Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 22.02.2009, Síða 35
kemur fram, að Heimir bíður enn svars í gegnum franska sendiherrann, en þar sem Bretar séu önnum kafnir við að fara í gegnum norsku tillög- urnar verði Heimir að bíða. Rostow svarar að eðlilegt sé í stöðunni að bíða meðan tillögur Evr- ópuráðsins og Norðmanna séu skoðaðar. Í bréfi Heimis Hannessonar til Rostow, 29. apríl, kemur fram að Heimir hefur átt leið um London og er órólegur yfir þeim töfum sem verða á starfi þríeykisins. En þar kom að menn töldu réttast að koma aftur að málinu á grundvelli þríeykisins. Heimir Hannesson skrifar Rostow (21. júní) að eftir símtöl þeirra 26. maí hafi málið komizt á hreyfingu aftur og hjólin snúizt hratt þar til sam- komulag var undirritað. „Það var margt og mikið búið að ganga á í 200 mílunum, þegar aftur kom til kasta þríeykisins,“ segir Heimir. „Sem fyrr fór ég með mínar upp- lýsingar til Ólafs Jóhannessonar og hann sagði af eða á. Franska sendiráðið í Reykjavík, sem gætti hagsmuna Breta, var minn tengiliður. Þetta voru heilmiklar viðræður um kvóta og togara og við gengum miklu lengra í því að negla hlutina niður en við gerðum í fimmtíu mílunum. Þegar við tókum málið upp aftur í maí á grund- velli „desembersamkomulagsins frá Brüssel,“ gengu hlutirnir fljótt fyrir sig . Franska sendi- ráðið hringdi svo í mig og sagði að Bretar gætu fallizt á það sem þá lægi á borðinu. Og Ólafur gaf grænt ljós. Að ósk Breta var samkomulagið und- irritað í Ósló. Þeir voru aldrei fullkomlega sáttir við franska aðkomu að málinu og fallist var á að Frydenlund „leiddi samningastarfið“ síðasta spölinn. Sendinefndir deiluaðila fóru til Óslóar, þar sem meira og minna frágengið samkomulag þríeykisins beið þeirra.“ Starfaði áfram í umboði Ólafs Heimir segir að hann hafi starfað áfram í um- boði Ólafs Jóhannessonar, sem reyndar var nú hvorki utanríkisráðherra né forsætisráðherra, heldur dómsmálaráðherra, en sem slíkur yf- irmaður Landhelgisgæzlunnar. Hins vegar seg- ist Heimir hvorki hafa verið í trúnaðarsambandi við Geir Hallgrímsson forsætisráðherra né Einar Ágústsson utanríkisráðherra, en ítrekar trún- aðarsambandið við Gunnar Thoroddsen. Heimir segist ekki vita hvernig samráði Ólafs og Geirs var háttað. „En það verður að segjast eins og er að Ólafur treysti hvorki Geir né Einari Ágústssyni. Hann mat þá mikils persónulega, en taldi þá ekki nógu harða stjórnmálamenn til þess að standa í þeim stórræðum, sem þurfti. Ólafur taldi Geir hallan undir tillögu Breta um að vísa málinu til Efnahagsbandalagsins, en það taldi Ólafur að yrði enn verra viðureignar en Bretar. Hins vegar veit ég fyrir víst, að Ólafur gerði Einari Ágústssyni ekki grein fyrir starfi þríeyk- isins og því vissi Einar ekki frekar en aðrir í ís- lenzku sendinefndinni sem fór til Óslóar um raunverulegan aðdraganda samkomulagsins. Tómas Karlsson sagði Einari nokkru seinna hvernig allt var í pottinn búið og tók Einar því þunglega að atburðarásinni skyldi hafa verið haldið leyndri fyrir honum.