Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009                         * GI LD IR EK KI ME Ð Ö ÐR UM TIL BO ÐU M                      * GILDIR EKKI MEÐ ÖÐRUM TILBOÐUM 2fyrir1 í bíó Með hverjum keyptum blómvendi í Blómavali á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ fylgir 2 fyrir 1 bíómiði á hina frábæru rómantísku gamanmynd HE´S JUST NOT THAT INTO YOU . orkídeur 1199 Meðan birgðir endast Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbæ - Kringlan - Smáralind Konudagu rinn er í dag Munið Fermingarsýninguna í Blómavali Skútuvogi opnum kl. 8:00 í dag, Skútuvogi                                          Öllum blómum fylgir 2 fyrir 1 í litun og plokkun hjá Snyrtistofunni Mist 10stk túlípanar 999 fyrir konur Blómaval styður Go red átakið gegn hjartasjúkdómum kvenna. Hluti af söluandvirði Konudagsvandarins rennur til Go Red á Íslandi. 2.990 Konudagsvöndur ogmaskari Meðan birgðir endast Meðan birgðir endast Rjómabolla 99kraðeins hvað í málunum ef eitthvað reynist ólöglegt en hjá efnahagsbrotadeild- inni er aðeins eitt mál tengt banka- hruninu til rannsóknar, enda er víst ekkert ólöglegt við það að setja heila þjóð á hausinn og ræna hana mann- orði sínu og ef ríkisstjórnin ætlar að gera eitthvað í því þá er framsókn- armönnum að mæta. Fékk spillingin bara andlitslyftingu eða fór hún í lýtaaðgerð nú um daginn þegar skipt var um forystu? Ég hef það sterklega á tilfinning- unni að pólitískri hugsun hafi hnign- að. Hin skólagengna kynslóð, sem er fædd um og upp úr miðri síðustu öld, stundum kölluð ’68-kynslóðin, lætur lítið í sér heyra. Og það á svo sem við fleiri aldurshópa. Ég sá bestu heila minnar kynslóðar ánetjast frjáls- hyggju, myndi Allen Ginsberg yrkja ef hann væri í sínu gamla stuði í dag. Blessuð sé minning hans. Hér á ár- um áður var talað um ábyrgð menntamanna, og sú ábyrgð var meðal annars fólgin í því að greina hismið frá kjarnanum og koma í veg fyrir að þjóðfélagsleg umræða yrði á svo lágu plani að hvergi sæist til sól- ar. En sú hefur orðið raunin eins og við sjáum með sorglegum hætti á Al- þingi þessa dagana. Ekki að ég hafi neitt á móti stráksskap og brönd- urum en vanhæfnin er svo yf- irgengileg. Þingið er eins og drauga- skip þar sem framliðin áhöfnin heldur að hún sé enn í skemmtireisu. Eftir sautján ára stjórnarsetu tala sjálfstæðismenn eins og þeir hafi bara ekki verið á svæðinu og viti ekki hvaða skelfingar þessi stjórn- arstefna hefur leitt yfir þjóðina. Í fréttaskýringaþætti sjónvarpsins eru svæsnustu hægrikenningar, eins og þær að fjármálakreppan stafi af „undirmálslánum“ í Bandaríkjunum, bornar fram sem sjálfsagður sann- leikur. Takið eftir orðinu undir- málslán, hvernig það rímar við und- irmálshópa. Í Bandaríkjunum er þessi skýring notuð til að skella skuldinni á minnihlutahópa en firra stjórnvöld Bushtímans ábyrgð. Af- brigði af þessari kenningu á Íslandi er sú að konan í Breiðholtinu sem keypti sér flatskjá hafi sett Ísland á hausinn, sem sé, að alþýðan geti sjálfri sér um kennt. En aftur að þinginu. Hvað sjáum við þar? Argaþras. Ræðutakta. Mál- fundamenningu. Jafnvel spámiðli frá Vestfjörðum blöskrar og hún talar fyrir Frjálslynda flokkinn. Flokks- bróðir hennar talar um hundasúrur. Það er eins og við séum stödd í leik- skóla. Sjálfstæðisflokkurinn er bú- inn að vera viku í stjórnarandstöðu. Samt man hann ekkert eftir hruninu og fer að tala um höfundarrétt á til- lögum. Er verið að bæta fyrir brot frjálshyggjupáfans sem taldi sig geta gengið í verk nóbelsskáldsins eins og hann hefði skrifað þau sjálf- ur? Sjálfstæðismenn koma út úr ástandi en þeir tala eins og þeir hafi aldrei verið í því. Svipað og að allir sem færu í meðferð fengju vinnu á bar en létu sem þeir hefðu aldrei komið á bar. Nú erum við stödd í Villiöndinni eftir Ibsen og eigum að lifa í blekkingunni. Mörgum finnst blekkingin góð. Svo er næsta mál á dagskrá, að vorkenna bankastjórum og embættismönnum sem hefur ver- ið sagt að víkja. Þá er enn gripið til eineltisumræðunnar, hvað allir eru vondir