Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 18
18 Tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is A fleiðingar efnahags- kreppunnar birtast í ýmsum myndum. Aldr- ei er líklega meiri þörf fyrir upplyftingu and- ans en við slíkar aðstæður en eigi að síður vill það oft verða svo að menn- ing og listir eru fyrst skornar niður við trog. Ekki bara á Íslandi. Þannig hefur kreppan varpað dimmum skugga yfir óperuhús víðs- vegar um Bandaríkin. Óperan í Baltimore lýsti nýverið yfir gjald- þroti eftir tæplega sex áratuga starf, óperufyrirtækið Chattanooga í Ten- nessee hefur aflýst öllum sínum upp- færslum og Pacific-óperan í Santa Ana í Kaliforníu hefur brugðið slag- brandi fyrir dyrnar. Eftir hrun hlutabréfamarkaðarins vestra hefur dregið verulega úr styrkjum til óperuhúsa, bæði op- inberum og ekki síður frá hendi tón- elskra fyrirtækja og einstaklinga. Fólk heldur að sér höndum. Launalækkun hjá Met Frægasta óperuhús Bandaríkj- anna, Metropolitan í New York, hef- ur ekki farið varhluta af ástandinu og þegar hefur þurft að grípa til marg- víslegra aðgerða. Meðal annars er búið að lækka laun starfsmanna um 10% og hætt hefur verið við að end- urvekja þrjár eldri uppfærslur. „Þessar aðgerðir munu hjálpa okkur að ná endum saman en hætt er við að fleira þurfi að koma til,“ segir fram- kvæmdastjóri hússins, Peter Gelb. Metropolitan kynnti í vikunni dag- skrá sína fyrir næsta leikár sem hefst í september. Gelb segir árið leggjast vel í sig en viðurkennir að efnahagsástandið hafi sett strik í reikninginn. „Vegna efnahags- ástandsins líður mér svolítið eins og Orfeusi andspænis hliðum heljar,“ sagði hann á blaðamannafundi og vísaði í fræga óperu Christophs Willibalds Glucks, Orfeus og Evri- dísi. Gelb lítur á það sem varnarsigur að aðeins hafi dregið úr aðsókn sem nemur 1,3% frá fyrra leikári og ekki eru áform um miklar verðhækkanir á aðgöngumiðum fyrir haustið. Ódýrustu sætin í Metropolitan kosta nú tæpar 2.300 krónur en þau dýrustu tæplega 42.500 krónur um helgar. Hvort óperuunnendur skila sér síðan í jafnríkum mæli í hús næsta vetur á eftir að koma í ljós. Metropolitan hefur um skeið sent út sýningar beint í háskerpu til kvik- myndahúsa í 35 löndum og selst hef- ur 1,1 milljón miða á yfirstandandi leikári. Gelb upplýsir að þetta verk- efni hafi staðið vel undir sér og verði fram haldið í því skyni að brjóta nið- ur þá ímynd óperunnar að hún sé Slokknar á óperunni? Óperuhús eiga undir högg að sækja í Bandaríkjunum eftir að efnahags- kreppan skall á af fullum þunga og hafa sum hver lagt upp laupana. Helsta húsið, Metropolitan, hefur þurft að rifa seglin en stefnir eigi að síður að metnaðarfullri dagskrá næsta vetur. Virt Renée Fleming syngur við athöfnina þegar Barack Obama var settur í embætti Banda- ríkjaforseta um daginn. Með ábendingum viðskiptavina mótum við nýjan banka. Starfsfólk Íslandsbanka þakkar ábendingarnar. Hlusta á viðskiptavini.Karlmaður, 35 ára. Láta viðskiptavininn vera í fyrirrúmi.Kona, 45 ára. Vera varkárari í framtíðinni.Kona, 45 ára. Veita persónulega ráðgjöf.Kona, 39 ára. Styðja við bakið á fyrirtækjum í erfiðleikum. Karlmaður, 48 ára. Vera banki fólksins.Kona, 45 ára. Hlutverk bankans á að vera stuðningur við samfélagið.Karlmaður, 40 ára. Halda maraþoninu áfram! Kona, 35 ára. Opin fyrir nýjungum.Karlmaður, 27 ára. Styrkja samfélagsleg málefni á sviði menningar og íþrótta. Karlmaður, 60 ára. Mannleg, traust samskipti.Kona, 52 ára. Fyrir fólk eins og mig og þig. Kona, 47 ára. Kenna unga fólkinu að fara vel með peningana. Kona, 63 ára. Ekki hvetja til bruðls og offjárfestinga. Kona, 44 ára. Leiðbeinandi um fjárhag fólksins í þjóðfélaginu. Kona, 52 ára. Gagnsæi í rekstri.Karlmaður, 40 ára. Spara í nafnabreytingunni.Kona, 25 ára. Hætta þessu útrásarbulli.Kona, 37 ára. Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.