“ astríðunum tanríkisráðherra, og John McKenzie, sendiherra Breta, skrifa undir 50 mílna samn- dinn í London, en undirskrift dróst vegna mótmæla Alþýðubandalagsins. Innsiglað Utanríkisráðherrarnir Einar Ágústsson og Anthony Crosland innsigla 200 mílna samkomulagið í Osló við ánægju Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Stjórnmálasamband var tekið upp aftur daginn eftir. sen, sem byggðist á persónulegum kunningsskap þeirra sem lagaprófessora við Háskóla Íslands. Og milli Gunnars og Heimis var líka trúnaður. Gengið kringum Tjörnina Hægt og bítandi holuðu endalausar fortölur brezka bjargið og herskipaúthaldið á Íslands- miðum varð þeim stöðugt þyngra í skauti. Þar kom að þeir gáfu til kynna breytta afstöðu, en hins vegar mætti útgönguleiðin ekki verða þeim álitshnekkir og svo yrði að sýnast sem þeir ættu frumkvæðið. Heimir sendi þá Tómas Karlsson, ritstjóra Tímans og varaþingmann Framsókn- arflokksins, til London til að koma á fundi for- sætisráðherranna tveggja samkvæmt áætlun ATA-þríeykisins. Þá hafði brezka sendiráðið á Íslandi samband við Heimi, Brian Holt sendi- ráðsritari hringdi ítrekað og sagði menn í Lond- on tortryggna á þennan Tómas Karlsson sem virtist frekar vera fulltrúi Heimis Hannessonar en forsætisráðherrans. Heimir segir það hafa verið ljóst, að hann gæti ekki komið til fundar í brezka sendiráðinu, sem var umsetið blaðamönn- um og lögreglu. Hann brá þá á það ráð að hitta Eric Young, staðgengil sendiherrans niðri við Tjörn. „„Við erum ekki sannfærðir um samnings- vilja íslenzka forsætisráðherrans og við getum ekki látið forsætisráðherra okkar hafðan að fífli með frumkvæði að árangurslausum fundi,“ sagði Young. Það tók mig hálfan annan tíma og ég man ekki hvað marga hringi umhverfis Tjörnina, að full- vissa sendiherrann um að Ólafur Jóhannesson væri í raun og veru fús til fundar við Heath, ef herskipin færu af Íslandsmiðum. Þennan vilja staðfesti Ólafur, þegar Heath hringdi í hann og eftir bréfaskipti kallaði Heath herskipin út fyrir 50 mílurnar og bauð Ólafi til viðræðna í London. Þar komust menn að samkomulagi og reyndist Ólafur sannspár um það að Lúðvík Jósepsson myndi gefa eftir, þegar á hólminn var komið, reyndar eftir talsvert brambolt Alþýðu- bandalagsins. En ríkisstjórnin hélt velli, þorskastríðinu var lokið og vera Íslands með vestrænum þjóðum tryggð.“ Oslóarsamkomulagið var klárt Þegar Bretar sendu herskip sín enn og aftur inn í íslenzka fiskveiðilögsögu, sem komin var út í 200 mílur, hófst það þorskastríðið sem hvað ill- skeyttast varð. Þá sat á Íslandi ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Geir Hall- grímsson var forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Einar Ágústsson utanríkisráðherra einsog hann var í stjórn Ólafs á undan. Í aðfaraorðum doktorsritgerðar sinnar segir Gregory J. Scholten, að hann hafi fundið í Gerald R. Ford-bókasafninu í Ann Arbor, Michigan, talsverðar heimildir um þorskastríð Breta og Ís- lendinga, bæði vegna 50 og 200 mílnanna, sér- staklega þó það síðarnefnda, þar sem ekkert fari á milli mála að NATO-aðild Íslands var forsenda fyrir lausn þorskastríðsins og réð mestu um að- komu Bandaríkjamanna að málinu. Mikil harka einkenndi strax þetta þorskastríð og árás þriggja brezkra dráttarbáta á varðskipið Þór 11. desember 1975, atburður sem Íslendingar kærðu til Atlanzhafsráðsins og Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, setti að heita má allt fast. Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Georg Kahn-Ackerman bauð 19. desember upp á milli- göngu í fiskveiðideilunni og í febrúar 1976 fór norski utanríkisráðherrann Knut Frydenlund til Brüssel með málamiðlunartillögu norsku rík- isstjórnarinnar. Í bréfi sem Roberts skrifar Rostow 10. marz, ílurnar 17. maí Þingmenn úr öllum flokkum leggja til að sendi- herra Íslands hjá NATO verði kallaður heim. 30. maí Brezki flotinn kallaður út fyrir 200 míl- urnar. 