Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 13
fræðinga. „Það er mikilvægt fyrir lækni að geta komist inn í sjúkraskrá þegar á þarf að halda en okkur hefur stundum þótt persónuverndarsjón- armið hafa verið full ofarlega í for- gangsröðinni. Að okkar áliti eiga þau að vera númer tvö, hagsmunir sjúk- lingsins númer eitt. Það getur til að mynda komið í veg fyrir að byrja þurfi allar rannsóknir frá grunni,“ segir Matthías en eðli málsins sam- kvæmt má engan tíma missa leiki grunur á alvarlegum sjúkdómi. Fótsporin sýnileg Landlæknir segir þetta fyr- irkomulag alls ekki þurfa að vera á kostnað persónuverndar. Auðveld- lega mega koma í veg fyrir að menn fari að óþörfu inn í sjúkraskrár með því að tryggja að alltaf sjáist hverjir hafi farið inn í kerfið og hvers vegna. „Við köllum þetta „fótsporakerfi“ en það myndi tryggja að menn færu ekki inn í sjúkraskrár án þess að eiga þangað gilt erindi.“ Landlæknisembættið er einmitt að senda frá sér dreifibréf þess efnis að ströng viðurlög séu við því að fara inn í sjúkraskrá að óþörfu. Jafnvel sé hægt að sækja menn til saka. Í dreifibréfinu segir m.a.: „Allur aðgangur að heilsufarsupplýsingum skal vera skráður og fylgjast þarf reglulega með hverjir nota gögnin og hvernig og bregðast við ef notkun er ekki í samræmi við reglur. Nið- urstöður innra eftirlits skulu skráðar og vera aðgengilegar eftirlitsaðilum þegar eftir því er leitað. Öllu starfsfólki ber að undirrita trúnaðaryfirlýsingu. Nauðsynlegt er að tilkynna starfsmönnum að haft verði eftirlit með aðgangi þeirra að rafrænni sjúkraskrá, hvernig eftirlit- inu er háttað og hver viðurlög eru ef starfsmaður brýtur reglur.“ Ýmsar leiðir eru til að kvarta yfir heilbrigðisþjónustu eða leita réttar síns og eru sumar þeirra bundnar í lög, einkum lög um landlækni nr. 41/ 2007 og lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Leiðirnar eru fleiri en fólk gerir sér í fljótu bragði grein fyrir. Hægt er að beina kvörtun eða kæru:  Beint til þess heilbrigðisstarfs- manns sem meðhöndlaði sjúklinginn.  Til viðkomandi yfirlæknis.  Til stjórnar stofnunar eða fram- kvæmdastjóra.  Til landlæknis.  Til sjúklingatrygginga.  Til dómstóla. Langalgengast er að fólk beini kvörtunum til landlæknisembætt- isins. Alls bárust embættinu 274 kvartanir og kærur árið 2007 en þær voru 271 árið 2006. Matthías segir þessi mál af ýmsum toga, allt frá því að vera lítilfjörleg upp í að vera graf- alvarleg. Matthías segir fleiri kvartanir hlutfallslega koma inn á borð hjá sínu embætti á ári hverju en á Norð- urlöndunum en það helgist af því að kerfið sé mun smærra í sniðum hér á landi. Ýmis smærri mál sem land- læknisembættið fái til umfjöllunar hér kæmu aldrei inn á borð hjá sam- bærilegum embættum í stærri lönd- um. Þegar horft er til fjölda alvar- legra mála sýnist Matthíasi hann vera svipaður hér og í nágrannalönd- unum. Matthías segir í mörgum tilfellum heppilegt, einkum í smærri málunum að leita fyrst til viðkomandi læknis eða yfirlæknis hans og láta reyna á hvort ekki sé hægt að leysa málið á þeim vettvangi. Dugi það ekki til úr- lausnar sé eðlilegt að snúa sér til landlæknisembættisins. Matthías segir embættið hafa þá vinnureglu að leita umsagnar sér- fræðinga sem ekki starfa með kvört- unarþola, jafnvel út fyrir landstein- ana. „Sumir óttast það sem þeir kalla „læknamafíu“ hér á landi en ég hef aldrei orðið var við hana. Hér er unn- ið faglega að rannsókn allra mála,“ segir hann. Embættið áskilur sér rétt til að gefa sér góðan tíma til að komast að niðurstöðu, einkum í flóknustu mál- unum. Matthías segir kvörtunum og kær- um hafa fjölgað talsvert frá því hann hafði fyrst aðkomu að þessum málum fyrir um tveimur áratugum en fjöld- inn hafi verið nokkuð stöðugur und- anfarin