Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 22
22 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval M argeir Pétursson, stofnandi og stjórn- arformaður MP banka, var einn af svartsýnustu mönn- um í íslensku fjármálalífi árið 2005. Hann sá blikur á lofti og tók ákvarðanir í samræmi við það. Fyrir vikið var hann ekki stór þátttakandi í veislunni miklu á upp- gangstíma efnahagslífsins. Það er núna sem varkárnin sannar gildi sitt. Á meðan flest fjármálafyrirtæki töpuðu stjarnfræðilegum fjár- hæðum á síðasta rekstrarári skilar MP banki 860 milljóna króna hagn- aði. Það er hagnaður sem situr eftir þegar búið er að afskrifa 2,2 millj- arða króna vegna bankahrunsins og færa niður verðmæti skuldabréfa í eigu MP banka. Stjórnendur bank- ans telja sig hafa mætt allri afskrift- arþörf sem hrun fjármálakerfisins hafði í för með sér. „Við höfum verið mjög á varð- bergi gagnvart íslenska markaðnum frá árinu 2005. Það má segja að við höfum farið út af hlutabréfamarkaði hér með okkar eigin veltubók um það leyti,“ segir Margeir Pétursson. Hvað sástu í spilunum þá? „Það sem ég sá í spilunum var að þessi bankabóla var knúin áfram með lánsfé. Og allar þessar hækk- anir eigna voru drifnar áfram á ódýru og auðfengnu lánsfé. Jöklabréfin fara svo alveg með þetta. Einn virtasti sjóðstjóri heims, Mohamed El-Erian, benti á það í ágætri bók fyrir rúmu ári að Ísland hefði fengið inn svo mikið magn af svokölluðum heitum peningum á skömmum tíma að það samsvaraði heilli þjóðarframleiðslu á einu ári. Þetta var gífurlegt magn ódýrra peninga sem bönkunum bauðst og eitthvað urðu krónurnar að fara. Þessi stærð á mælikvarða þjóð- arframleiðslu held ég að sé algjört einsdæmi; að eitt gjaldmiðlasvæði fái svona mikið af peningum inn. Það hlaut að valda miklum sveiflum og alltof sterkri krónu. Alveg sama hvernig haldið hefði verið á málum. Nú eru þessir heitu peningar hér í gíslingu og ekki útséð um hvernig það mál endar allt saman. Mér leist bara ekkert á þetta. Ég sá þetta árið 2005. Ég veit líka að eftirlitsaðilar höfðu miklar áhyggjur af þessu. Bankarnir voru auðvitað með fjárhagslegt sjálfstæði en þessi gífurlega aukning á möguleikum bankanna til að stækka sinn efna- hagsreikning olli þessari ótrúlegu bólu.“ Trúðu menn þá á endalaust fram- boð ódýrra peninga? „Ég veit það ekki. Ég geri ráð fyrir því að menn hafi talið að eignir yrðu seljanlegri og hægt væri að standa í skilum þegar að gjalddaga kæmi. Það er mín tilgáta. En auð- vitað gleymdu menn sér og þegar það er svona mikið lánsfé og pen- ingamagn í umferð þá eru allir snill- ingar. Enda var ég ekki talinn við- ræðuhæfur á þessum tíma. Mínar skoðanir á þessum málum fengu engan hljómgrunn. Engan.“ Málfrelsi takmarkað Reyndir þú að koma þessum sjónarmiðum á framfæri? „Já, ég gerði það. Ég var hins vegar ekki í því að skrifa greinar. Ég sá í gömlum gögnum að ég hélt fyrirlestur í desember 2004 á fundi með lífeyrissjóðum þar sem þróunin var rædd. Þá voru jöklabréfin byrj- uð að flæða inn og mér fannst Seðlabankinn búinn að missa sín stýritæki. Þá var bindiskyldan í raun það eina sem hægt var að nota. Ég sá líka að ef ég hefði farið að gagnrýna útrásina þá hefði það bitnað á starfsemi MP banka. Hjá bankanum vinna 40 manns. Ég hreinlega gat ekki leyft mér að ganga hart fram. Það var mjög tak- markað málfrelsi í viðskiptalífinu. Það var ekkert inni í myndinni að maður færi að rífa hlutina niður. Svo vonaði ég auðvitað að þetta myndi allt bjargast.“ Efaðist þú samt aldrei um stefnu MP þegar aðrir í kringum þig græddu á tá og fingri? „Ég var ekkert viss um að hún væri rétt til þess að hámarka hagn- að. Það var ákveðið öryggi sem við leituðum eftir. Við vorum engan veginn samkeppnishæf við stóru bankana – til dæmis hvað varðar fjármögnun á fyrirtækjakaupum og slíku. Við höfðum líka engan áhuga á að keppa í því. Þannig að það var meðvitað. Við sáum allt þetta peningamagn koma og tryggðum okkur mjög vel gagnvart verðbólgu og vorum með mjög góða afkomu út af því á síð- asta ári. Okkar aðalsérsvið er að vera við- skiptavakar með ríkistryggð verð- bréf og við erum mjög stór á þeim markaði. Við gættum þess alltaf að vera með miklu meiri verðtryggðar eignir en óverðtryggðar. Í þeim efn- um vorum við yfirleitt alltaf ósam- mála öllum greiningardeildum bankanna. Við komum mjög vel út úr því. Í svona ójafnvægi eru alltaf tækifæri.