Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.2009, Blaðsíða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Til fundar við sjálfstæðismenn Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur fundi út um allt land á næstu tveimur vikum þar sem farið verður yfir stjórnmálaviðhorfið og verkefnin framundan. Mánudagur 23. febrúar Akureyri - fundur að Kaupangi kl. 20. Þriðjudagur 24. febrúar Húsavík - fundur að Veitingastaðnum Salka kl. 11.30. Siglufjörður - fundur á Allanum við Aðalgötu kl. 17.00 Sauðárkrókur – fundur á Ljósheimum (2km frá Króknum) kl. 20.00 Miðvikudagur 25. febrúar Skagaströnd – morgunfundur kl. 08.15 Fimmtudagur 26. febrúar Reykjanesbær - fundur í Sjálfstæðishúsinu kl. 20 Fundirnir í fyrstu vikunni í mars verða auglýstir síðar. 11. Sólin ekki sinna verka sakna lætur, jörðin undan grímu grætur, grasabani, komdu á fætur. Þ essa morgunvísu orti Sigurður Breiðfjörð, sá dáði gleðigjafi fátækrar þjóðar fyrr á tíð. Vísan er kveðin um sláttinn. Þá þurfti að taka daginn snemma og vinna ósleiti- lega meðan birtu naut. Og stundum lengur. Nú skín sumarsólin á öðruvísi slægjulönd og vinnubrögð en fyrrum. Enginn ber lengur ljá í gras eða rakar með hrífu. Enginn þarf að sæta, binda, hengja bagga á klakk og reiða síðan heim í heygarð. Um þetta snerist lífið um sláttinn í sveitum lands- ins í mínu ungdæmi og lengi fram eftir ævi minni. Mestu annir ársins voru heyannir. Þá var bjargræð- istíminn svo nefndur. Mikil tíð í lífi fólks og í minning- unni. Nú er kominn annar svipur á mannlífið og lífsbar- áttuna. En ekki get ég séð að sólin hafi breytt um svip eða verklag, þó að búið sé að umbylta svo miklu af því, sem blasir við augum hennar í mannabyggðum. Þó sýnir hún nú sem fyrr margvísleg svipbrigði, sem gott er að mega njóta. Fyllilega eins gott og forðum fyrir löngu og alla tíð. Hún gefur mér engin merki um það, að hún sé orðin leið á mér, þó að hún hafi verið að sóa töfrum sínum á mig í öll þessi ár. Sjálfsagt þarf hún að umbera margt fleira miður skemmtilegt, þar sem hún horfir á jörðina vera að veltast frammi fyrir sér um leið og hún, jörðin hennar litla, þiggur dægrin eitt af öðru. Nú er ég hér að masa um sólina eins og hún skynji og hugsi. Slíkt gerir maður oft ósjálfrátt og er gott gaman. Líklega er maður þá óvitandi að renna huga lengra og hærra en til sólar. Það er mjög gott og heil- næmt að gera slíkt vísvitandi, með vilja. Oft hefur Guði verið líkt við sólina. Hún getur sannarlega minnt á hann, þó að hún sé enginn guð. Jesús Kristur er sú „lífsins sól“, sem ljómar í myrkrum. Hann er sú „páskasólin björt og blíð“, sem boðar eilífan dag. Andi hans er sú hvíta eða him- inskæra sól, sem lýsir hverju hjarta í mark. Þannig vitnar sr. Valdimar Briem í kunnum og kærum sálmum, sem eru helgaðir mestu hátíðum kristninnar, jólum, páskum og hvítasunnu. Sjálfur segir Jesús: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Sigurdagur hans, fyrsti dagur hverrar viku, er sunnudagur, dagur þeirrar sólar, sem er hann. Upp- risa hans var sú sólarupprás yfir allri tilveru, sem tryggir eilífan sigur að lyktum yfir öllu myrkri. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós segir Davíð Stefánsson við Krist krossfesta. Já, þetta er vissa og líf kristinnar trúar, að Guð hafi í Kristi unnið þann sigur, sem tryggir það, að eldur eilífrar ástar hans geri alla heima bjarta að lokum. Mikil er þessi trú. Og ótrúleg. Hver veit ekki það? Hvaða rök, hvaða skýringar duga til þess að gera játningar eða staðhæfingar sem þessar trúverðugar? Það má spyrja á móti: Hvaða rök og skýringar þarftu að fá til þess að geta notið sólar? Er þér nokkur nauð- syn að fá rækilegar útlistanir á eðli hennar og áhrif- um til þess að geta þegið það, sem hún hefur að gefa? Eða þegar þú mætir mannlegu ástarauga þannig að það yljar þér um hjartarætur og gerir bjartara í barmi þínum, hvaða rök spyrðu um þá, hvaða skýr- ingar þarftu til þess að þiggja og tileinka þér slíka gjöf og blessun? Staðreyndin er sú, að allt sem er dásamlegast er einmitt ótrúlegt. Jafnvel óskiljanlegt. Ef eitthvað mikilfenglegt og fagurt snertir þig þannig, að þú verður hrifinn, gagntekinn (ég vona að þú hafir einhver kynni af slíkri reynslu!), þá ertu að mæta og reyna eitthvað, sem krefst ekki skilnings, aðeins þakklátrar viðtöku. Ég er ekki með þessum orðum að gefa í skyn, að trú og trúarlíf sé borið uppi af sterkum hughrifum. Því fer fjarri. Ég er aðeins að minna á, að krafan um skýringar (svo sjálfsögð sem hún er til réttra nota) á ekki við um allt. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Jesús Kristur er sú „lífsinssól“, sem ljómar í myrkrum. Hann er sú „páskasólin björt og blíð“, sem boðar eilífan dag. Andi hans er sú hvíta eða himin- skæra sól, sem lýsir hverju hjarta í mark. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morg- unblaðið birti á sunnu- dögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sig- urbjörns og Morg- unblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. annars lendir þú bara í tukthúsinu.“ Og vissulega á ég bréf frá ráðherr- um og þingmönnum þar sem mér er hótað eldi og brennisteini. Óhemj- umörg eru einnig þau bréf, símtöl, tölvupóstar og þakkir fólks á förn- um vegi sem af skrifum mínum hafa sprottið, fólks sem þorði ekki sjálft að tjá sig opinberlega vegna hættu á að verða fyrir meingerðum valda- manna. En ég var hvattur til að skrifa áfram, skrifa meira, en síðan fylgdi oft: Þú mátt ekki hafa þetta eftir mér. Áhrifamikill ræðustóll Ég fæ seint fullþakkað hugrekki, víðsýni og umburðarlyndi Morg- unblaðshöfðingjanna Matthíasar og Styrmis, því sjaldnast var ég að taka undir þær skoðanir eða leggja þeim einstaklingum lið sem mestra vinsælda nutu á ritstjórn þessa málgagns hægri aflanna. Þegar Skotvís ætlaði með atbeina rík- issaksóknara að koma mér bak við lás og slá vegna meintrar morðhót- unar í garð umhverfisráðherra skaut Styrmir fyrir mig skildi. Borgfirskum íhaldsklerki fannst ég ekki skrifa og yrkja nógu vinsam- lega um Davíð og vildi að ég yrði bannfærður í Morgunblaðinu. Ekki var orðið við því né heldur þegar Framsóknarmafían truflaðist vegna vísu um Finn Ingólfsson. En mér hafa orðið á slæmar yf- irsjónir, eins og þegar Samfylk- ingin var í burðarliðnum og ég hvatti til stuðnings við hana í grein sem nefndist „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Þá nán- ast rigndi yfir mig samsinnandi við- brögðum og sérstaklega man ég eftir konu sem grátklökk þakkaði mér fyrir þennan vegvísi. Þó seint sé vil ég biðja hana og aðra þá sem orð mín kunna að hafa haft áhrif á afsökunar á hvað mér missýndist þarna. Annað og lýsandi dæmi um meint áhrifavald Morgunblaðsins er að eftir síðustu alþingiskosn- Mogginn er