talin eign stofnfjáreigenda. Fráleitt og vekti eftirtekt Lög reisa sérstakar skorður við því að arður sé greiddur af eigin fé sparisjóða. „Með því að auka stofnfé rétt fyrir árslok geta þeir greitt sér arð sem nemur þessari fjárhæð [13,5 ma.kr.]. Þetta var leiðin, að taka lán og setja það inn í stofnfé og taka það aftur til baka Greiddu sér 13,5 milljarða í arð Morgunblaðið/G.Rúnar Byr Útgreiddur arður var 5,6 ma.kr. hærri en hagnaðurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.