“ Laugardagskvöld komið 2004 Sérðu einhvern vendipunkt þar sem við fórum af leið þegar tæki- færi var til að breyta rétt? „Séð eftirá er það svolítið sorg- legt að Ísland nær sér vel á strik á undan öðrum löndum eftir nið- ursveifluna 2001. Menn voru að kaupa fyrirtæki á lágu verði í út- löndum. Síðan var þetta orðið ansi góð veisla árið 2005. Ég man eftir því í þessum fyr- irlestri sem ég hélt í desember 2004 að ég sagði að það væri komið laug- ardagskvöld í íslensku efnahagslífi. Ég var aðeins of snemma á ferðinni eins og spámenn eru oft. Snemma árs 2006 fá menn mjög mikla viðvörun og krónan snarféll. Þá byrjuðu gríðarlegar efasemdir um íslenskt efnahagslíf og þær voru að miklu leyti á rökum reistar. Þá höfðu menn frábært tækifæri til þess að fara að spila vörn í bönk- unum. Það var gert og þessari gagnrýni var mætt. Mér fannst vel staðið að því. Hins vegar sá maður því miður strax um haustið að bankarnir byrj- uðu aftur að stækka efnahagsreikn- ingana mjög mikið í stað þess að búa sig undir að þessi hagsveifla tæki enda. Þá værum við hugs- anlega í ágætismálum í dag. Það er mjög sorglegt að í stað þess að halda áfram að spila góða vörn þá fylltust stjórnendur bank- anna auknu sjálfstrausti við það að hafa staðist þessa þolraun. Eftir það varð ekki aftur snúið og haldið var áfram að stækka gríðarlega mikið. Það er mjög sorglegt hvernig fór með bankana vegna þess að þeir gerðu marga hluti vel. Þeir fóru fram af glannaskap og það gekk vel af því það var uppsveifla en þeir bara hættu ekki. Þannig að lend- ingin var hörð.“ Var orsökin reynsluleysi stjórn- enda bankanna sem þekktu lítið annað en velgengni? „Ég get ekkert dæmt um það. Höguðu stjórnendur í stórum bönk- um erlendis, til dæmis í Bretlandi, sem okkar stóru bankar voru í mikl- um samskiptum við, sér ekki eins?“ Því er haldið fram að frelsisvæð- ing fjármálalífsins, aðferðafræðin við einkavæðinguna, sé hluti af or- sökinni. Ertu sammála því? „Ég held að það sé ekki orsök þess hvernig komið er. Þetta var bara glannaskapur sem alltof marg- ir tóku þátt í. Ekki bara bankarnir. Auðvitað vonaði ég alltaf að þetta gengi upp. Ég verð að viðurkenna að jafnvel síðasta sumar bar ég enn von í brjósti um að þetta gæti nú gengið eitthvað. Ég skynjaði snemma á árinu 2008 að það yrði eitthvert uppgjör, en ekki svona harkalegt fyrir íslensku bankana og þjóðina. Þegar FL-málið kom upp var í raun orðið of seint að vinda ofan af stöðunni. Ef við setjum stærðir í samhengi þá var tap FL Group, sem var mikið högg fyrir íslenska fjárfesta, jafnstórt fyrir Ísland og öll undirmálslánakrísan var á þeim tíma fyrir bandarískt efnahagslíf. Bara FL Group. Þetta var geggj- aður tími ef maður horfir til baka.“ Náið samstarf við kröfuhafa Finnst þér að rétt leið hafi verið valin í endurreisn fjármálakerfisins? „Neyðarlögin komu mér al- gjörlega í opna skjöldu. Við vissum um veika stöðu Glitnis en það kom fram í sex mánaða uppgjörinu 2008 að bankinn væri með marga millj- arða evra í lausu fé, sem myndi duga í meira en ár. Þeir voru að segja þetta í byrjun september við erlenda aðila sem við tengdumst. Ég veit að þessi uppákoma kom er- lendum kröfuhöfum í opna skjöldu. Ég verð að segja að mig óraði ekki fyrir því að verið væri að fjalla um yfirtöku Glitnis þessa síðustu helgi í september á síðasta ári. Í framhaldi neyðarlaganna var ekkert annað hægt að gera en að reyna að bregðast við og verja okk- ur tjóni, sem hlaust af banka- hruninu alls staðar. Þegar hlutir fóru að róast um miðjan nóvemer reyndi ég að tala fyrir því að strax yrði haft náið sam- starf við kröfuhafana. Það var því miður valin önnur leið. Þótt ég væri á þessari skoðun þá kann líka að vera að ég hafi ekki áttað mig á því hvað vandinn var gífurlega mikill. Menn verða líka að átta sig á því hvað staðan er hrikalega slæm í al- þjóðlegu efnahagslífi. Þannig að það er jafnvel erfitt að segja eftirá hvernig hefði átt að taka á þessu.“ Fékk engan hljómgrunn Morgunblaðið/Kristinn Varkár „En auðvitað gleymdu menn sér og þegar það er svona mikið lánsfé og peningamagn í umferð þá eru allir snillingar. Enda var ég ekki talinn við- ræðuhæfur á þessum tíma. Mínar skoðanir á þessum málum fengu engan hljómgrunn. Engan,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Í HNOTSKURN »Margeir Pétursson stofn-aði MP verðbréf hf. árið 1999 og átti 80% hlut. » Í maí 2006 var Styrmir ÞórBragason ráðinn forstjóri og í janúar 2007 opnaði MP útibú í Litháen. »Margeir ræður nú yfir28,4% í bankanum, Byr 13,1%, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir ráða hvor yfir sín- um 12,7% hlutnum.  MARGEIR PÉTURSSON HEFUR BEÐIÐ MEÐ AÐ GAGNRÝNA ÍSLENSKT FJÁRMÁLALÍF. NÚ SEGIR HANN Í SAMTALI VIÐ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON AÐ MENN HAFI FARIÐ FRAM AF GLANNASKAP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.