við þá, bankamenn sem standa yfir rústum eigin kerfis og embættismenn grunaðir um inn- herjaviðskipti. Hægristjórn í sautján ár, vinstri í tvo mánuði. Er ekki bara eðlilegt að menn víki? Kannski ætti fólkið sem nú fær upp- sagnarbréfin bara að segja eins og Davíð: Ég ætla að hugsa málið. Það er ekki bara tungumálið sem er að klikka heldur líka hugsunarhátt- urinn. Forréttindi valdastéttarinnar eru orðin hluti af hugsunarhætti hennar. Eftirlaunafrumvarpið er auðvitað gott dæmi um það. Ef al- menningur beitti sömu röksemda- færslu og forréttindahóparnir þá væri byltingarástand í landinu. Fólk neitaði að hætta í vinnunni, við felld- um tár við hverja skúringakonu sem sagt væri upp og þannig mætti lengi telja. En örlítið meira um ábyrgðina, ábyrgð umræðunnar. Ábyrg um- ræða var fólgin í því að sjá samhengi hlutanna, um hvað málin snerust, hið félagslega innihald, finna orsök og afleiðingu, viðurkenna frávik, at- huga lögmálin. Þannig getur fjár- málakreppan alls ekki snúist um það hver hringdi í hvern, hverjum átti að koma fyrir kattarnef með óþverra- skap eða hver sé versti auðmaðurinn og hver sé besti auðmaðurinn. Þann- ig hafa leiðtogar jafnaðarmanna hugsað eftir að þeir urðu nútíma- legir og uppgötvuðu markaðslausnir og frjálshyggju. Það er alkunna að mörgum þeim sem gengið hafa í gegnum klofninga og sameiningar á vinstrikantinum lætur best að tjá sig með hurðaskellum. Þetta eru hópar sem stanslaust bítast um bitlinga og völd en hafa gleymt öllum mark- miðum. Þetta er ástæðan fyrir því að langflestir vinstrimenn hafa verið óflokksbundnir og ekki skipt sér af stjórnmálum. Þetta hefur gefið alls kyns miðlungsmönnum, bitlinga- snötum og metorðastriturum færi á flokkum þeirra. Þeir hafa gleymt þeirri ábyrgð að miðla ástandinu af þekkingu, innsæi og djúphygli, en sú er hefðin sem alvöru vinstristefna byggist á. Þar býr baráttuandinn. Þetta er vandinn sem forystusveit Samfylkingarinnar á við að etja. Í stað þess til dæmis að gagnrýna hugmyndirnar sem liggja að baki at- höfnum Davíðs Oddssonar hefur for- ystusveitin fengið Davíð sem slíkan á heilann og í rauninni gert birting- armyndina að kjarna málsins. Þetta hefur auðvitað virkað sem besta smjörklípuaðferð fyrir Davíð sjálfan, því á meðan hafa jafnaðarmennirnir algjörlega vanrækt að upplýsa þjóð- ina um lausnir jafnaðarstefnunnar. Þess í stað gerði Samfylkingin orð- ræðu frjálshyggjunnar að sinni, þeg- ar allt átti að vera í anda hinna nýju tíma sem sögðu að ekki mætti horfa aftur til fortíðar. Því má jafnvel halda fram að þetta ferli hafi hafist í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar þegar sýna átti að vinstrimenn væru ekki minni fjár- málamenn en hægrimenn. Sumir hafa túlkað þetta þannig að það þyrfti bara að veðja á rétta aðila og þegar „götustrákunum“ var úthýst úr Valhöll var þeim boðið í náð- arfaðm jafnaðarmanna. Svo tóku ímyndarfræðingarnir við, sömdu ræður útrásarvíkinga með annarri hendinni og kynntu stefnu Samfylk- ingarinnar og forsetans með hinni. Þróun forsetans er hnignun jafn- aðarstefnunnar í hnotskurn og slíkt verður ekki gert upp í einni ára- mótaræðu. Af hverju kallar forset- inn ekki vini sína, útrásarvíkingana, til sín og skipar þeim að skila góss- inu, því hagfræðingar segja að það sé ekki fræðilegur möguleiki að búið sé að eyða þeim skuldum sem stofn- að var til. Þetta er eina leið forsetans til að ávinna sér traust þjóðarinnar. Í stað þess að bjóða útrásarvíking- unum í mat með amerískum fjár- glæfrakonum á hann að taka þá á beinið og skikka þá til. Þannig myndi forsetinn skrá nafn sitt í sátt- argerðarbók sögunnar eins og gert var á Þingvöllum fyrir um þúsund árum. Ella mun hann horfa upp á meiri stéttaskiptingu, dýpri skot- grafir og algjört vantraust, því bæði hann og jafnaðarmennirnir í Sam- fylkingunni tóku þátt í að blekkja þjóðina og alþjóðasamfélagið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þar liggur ábyrgðin, blaðið sem nú þarf að snúa við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.