Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 26
26 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Eftir Sæbjörn Valdimarsson Það er engum blöðum um það að fletta að bar- áttan um velflest óskarsverðlaunin í ár mun standa á milli tveggja ólíkra en einkar vand- aðra mynda. Enn og aftur kemur sérdeild 20th Century Fox, Fox Searchlight (Sideways, Little Miss Sunshine), áberandi við sögu sem framleiðandi Viltu vinna milljarð – Slumdog Millionaire. Myndin hefur hesthúsað nánast öll verðlaun sem staðið hafa í boði til þessa og margir á því að loksins verði lukkan með Se- archlight. Í þessu sambandi er hollt að hafa í huga að einungis fagmenn hverrar stéttar hafa kosningarétt í sinni grein (aðeins kvikmynda- tökumenn velja besta tökustjórann o.s.frv.) og hafa öll fagfélögin gengið frá sigurvegurum ársins í sérkosningum félagsmanna. Það tryggir engin verðlaun en hlutaðeigendur eru vissulega sigurstranglegri. Að leikurum und- anskildum hafa fagmennirnir að baki Viltu vinna milljarð unnið nánast með tölu öll heið- ursverðlaun sinna fagfélaga. Viltu vinna milljarð er byggð á metsölubók sem fór eins og eldur í sinu um allar jarðir fyr- ir fáeinum árum og innihald hennar vel þekkt víðast hvar. Í anda Searchlight var hún ódýr í framleiðslu, með engan þekktan kvikmynda- leikara innanborðs en valinkunna kvikmynda- gerðarmenn í hverju rúmi, með Danny Boyle fremstan í flokki í leikstjórastólnum. Boyle er fjölhæfur og athyglisverður listamaður sem hefur margsannað getu sína með jafn ólíkum myndum og Trainspotting og Sunshine. Hin myndin sem telst líkleg til sigra, The Curious Case of Benjamin Button, er í flesta staði fullkomin andstæða Villtu vinna milljarð; fokdýr, brellum og stjörnum hlaðin Holly- wood-stórmynd af gamla skólanum. Það er freistandi að líta á verðlaunaafhendinguna í ár sem hluta af breytingunum sem jarðarbúar eru ekki aðeins að uppgötva „hér á landi á“, eins og skáldið orti svo unaðslega, heldur blasa þær við í öllum heimshornum. Gamli og nýi tíminn rekast óvenju illa saman nú um stundir. Eins og oft hefur komið fram er sá agnúi við bandarísku kvikmyndaakademíuna, The Aca- demy of Motion Picture Arts and Sciences – AMPAS, að meðalaldur meðlimanna er í hærri kantinum, endurnýjunin hæg. Afleiðingin sú að vissrar íhaldssemi hefur gætt þótt ástandið hafi breyst til batnaðar að undanförnu. Wein- stein-bræður, fyrrverandi eigendur litla risans Miramax (sem nú er sofandi uppi í hillu hjá Disney), voru löngum óprúttnir við að pota sín- um myndum framarlega í goggunarröðina, en eru orðnir áhrifalitlir í dag. Það er engin spurning að margt á eftir að koma á óvart í kvöld þegar kvikmyndaiðn- aðurinn heldur sína 81. uppskeruhátíð, þessi augnablik þeg- ar menn og verk taka upp á því að vinna, þvert á allar get- spár, pælingar og skoð- anakann- anir, og BESTI KARLLEIKARINN Í AÐALHLUTVERKI Að mínu mati (og fjölda annarra) liggja úr- slitin fyrir í þessum spennandi flokki. Fyrir það fyrsta er hlutverk fjölbragðaglímukapp- ans þreytta, Randys „Ram“ Robinsons, klæðskerasniðið fyrir segulmagnaða hæfileika eða öllu frekar persónuleika Rourkes, og hann nýtir þá til fulls. Það yrði harmsefni í kvik- myndasamfélaginu vestra ef Rourke, með all- an sinn grófa sjarma, yrði skilinn eftir í sæti sínu og hinn ungi, spræki og hæfileikaríki Pitt myndi göslast upp á sviðið. Stórleikararnir Penn og Langella eiga sjálfsagt lengra í land í ár. Jenkins líka. Mickey Rourke – The Wrestler mánuði og útlitið er dökkt hvað austurrísku, japönsku og ísraelsku myndirnar varðar. Sú síðastnefnda hefur hlotið góða dóma, þykir einkar frumleg og umhugsunarverð. Þjóðverj- arnir hafa verið að hirða verðlaun í þessum ágæta flokki að undanförnu, það ætti að vera kominn tími á verk frá gömlu menningar- og kvikmyndaþjóðinni. Entre les murs (Frakkland) Der Baader Meinhof Komplex (Þýskaland) Vals Im Bashir (Ísrael) Revanche (Austurríki) Okuribito (Japan) BESTI LEIKSTJÓRINN Fái Viltu vinna milljarð Óskar sem besta mynd ársins er Boyle nánast öruggur ósk- arshafi í ár og satt best að segja betur að hon- um kominn en hinn bandaríski kollegi hans, Fincher, sem átti öllu frekar að vinna þau fyrir Zodiac. TCCOBB er ekki jafn myrk og grimm og fyrrnefndar myndir, tæknilega óaðfinn- anleg og gott betur, er frábær afþreying og mikið bíó. En, þetta stóra en, Villtu vinna millj- arð er einfaldlega í öðrum gæðaflokki og Boyle verður valinn ef akademían grípur ekki til ein- hverra afsökunarbellibragða í garð Finchers. Slíkar uppákomur eru vel þekkt fyrirbrigði á afhendingarkvöldi. Gus Van Sant er í nokkuð fjarlægu þriðja sæti, Daldry (Billy Elliott, The Hours) á minni möguleika í ár og Hollywood- gulldrengurinn Howard er í hópi tilnefndra af gömlum vana. Danny Boyle – Slumdog Millionaire David Fincher – The Curious Case of Benjamin Button Gus Van Sant – Milk Stephen Daldry – The Reader Ron Howard – Frost/Nixon eru einmitt þær sem krydda kvöldið og menn minnast hvað helst þegar fram í sækir. Umræðan um Óskarinn hefur verið einsleit í ár, almennt eru menn að vona að það verði kennt við upprisu „lítilmagnans“, sigur hæfi- leikamanna með lítið fé milli handanna á fíns- lípaðri framleiðsluvöru úr vellauðugri drauma- verksmiðju Hollywood. Ef svo fer þarf engum að bregða og myndin um hann Ben Button verður víðs fjarri því að lenda í hópi hinna „ómerkilegri“ verðlaunamynda. Hvað sem því viðvíkur eiga leikstjórarnir Boyle og David Fincher örugglega eftir að hampa „Skara frænda“ síðar á ferlinum ef þeir ná ekki taki á honum í kvöld. Hugh Jackman, strallinn borubratti, verður kynnir í kvöld og forvitnilegt að sjá hvernig hann kemst frá því erfiða hlutverki. Vonandi vel, því stjórnendur hafa verið fjári mistækir upp á síðkastið. Þá stytta þeir vonandi athöfn- ina, láta hana ganga hraðar í takt við tímann. Þá er komið að því að spá í sigurvegarana í helstu flokkunum. Þann líklegasta set ég efst- an, síðan koll af kolli. BESTA MYND ÁRSINS Búið er að fara nokkuð yfir þennann mik- ilvæga flokk hér að framan, þar kemur fram að Villtu vinna milljarð – Slumdog Millionaire er frá þessum bæjardyrum séð sigurstranglegri en TCCOBB. Talsvert miklu frumlegri og mik- ilvægari og tekur á þjóðfélagsböli í næststæsta ríki heims, böli sem við höfum gott af að kynn- ast þótt flest fari vel hjá lukkuriddaranum. Fyrst og síðast er hún óaðfinnanlega gerð á flestan hátt og hefur þessi ótrúlega saga vonar og vel gerða ævintýri yfirbragð ósvikinnar kvikmyndaklassíkur. TCCOBB ætti meiri möguleika ef hún minnti ekki jafn óþyrmilega á Forrest Gump og raun ber vitni. Hún er frá- bær afþreying og nánast vammlaus skemmt- un, böðuð töfraljóma tækninnar, allt til þeirra tímamóta er söguhetjan hættir á drátt- arbátnum og hefur „normalt líf“. Aðrar myndir eiga lítinn möguleika. Milk er of sérhæfð, en gæti sett strik í reikninginn, hinar tvær yrðu sannarlega óvæntir sigurveg- arar, Slumdog Millionaire The Curious Case of Benjamin Button Milk The Reader Frost/Nixon BESTA ERLENDA MYNDIN Nú versnar í því. Mér vit- anlega hefur aðeins franska myndin Entre le murs verið frumsýnd hérlendis þegar þessar línur eru skrifaðar. Von er á þýsku myndinni Der Baa- der Meinhof Komplex í næsta Einvíg haugbúa n Hverjir hreppa Óskarinn í ár? The Dark Knight Öruggt þykir að Heath heitinn Ledger verði verðlaunaður. Frost/Nixon Þótt myndin sé fín er ólíklegt að hún verði valin besta myndin. Revolutionary Road Myndin er líkleg til að vinna Óskar fyrir bestu búningahönnun. Changeling Angelina Jolie í hlutverki sínu; handsaumaðri Ósk- arsrullu. En þykir þó ekki líklegust til að hreppa hnossið. Benjamin Button Brad Pitt mun líklega lúta í lægra haldi fyrir Mickey Rourke. Doubt Meryl Streep hefur tvívegis fengið Óskarinn og gæti hreppt hann í þriðja skiptið núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.