fjögur til fimm ár. Fram til ársins 2007 gat fólk líka leitað til nefndar um ágreiningsmál í heilbrigðisþjónustu en Matthías seg- ir málum sem komið hafa inn á borð til embættis hans ekki hafa fjölgað að ráði eftir að nefndin var lögð niður. Varðandi faglega starfsemi Landlæknisembættið tekur við kvörtunum sjúklinga er varða fag- lega starfsemi innan heilbrigðisþjón- ustu. Með faglegri starfsemi er eink- um átt við skoðun, rannsóknir, meðferð og/eða eftirlit af hálfu heil- brigðisstarfsmanna, brot á þagn- arskyldu, vottorðagjöf, meðferð trún- aðarupplýsinga, upplýsingagjöf til sjúklings og aðgengi að sjúkraskrá. Landlæknisembættið er sjálf- stæður og óháður eftirlits- og rann- sóknaraðili sem leitast við að leiða fram niðurstöðu varðandi það hvort unnið var faglega rétt í máli sjúk- lings af hálfu heilbrigðisstarfsmanns eða hvort einhverju hafi verið áfátt í starfi heilbrigðisstarfsmanns miðað við viðurkennda þekkingu. Ekki er því tekin afstaða til þess hvort sjúk- lingur fékk bestu mögulegu meðferð. Landlæknisembættið ákveður ekki hvort atvik kunni að vera bótaskylt. Umsókn um bætur vegna tjóns í tengslum við meðferð innan heil- brigðisþjónustunnar skal beina til Sjúkratrygginga Íslands, ef um er að ræða tjónsatvik innan opinberrar heilbrigðisþjónustu. Ef um er að ræða tjónsatvik sem varð á einka- stofu læknis, tannlæknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna skal beina bótakröfu að tryggingafélagi viðkom- andi sérfræðings. Sjónarmið kvörtunarþola Eftir að kvörtun hefur borist er kvörtunarþola (lækni eða öðrum heil- brigðisstarfsmanni) sent bréf með upplýsingum um að kvörtun hafi bor- ist ásamt afriti af kvörtunarbréfinu. Óskað er eftir sjónarmiðum hans í málinu. Einnig er óskað eftir upplýs- ingum úr sjúkraskrá þess sem kvart- aði. Þegar öll gögn liggja fyrir fara starfsmenn embættisins yfir málið. Tækifæri gefst til þess að koma að athugasemdum eða leiðréttingum áð- ur en gengið er frá endanlegri álits- gerð landlæknisembættisins. Kvört- un skal að öllu jöfnu bera fram innan tveggja ára frá því að sjúklingur átt- aði sig á misfellum varðandi meðferð sína, og í síðasta lagi innan tíu ára frá því atvikið átti sér stað. Niðurstaða kvörtunarmála berst málsaðilum skriflega. Landlækn- isembættið getur beint tilmælum til heilbrigðisstarfsmanns um úrbætur, áminnt hann eða svipt hann starfs- leyfi. Leyfissvipting er alvarleg og þungbær niðurstaða, sem ekki er beitt nema við mjög alvarleg eða endurtekin brot í starfi. rtur á samspili en kunnáttu Morgunblaðið/Þorkell Landlæknir „Sérstaklega þarf að huga að því að upplýsingagjöf og samspil og samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks séu með eðlilegum hætti,“ segir Matthías Halldórsson um skilvirkni íslenska heilbrigðiskerfisins.                                        !  " #           $ %         &       '                 %   (       #  %       )    * + , - . / 0 1 2 *3 ** *+ *, *- *. */ *0           ljóð samdi John Milton á árunum 1658 til 1663. Þessi epíski tólf bóka flokkur fjallar um freistingar Adams og Evu og brottvísun þeirra úr ald- ingarðinum Eden. „Nú eru góð ráð dýr, við verðum að finna leiðir til að gera nemendum kleift að enduruppgötva þetta efni og jafnvel uppgötva það í fyrsta sinn,“ sagði lárviðarskáldið. Það eru margbrotnar tilvísanir í Biblíuna víðar en í Paradísarmissi, verk Williams Shakespeares vísa þangað aftur á bak og áfram. Svo dæmi sé tekið. „Þessar bókmenntir hafa komist á stall fyrir þær sakir að þær segja okkur svo margt um mannlegt eðli. Það er ekki bara nautn heldur hefur þýðingu í sjálfu sér,“ segir Motion. Hann tók skýrt fram að þetta hafi ekkert með trúarafstöðu að gera. Fólk þurfi ekki endilega að vera kristið til að geta skilið bókmenntir en þekking á Biblíunni væri eigi að síður nauðsynleg. Það sé svo mörg önnur gildi þar að finna en bara þau sem lúta að kristinni trú. „Þegar allt kemur til alls tökum við gríska goða- fræði ekki trúanlega í samtímanum en hún sannar eigi að síður gildi sitt á hverjum degi.