Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 60
60 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HVER man ekki þegar Gwyneth Paltrow grenjaði eins og smástelpa í bleika prinsessukjólnum sínum á sviðinu þegar hún fékk Óskarinn 1999 sem besta leikkonan fyrir hlut- verk sitt í Shakespeare in Love? Þetta þótti afspyrnu hallærislegt og var Paltrow nokkurn tíma að lappa upp á ímynd sína eftir þetta atvik. Í huga allra nema dómnefndarinnar átti Cate Blanchett að fá styttu Palt- row fyrir hlutverk sitt í Elizabeth. Óskarshátíðin 1999 var eftirminnileg fyrir fleiri hluta sakir. Þegar Roberto Benigni var valinn besti leikarinn fyrir Life Is Beautiful gladdist hann svo að hann klifraði upp á sætin og yfir nokkrar stór- stjörnur í salnum, sagði svo í þakk- arræðunni að hann vildi njóta ásta með öllum. Annað sem þótti hneyksli 1999 var valið á bestu myndinni en stórmyndir þessarar hátíðar voru Saving Private Ryan og The Thin Red Line. Búist var við að Spielberg- myndin Saving Private Ryan ætti þessa hátíð en þegar umslagið var opnað kom Shakespeare in Love upp úr því … úffpúff … en Spielberg fékk a.m.k. styttu fyrir bestu leikstjórn. Versta besta myndin Þegar rýnt er í Óskarssöguna er margt sem hefði mátt betur fara. Árið 2005 átti að vera ár Broke- back Mountain en hún fékk bara tvenn verðlaun af þeim átta sem hún var tilnefnd til. Fátt var meira rætt eftir hátíðina en af hverju Crash var valin fram yfir Brokeback, – að Hollywood væri ekki tilbúið fyrir samkynhneigð var talið líklegasta ástæðan. Þremur árum áður hafði söngva- myndin Chicago verið valin besta myndin og þótti það mikil hneisa því hún var í flokki með Gangs of New York, The Hours, The Lord of the Rings: The Two Towers og The Pian- ist. Chicago hefur verið valin næst- versta besta myndin í sögu akademí- unnar til að fá Óskarinn, Cimarron frá árinu 1931 á þann heiður að vera versta besta myndin. Óþekkt óskarsleikkona Árið 1992 er nefnt sem eitt af þeim sjaldgæfu árum í óskarssögunni sem besta myndin vann í raun og veru, Unforgiven eftir Clint Eastwood. En flokkur bestu leikara var annað mál. Al Pacino var tilnefndur sem besti leikari, hann hafði aldrei fengið Ósk- arsverðlaun en sjö tilnefningar. Hann fékk þau loksins þetta ár fyrir hlutverk sitt í Scent of a Woman. Pacino átti verðlaunin frekar skilin fyrir öll önnur hlutverk en þetta að mati flestra. Í kvennaflokknum var samt að- alsjokkið. Þar voru tilnefndar Judy Davis, Joan Plowright, Vanessa Redgrave og Miranda Richardson en verðlaunin fóru til lítt þekktrar leik- konu, Marisu Tomei, fyrir frammi- stöðu sína í My Cousin Vinny. Lengi gekk sú saga að kynnirinn hefði lesið vitlaust nafn en Óskarsnefndin stað- festi að svo væri ekki. Tomei er til- nefnd aftur í ár fyrir aukahlutverk kvenna í The Wrestler og þykir í þetta skiptið sigurstrangleg. Ennþá stendur í fólki sú staðreynd að Dances With Wolves var valin besta myndin fram yfir Goodfellas árið 1991. Gott hjá þér Gandhi, leikstýrt af Richard Attenborough, var sigurvegari Ósk- arsins 1982. Hún yrði líklega ekki til- nefnd í dag en á þessum tíma fékk hún átta Óskara. Að mati margra var akademían að gefa Attenborough svona „gott hjá þér“-klapp á bakið en ekki „þetta var gott“. Árið áður, 1981, voru tvær myndir með langflestar tilnefningar, Reds með tólf og On Golden Pond með tíu. En öllum að óvörum fóru verðlaunin fyrir bestu myndina til Chariots of Fire. Margir skilja ekki enn hvernig það gat gerst að Rocky, með töffaranum Sylvester Stallone, var valin besta myndin fram yfir All the President’s Men, Taxi Driver og Network á því herrans ári 1977. Það var mörgum dömunum áfall þegar litið var framhjá Humphrey Bogart sem besta karlleikara árið 1943 fyrir hlutverk Ricks í Casa- blanca. Paul Lukas í Watch on the Rhine þótti standa sig betur. Citizen Kane tapaði verðlaununum til How Green Was My Valley árið 1941. Þetta val þykir skrítið í dag en ekki 1941, þá var fólk ekkert svo æst yfir þessu stykki Orsons Welles. Árið 1939 var Gone With the Wind aðalmyndin, með 14 tilnefningar. Undrum þótti sæta þegar Clark Gable fékk ekki Óskarinn fyrir best- an leik í aðalhlutverki, sigurvegari var Robert Donat fyrir Goodbye Mr. Chips. Gable tók tapinu eins og mað- ur, annað en Eddy Murphy árið 2007, sem gekk fúll út af hátíðinni eftir að hann tapaði styttunni fyrir besta aukahlutverk til Alans Arkins. Óskarsverðlaunahátíðin á sunnu- daginn verður sú 81. í röðinni og fróð- legt verður að sjá hvort eitthvað á eftir að valda uppnámi þá. Óskarsuppnám Óskarsverðlaunin verða afhent í Holly- wood í kvöld. Yfirleitt fer hátíðin fram af mik- illi prúðmennsku og ekki oft sem verðlauna- hafarnir koma virkilega á óvart. Það hefur þó gerst, eins og dæmin hér að neðan sanna. Óverðskuldað? Gwyneth Paltrow tekur grenjandi við styttunni. Brokeback Mountain Átti Ósk- arinn skilinn að mati flestra. Alsæll Ítalinn Roberto Benigni þakkar glaður fyrir sig. Chicago Valin önnur versta verð- launamynd Óskarssögunnar. Citizen Kane Fékk ekki Óskarinn árið 1941 eins og við var búist. Tapaði Bogart ásamt Bergman í hinni mögnuðu Casablanca. Taxi Driver Tapaði fyrir Rocky sem þótti hneyksli árið 1977. Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun www.lhi.is Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera starfandi hönnuður, hafa kennt umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa meistara- gráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr www.lhi.is Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild með stöðuheiti lektors, dósents eða prófessors. Umsækjandi skal vera starfandi arkitekt, hafa kennt umtalsvert við viðurkennda háskóla, og hafa meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu á sínu sviði, eða jafngilda þekkingu og reynslu. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars 2009. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans Óska eftir olíumálverki í fallegum litum eftir Kjarval. Tilboð óskast send á box@mbl.is merktar: ,,K - 22175". Kjarval óskast Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.