1. júní Samn- ingur Breta og Íslendinga und- irritaður í Ósló. 2. júní Stjórn- málasamband milli landanna tekið upp að nýju. 5. maí Brezku togararnir halda heimleiðis vegna ónógrar verndar. Tveimur freigátum er bætt við verndarflotann og halda togararnir þá aftur til veiða í íslenzkri landhelgi. Átökin harðna enn. 19. febrúar Íslendingar slíta stjórnmála- sambandi við Breta. Hallgrímsson fer til London old Wilson forsætisráð- komulag næst ekki og m halda áfram. þjóðlegra stofnana markanir þessara a. Getuleysi þess- u Atlanzhafs- amkomulagi. r og meta mikils u á. na, til Eugene V. ú og Atlanzhafs- argt sækir að til ra deilumála milli ausn á … Láttu mig ene V. Rostow: ndar hvað þú og örkum til að finna l þess að hjálpa gið.“ nar, þar sem Heim- ausn fisk- m það. En þú ert hin ú gafst aldrei upp á á réttu að standa. eir 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 1972 14. júlí Lúðvík Jósepsson sjáv- arútvegsráðherra gefur út reglugerð um 50 mílna fiskveiðilögsögu. 1. september 50 mílurnar taka gildi. Brezkir og vesturþýzkir togarar halda áfram veiðum innan þeirra. Ís- lenzku varðskipin klippa ítrekað á togvíra brezku togaranna. 27. nóvember Brezk sendinefnd kemur til viðræðna í Reykjavík. Eng- inn árangur. 1973 18. janúar Brezkir togaraskipstjórar hóta að sigla heim fái þeir ekki her- skipavernd. Bretar senda stóra og hraðskreiða dráttarbáta á Íslands- mið. 17. maí Brezkar freigátur sigla til Ís- lands. 11. september Íslenzka ríkisstjórnin hótar að slíta stjórnmálasambandi við Breta. 16. september Joseph Luns framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands. 25. september Edward Heath forsætisráðherra Breta skrifar Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og segist vilja leita lausnar. Ólafur svarar að forsenda samninga sé að brezku herskipin hverfi af Íslandsmiðum. 27. september Íslenzka ríkisstjórnin tilkynnir stjórnmálasambandsslit verði brezku herskipin ekki farin úr fiskveiðilögsögunni fyrir 3. október. 2. október Heath býður Ólafi til viðræðna í London. 3. október Brezku herskipin eru kölluð af Íslandsmiðum. 15. október Ólafur Jóhannesson fer til London. Eftir tveggja daga viðræður ligg- ur samkomulag fyrir. 8. nóvember Samningur Íslendinga og Breta undirritaður. 13. nóvember Alþingi samþykkir samninginn við Breta. 50 mílurnar Heimir Heimir Hannesson var trúnaðarmaður og erindreki Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokks- ins. Hann var blaðamaður við Tímann, ritstjóri Ice- land Review, lögfræðingur, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins og forystumaður í Samtökum um vestræna samvinnu á Íslandi. Roberts Frank Roberts, var aðstoðarritari Winstons S. Churc- hill og ráðgjafi hans á Yaltaráðstefnunni. Hann var í fylgdarliði Chamberlain í München og sendiherra m.a. í Sovétríkjunum, Indlandi og hjá Atlanzhafsbandalag- inu. Formaður The Atlantic Council of the U.K., syst- ursamtaka Samtaka um vestræna samvinnu. Hann lézt 1998. Rostow Eugene Rostow var forseti lagadeildar Yale-háskóla, aðstoðarutanríkisráðherra í stjórn Lyndon B. Johnson og forstjóri afvopnunarstofnunarinnar í forsetatíð Reagans. Hann var einn helzti forystumaður banda- rísku Atlanzhafssamtakanna. Forseti heildarsamtaka Atlanzhafssamtakanna 1973. Hann lézt 2002. Heimir Hannesson Eugene Rostow Frank Roberts Þríeykið Sjávarútvegsráðherrar Þeir undirrituðu reglurgerðirnar um 50 og 200 mílurnar. Matthías Bjarnason tekur við af Lúðvíki Jósepssyni sem sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.