á vonarvöl, villtar geisa sóttir. Sigmunds missir, kreppukvöl og Kolbrún Bergþórsdóttir Ég er Morgunblaðsvinur og hef verið það lengi. Blaðið er nú í gjör- gæslu afturgengins Glitnis og eng- inn veit á þessari stundu hvort það lifir eða deyr. Af þessu tilefni lang- ar mig til að minnast á fáein atriði úr samskiptasögu minni við Mbl. og síðan að minna á hið fornkveðna að „vinur er sá er til vamms seg- ir“. Hrædd þjóð í þöggunarlandi Ungur fór ég að skrifa í blöð og hef síð- ustu áratugina oftast fengið inni á síðum Morgunblaðsins þegar mér hefur ofboðið græðgi, eigingirni og siðblinda hinna svo- kölluðu stjórnmálaleiðtoga og tagl- hnýtinga þeirra. Mörg- um hefur þótt ég vera óhæfilega stóryrtur og nafngiftir eins og ban- analýðveldi, spilling- ardíki og ormagryfja fjarri öllum sanni í þessu til skamms tíma spillingarlausasta landi jarðarkringl- unnar. „Oft má satt kyrrt liggja,“ sagði móðir mín. „Láttu þér nú nægja að farga fer- fættum meindýrum á heimaslóðum, ingar hringdi í mig öskureiður framsóknarmaður og taldi að ég hefði með skrifum mínum í Morg- unblaðinu haft af flokknum eitt til tvö þingsæti og þar með áframhald- andi ríkisstjórnaraðild. Ritstjóraafglöp Fyrsta júní síðastliðinn kom Ólaf- ur Stephensen í ritstjórastól og lét það verða eitt af sínum fyrstu verk- um, væntanlega í sparnaðarskyni, að kasta fyrir borð Sigmund teikn- ara úr Eyjum, þeim frábæra lista- manni sem langtímum saman hefur verið beittasta valdstjórnarand- staða þjóðarinnar. Það þætti nú ekki merkilegur bóndi sem byrjaði á því að skera af fóðrum bestu kúna, afurðamestu ána eða liprasta reiðhestinn. Og svo bætti Ólafur um betur með því að hafa í farteski sínu Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem strax í miðopnupistli 9. júní taldi það óþarfa öfundsýki hjá fólki að amast við því þótt sumir væru á of- urlaunum, svona tveimur milljónum á mánuði. Í haust hefur svo þessi glámskyggna kona ítrekað notað þennan sama vettvang til að ausa skömmum og skætingi yfir þær tugþúsundir sem tekið hafa þátt í mótmælum og borgarafundum. Með þessu er mér sem mótmæl- anda og Morgunblaðskaupanda, blóðgjafa og vini freklega misboðið. Miðopnan hefur frá fornu fari verið ásjóna blaðsins og þungamiðja. Illa innrættir og varla sendibréfsfærir einstaklingar sem ekki skara fram úr á neinu sviði nema þá helst í grunnfærni og leiðindum eiga þang- að ekkert erindi. Síðan hrunið varð í haust hefur Morgunblaðið tvímælalaust verið fyrirtaks byltingarmiðill og átt drjúgan þátt í því að vanhæf rík- isstjórn hefur hrökklast frá og Austuvallarstjórnin tekið við. Nú tala sjálfstæðismenn um að „ná vopnum sínum“ og þar er Morg- unblaðið efst á lista. Dekur þess við „mótmælendahyski og skemmd- arverkaskríl“ verði ekki lengur þol- að. Vonandi tekst Vilhjálmi Bjarna og félögum að bjarga okkur les- endum frá íhaldsófreskjunni. Ég vona líka að þeir kippi Sigmund inn fyrir borðstokkinn og fari með Kol- brúnu eitthvað afsíðis. Svo óska ég Morgunblaðinu góðs bata og farsældar í framtíðinni. Morgunblaðið á heljarslóð Indriði Aðalsteinsson skrifar um samskipti sín við þjóðina og Morgunblaðið Indriði Aðalsteinsson » Borgfirskum íhalds- klerki fannst ég ekki skrifa og yrkja nógu vinsamlega um Davíð og vildi að ég yrði bann- færður í Morgun- blaðinu. Ekki var orðið við því … Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.