“ Líku líkt og Biblían John Mullan, prófessor við Uni- versity College í Lundúnum, tekur í sama streng og Motion í samtali við Reuters-fréttastofuna. Að hans áliti stafar þekkingarskortur enskra nema meðal annars af því að háskól- arnir eru farnir að taka inn nem- endur sem hafa breiðari bakgrunn en áður og eru ekki eins vel að sér í sígildum bókmenntum. Mullan gerði nýverið könnun meðal nemenda sinna og þá kom í ljós að enginn þeirra hafði hugmynd um að heiti leikritsins Líku líkt (e. Measure for Measure) eftir Shake- speare er tilvísun í Biblíuna. Í Matteusarguðspjalli segir: „Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.“ Á líka við hér á landi Gottskálk Þór Jensson, dósent í almennri bókmenntafræði við Há- skóla Íslands, segir orð Motions um margt eiga við hér á landi líka. Hann tekur sérstaklega undir vangaveltur lárviðarskáldsins um Biblíuna. „Henni hefur verið ýtt út úr bók- menntafræði af flóknum hug- myndafræðilegum ástæðum. Þessa þróun má rekja aftur til fyrri hluta tuttugustu aldar. Ástæðan er sú að mönnum þótti hin kristna hug- myndafræði of ráðandi og vildu losa sig undan þessu viðmiði sem ríkt hafði í mörg hundruð ár. Þetta er líka liður í því að taka upp vís- indalegri vinnubrögð í bókmennta- fræði,“ segir Gottskálk. Þetta hefur leitt til þess að nem- endur – og sumir kennarar jafnvel líka – átta sig ekki lengur á einföld- ustu tilvísunum í hina helgu bók. „Þetta er vitaskuld óheppilegt og Biblían þarf að koma meira inn í bók- menntafræðinám aftur. Hún er nauðsynleg ætli menn að skilja sam- hengið í vestrænum bókmenntum,“ segir Gottskálk og bætir við að sú þróun sé raunar hafin. Óvægnir höfundar Burtséð frá þessu segir Gottskálk álitamál hvort höfundar geri sér yfir höfuð greiða með því að gera of mikl- ar kröfur til lesenda sinna. Enda hafi það verið svo gegnum aldirnar að grunnupplýsingar fylgi oft með verkum. Nefnir hann í því sambandi grísk-aþenska harmleiki frá því á fimmtu öld fyrir Krist. Þar sé unnið með þekktar goðsögur en lesandinn fái samt framsetningu á grundvall- aratriðum, svo sem sögum og per- sónum sem vísað er til. „Verstur er grískur kveðskapur á þriðju og ann- arri öld fyrir Krist og latnesk sögu- ljóð á fyrstu og annarri öld eftir Krist. Þar eru höfundar óvægnir og gera miklar kröfur til lesenda sinna. Persónur eru t.a.m. ekki alltaf nefndar á nafn. Þetta hefur þótt til- gerðarlegt og of langt gengið.“ Útópískar pælingar Um leið og taka má undir vanga- veltur Motions segir Gottskálk þær öðrum þræði vera útópískar pæl- ingar. Það geti ekki allir vitað allt. Verið inni í öllum hefðum. „Besti prófessor í bókmenntum þekkir ekki allt út og inn, hvað þá nemendur. Það er ekki hægt að gera þá kröfu. Þetta er svolítið eins og að heimta að allir kunni latínu í dag.“ Þekkingarleysi er eitt en hreinar rangtúlkanir annað. Það er vanda- mál sem Gottskálk segir kennara í bókmenntafræðum hér á landi glíma við líka. „Tökum Snorra Eddu sem dæmi. Nemendur hafa lesið það verk í framhaldsskólum og koma inn í háskóla með kolrangar hugmyndir um merkingu þess og hvað það stendur fyrir. Þessar túlkanir eru jafnvel fimmtíu til sextíu árum á eft- ir tímanum vegna þess að fram- haldsskólakennarar hafa ekki fylgst nægilega vel með. Þeir eru jafnvel að túlka verk af þessu tagi í ljósi þjóðernishyggju en þá túlkun er löngu búið að endurskoða.“ Í aldingarðinum Adam og Eva, hvaða fólk var það aftur? 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.