Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 44

Morgunblaðið - 22.02.2009, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt sem tengist fermingunni og fermingarundirbún- ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega glæsilegt og efnismikið. Meðal efnis: • Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar • Mismunandi fermingar • Skreytingar í veisluna • Veisluföng og tertur • Fermingartíska, stelpur og strákar • Fermingarförðun og hárgreiðsla • Fermingarmyndatakan • Fermingargjafir – hvað er vinsælast? • Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna? • Hvað merkir fermingin? • Viðtöl við fermingarbörn • Fermingarskeytin • Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum Fermingarblaðið verður borið út á hvert einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannabyggðum. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt- unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars. fermingar kemur út föstudaginn 6. mars Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um – meira fyrir auglýsendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift NÚ STANDA stjórnmálaflokkarnir frammi fyrir því ábyrgðarmikla verki að velja frambjóð- endur á lista fyrir kosningar til Alþingis. Aðferðirnar sem þeir beita eru breytilegar. Einhverjir notast við uppstillingar en aðrir viðhafa prófkjör. Óháð því hvaða aðferðir eru not- aðar, þá bera stjórnmálaflokkarnir ríka ábyrgð á því hver hlutur kvenna verður á listunum og þar með hver hlutur kvenna verður á Alþingi að kosningunum loknum. Þessa ábyrgð þurfa þeir að axla. Við erum flest sammála því að jafnrétti kynjanna sé einn af horn- steinum lýðræðisins og að það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja jafnan hlut kynjanna í valda- og áhrifastöðum. Í umróti síðustu mánaða hefur gagnrýni á skertan hlut kvenna við stjórnvöl- inn í samfélaginu verið hávær og margir lýst þeirri skoðun að valda- ójafnvægið milli kynjanna eigi þátt í þeim þrengingum sem að okkur steðja. Frá samfélaginu hefur komið skýr krafa um að end- urreisn þess þurfi að hvíla á virð- ingu fyrir jafnrétti kynjanna og að leiðrétta verði rýran hlut kvenna á Alþingi. Stjórnmálaflokkarnir, kjósendur þeirra í prófkjörum og kosningum og konur sjálfar þurfa að svara þessu kalli. Bakslag Sú skoðun er út- breidd að hægt og bít- andi þróist samfélagið, næstum sjálfkrafa, í átt til aukins jafn- réttis. Því miður er það ekki alltaf svo. Eftir alþingiskosning- arnar 1999 varð hlutur kvenna á Alþingi 35% og hafði aukist um heil 10% frá því fjórum árum áður. Þennan árangur tókst ekki að verja í kosningunum 2003, en þá hrapaði hlutur kvenna aftur niður í 30%. Við síðustu alþingiskosningar varð hann 31,7%. Þetta gerðist þrátt fyrir að konur hafi sjálfar sótt í sig veðrið. Árið 2003 voru þær 43% frambjóðenda, en 47% 2007. Líkurnar á því að kven- frambjóðandi næði sæti á Alþingi minnkuðu sem sagt milli þessara tvennra kosninga. Skýringin er einfaldlega sú að kvenframbjóð- endum var skipað skör neðar á framboðslistunum en áður og karl- ar náðu frekar að raða sér í örugg sæti. Svörum kallinu Þessu verðum við að breyta! Stjórnmálaflokkarnir þurfa refja- laust að setja sér skýr markmið um að jafna hlut kynjanna á Al- þingi. Fyrsta skrefið til þess er að hvetja konur til að gefa kost á sér til jafns við karla og skipa þeim of- ar á lista en verið hefur. Stjórn- málaflokkarnir þurfa ekki síst að finna leiðir til að útgjöldum fram- bjóðenda verði stillt í hóf. Þetta er sérstaklega brýnt nú, vegna þess að leiða má að því líkur að versn- andi efnahagur heimilanna geti latt konur fremur en karla til að gefa kost á sér. Þær vilji síður efna til útgjalda ef andstreymið er meira og líkurnar á að þær raðist kerf- isbundið neðar körlum á lista meiri. Í dag, á konudaginn, er vel við hæfi að minna á þá mikilvægu bar- áttu sem framundan er við að rétta hlut kvenna. Ég hvet for- svarsmenn stjórnmálaflokkanna til að tryggja jafnræði kynjanna við uppröðun á listum og brýni konur í hvaða flokki sem er að berjast fyr- ir því að svo verði í reynd. Okkur öllum er það nauðsynlegt að sjón- armið, reynsla og þekking beggja kynja nýtist að jöfnu við end- urreisn samfélagsins. Konur í örugg sæti Ásta R. Jóhann- esdóttir skrifar um jafnræði kynjanna » Stjórnmálaflokk- arnir þurfa refja- laust að setja sér skýr markmið um að jafna hlut kynjanna á Al- þingi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra en undir hann heyra jafnréttismál. GUNNAR Á. Gunnarsson skrifar í Morgunblaðið