Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 29

Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 29
um sínum af sjö ítölskum körlum á þeim þremur mánuðum sem hún var þar í landi fyrir morðið. En kannski voru það „skapandi skrif“. Þótt gula pressan á Ítalíu hafi far- ið mikinn, þá er ítalska lögreglan ekki síður viss um sök Amöndu. Lögreglan vísar til fingrafara henn- ar í herbergi Meredith og blóðugra fótspora Raffaeles. Í herbergi Amöndu sjálfrar fannst hins vegar ekki eitt einasta fingrafar, hvorki hennar né annarra, svo lögreglan telur að einhver hafi þrifið herbergið hátt og lágt til að eyða sönn- unargögnum. Deilt um gildi sönnunargagna Á Ítalíu gildir sú regla, að hægt er að halda sakborningum í varðhaldi í allt að eitt ár, án þess að ákæra sé gefin út. Þessi staðreynd hefur sætt mikilli gagnrýni ættingja Amöndu og bandarískra lögmanna, sem segja þetta aðeins eina birtingarmynd þess hversu lélegt kerfið sé á Ítalíu og andsnúið sakborningum. Lög- reglurannsóknin sé jafnframt öll í skötulíki. Joseph Tacopina, þekktur lögmaður í New York sem hefur verið fjölskyldu Amöndu til ráð- gjafar, sagði í samtali við frétta- tímaritið Newsweek í mars á síðasta ári að engin raunveruleg sönn- unargögn væru fyrir hendi. Lög- reglan hefði til dæmis þrýst mjög á Amöndu við yfirheyrslur og sagt henni að bareigandinn væri grun- aður um aðild að málinu. Þá hefði hún spunnið upp sögu um að hann hefði verið í húsinu, en öll sú saga bæri helstu merki falsks vitn- isburðar. Tacopina segir sönnunargögnin gegn Rudy næg. Blóðug handaför hans í herberginu og sæði á hinni látnu segi alla söguna, enda hafi hann játað aðild sína. Öðru máli gegni til dæmis um erfðaefni Raf- faeles á krækju af brjóstahaldara Meredith. Sú krækja hafi ekki fund- ist í húsinu fyrr en við fjórðu leit lög- reglunnar, nokkrum dögum eftir morðið. Og ekki ólíklegt að sambýl- ingarnir hafi skipst á brjóstahöld- urum. Þá sé ekki mark takandi á rannsókn á hníf, sem fannst heima hjá Raffaele. Erfðaefni Amöndu fannst á skafti hans og það sem lög- reglan ætlar að sé erfðaefni Mere- dith á oddinum. En á því eru að vísu aðeins 20% líkur og lögmaðurinn bendir á að ef þetta væri morðvopn- ið hefði lögreglan sannarlega getað sýnt fram á það með óyggjandi hætti, enda ekki hægt að þrífa blóð svo af hnífi að ekkert greinist. Undarleg viðbrögð Eftir morðið flúði Rudy Guede til Þýskalands, en var handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu. Hann neitaði staðfastlega að hafa myrt hana, en var dæmdur sl. haust í 30 ára fang- elsi. Réttarhöldin yfir honum voru fyrir luktum dyrum, en hann tók þann kostinn að fá flýtimeðferð fyrir dómstólum og þar með var fallið frá kröfu um lífstíðarfangelsi. Fram- burður hans verður notaður í mála- ferlunum gegn Amöndu og Raffaele, en hann mun hafa haldið því fram að þau hafi bæði verið á morðstaðnum. Amanda sýndi undarleg viðbrögð eftir morðið á meðleigjandanum. Það virtist fá lítið á hana og hún og Raffaele leiddust hönd í hönd í búðir og völdu kynþokkafull nærföt á Amöndu. Sem varð ekki til að bæta ímynd þeirra skötuhjúanna. Allar líkur eru á að enn sé langt í dóm í málinu. Með töfum og frest- unum er líklegt að réttarhöldin standi í allt að eitt ár. Amanda Knox verður því áberandi í ítölskum fjöl- miðlum enn um sinn. REUTERS Vettvangur morðs Litla húsið sem Amanda hin bandaríska og Meredith hin breska leigðu saman stendur nú autt. Kærastinn Ítalinn Raffaele Solle- cito, fyrrum kærasti Amöndu, er ákærður fyrir hlut sinn í morðinu. Myrt Breska stúlkan Meredith Kerc- her var myrt á grimmilegan hátt. Þessi mynd var tekin af henni á leið á grímuball ári fyrir morðið. Ásjóna morðingja? Amanda Knox við réttarhöldin í Perugia, ákærð fyrir morðið á breskri vinkonu sinni, Meredith Kercher. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Í heimaborg Amöndu Knox, Seattle, eru margir sem ekki trúa því að hún sé það harðsvíraða morðkvendi sem ítalska lögreglan og fjölmiðlar þar í landi fjalla um. Þessi hópur hefur hafið baráttu til að styðja við bakið á henni í réttarhöldunum og aflar fé með því að selja boli, krúsir og húfur með áletruninni „Frels- um Amöndu“. Stuðningsmenn Amöndu telja ítölsku lögregluna hafa klúðrað rannsókninni illilega. Á myndbandi lög- reglunnar sjáist til dæmis hvar lögreglumenn þurrki blóð af gólfi herbergis Meredith og hendi mik- ilvægum vísbendingum til hliðar, bæði fatnaði og hári. Margir mikilsmetandi lögfræðingar hafa látið til sín taka í baráttunni. Mike Heavey, dómari í Seattle, ritaði opið bréf til dómstólsins á Ítalíu, þar sem sagði að Amanda Knox ætti á hættu að verða dæmd fyrir morð þar sem áhrif hefðu verið höfð á álit al- mennings og dómstóla með ólögmætum og óviðeig- andi hætti. Þrátt fyrir baráttuna í Seattle er ólíklegt að Am- anda Knox verði látin laus á næstunni. Mikil áhersla hópsins á vanhæfni ítölsku lögreglunnar og dóms- kerfisins hefur hleypt illu blóði í Ítali, sem segja að fólk í níu þúsund kílómetra fjarlægð geti ekki sett sig í dómarasætið með þessum hætti. Fjölskylda Amöndu kann stuðningshópi hennar litlar þakkir fyr- ir baráttuna og faðir hennar hefur lýst því yfir að fjölskyldan hafi trú á ítölskum verjendum dótt- urinnar. „Frelsum Amöndu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.