mánu- daginn 19. janúar sl. grein um það sem hann kallar skipu- lags- og umhverfis- slys í Mýrdal. Í greininni er svo mikið af órökstuddum full- yrðingum og rangfærslum að ekki er hægt að láta henni ósvarað. Sérstaklega fyrir það að hann reynir að gera þetta að stórmáli sem jafnvel varði alla þjóðfélags- þegna. Það er auðvitað dapurlegt að grípa til þess að sverta ímynd þessa svæðis og íbúa þess til þess að ná fram markmiðum sem fáir heimamenn skilja. Það er að vísu eitt sem varðar miklu fyrir aðra en heimamenn og það er umferð- aröryggi á hringveginum. Enginn sem lítur hlutlaust á þann þátt efast um yfirburði þessarar fyr- irhuguðu veglínu hvað það áhrær- ir. Auk þess mun hringvegurinn styttast um 4 km. En ekki 2-3 eins og Gunnar Ágúst heldur fram. Hann byrjar grein sína á að telja upp landkosti svæðisins og þar er ég honum alveg sammála. En að þetta fyrirhugaða vegstæði verði eitthvert umhverfisslys er hrein- asta firra og enn eitt dæmið um að ofvirkir umhverfissinnar vinna oft gegn sínum góða málstað með einhverri óskiljanlegri bókstafstrú. Tökum nokkrar fullyrðingar og skoðum þær nánar: GÁG segir að vegurinn muni kljúfa tugi jarða. Staðreyndin er sú að veglínan, sem allur meginþorri heimamanna telur besta kostinn fer aðeins að einhverju leyti yfir land sautján jarða og jarðarparta. Nánast ekk- ert ræktað land fer undir auk þess sem vegurinn mun liggja að mestu við endamörk jarðanna sem eiga land að Dyrhólaósi. Þar telur Gunnar Ágúst að verði stór- kostleg röskun á fuglalífi þar sem farið verði yfir leirur Óss- ins. Undirritaður sem var áður fyrr virkur skotveiðimaður en nú áhugasamur fugla- ljósmyndari er alveg á annarri skoðun. Á þessu svæði verpir sáralítið af fugli en far- fuglar hafa þar að sjálfsögðu við- komu. Eins og allir vita sem fylgj- ast eitthvað með fuglalífi óttast fuglar ekki bílaumferð. Þvert á móti virðast margar tegundir fugla heldur sækja í að vera í ná- grenni mannsins til að fá frið fyrir vargfugli og ref. Núna „liðast þjóðvegur eitt með hæðum um lága hálsa“ segir Gunnar Ágúst en ef hann flyst að suðurmörkum þessa sama svæðis er hann allt í einu orðinn að hrað- braut, sem ógnar fjörum, votlendi og griðlöndum manna og fugla. Svona málflutningur kann að ganga í þá sem ekki eru hér kunn- ugir en verður vart annað en að- hlátursefni heimamanna og þeirra sem þekkja staðhætti. Ég get tek- ið undir það með Gunnari að land- brotið í Víkurfjöru er mikið áhyggjuefni og illt til þess að vita ef okkar fræga svarta sandfjara er að hverfa. En staðreyndin er sú að ef heldur fram sem horfir þarf að verja þorpið með grjótgarði hvort sem vegur kemur sunnan þess eða ekki. Um hæð þess garðs vitnar GÁG í Siglingastofnun sem telur að garðurinn þurfi að vera umtals- vert hærri ef þjóðvegurinn lægi innan hans. Eftir því sem ég best veit eru þær skoðanir allar byggð- ar á sjólagi á Surtseyjarsundi en ekki því sem blasir við augum okkar heimamanna, sem hér hafa fylgst með sjónum í áratugi. Þeim útreikningum tek ég með miklum fyrirvara. Ekki er hægt að lesa annað út úr þessum skrifum en að ferðaþjónustan biði óbætanlegt tjón ef af þessu yrði. Jafnvel á landsvísu. Það vill nú þannig til að skrifari þessarar greinar vinnur að stórum hluta við ferða- mannaþjónustu og þekkir fjöldann allan af leiðsögumönnum auk þess að tala við hundruð útlendinga og leiðbeina þeim um næsta ná- grenni. Langmest er spurt um hvaða leiðir skuli fara til að kom- ast á áhugaverðustu staðina. Verði af þessum framkvæmdum er ég þess fullviss að það yrði ferðaþjónustunni á svæðinu mikil lyftistöng. Þetta myndi auðvelda og stytta til muna vegalengdir á milli þeirra staða sem flestir ferðamenn heimsækja í Mýrdaln- um. Þar á ég við Víkurþorp, Reyn- isfjöru, Dyrhólaey og Sólheima- jökul. Útsýni frá þessum vegi milli Geitafjalls og Reynisfjalls er ein- staklega fallegt og eitt út af fyrir sig aðdráttarafl fyrir vegfarendur. Þá er enn ótalið það gríðarlega hagræði sem íbúar Mýrdals hefðu að því að nánast yrði steinsnar frá flestum sveitabæjum í þjón- ustukjarnann, Vík. Þangað sækja margir vinnu auk þess sem skóla- börn eru keyrð þangað daglega, nánast hvernig sem viðrar. Tali um glórulausan yfirgang og annað í þá veru hirði ég ekki um að svara. Um skipulag og vegamál í Mýrdal Þórir N. Kjart- ansson svarar grein Gunnars Á. Gunn- arssonar » Það er auðvitað dap- urlegt að grípa til þess að sverta ímynd þessa svæðis og íbúa þess til þess að ná fram markmiðum sem fáir heimamenn skilja. Þórir N. Kjartansson Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.