Saga - 1954, Qupperneq 31
25
Flosa verið rétt í aðalatriðum, þó að hún beri
ósvikinn keim af öðrum sögnum í íslendinga-
sögum um sæmdir þær og virðingarmerki, sem
söguhetjurnar hljóta oftast í utanferðum sín-
um. Höfundur Njálu gerir hlut Flosa jafnan
svo góðan sem kostur er, enda þótt hann hafi
staðið að brennu Njáls og Bergþóru og sona
þeirra.
í 159. kap. Njálssögu segir frá suðurgöngu
Kára Sölmundarsonar. Er Kári sagður hafa
siglt frá Hvítsborg á Skotlandi (sbr. 158. kap.)
til Normandí, þar sem hann hafi gengið á land,
en þaðan gekk hann „suðr“, sem vafalaust á að
merkja ferð til Rómaborgar. Þar fær hann
„lausn“, eins og Flosi, þó að ekki segi, að Kári
hafi tekið lausn af sjálfum páfanum, eins og
sagt var um Flosa. Kári þurfti auðvitað lausn-
ar við, eins og aðrir pílagrímar og sjálfsagt sér-
staklega vegna inna mörgu mannvíga sinna,
enda þótt þau væru unnin í hefnd eftir Njál og
venzlamenn hans. Svo segir af heimför Kára.
Fór hann aftur ina „vestri“ leið, líklega nokk-
urn veginn sömu leið sem hann fór suður, og
tekur skip sitt aftur í Normandí, enda er rakin
ferð hans, unz hann kemur aftur heim til ís-
lands.
Suðurganga þeirra Auðar, Flosa og Kára er
ráðin eftir dvöl þeirra erlendis. Auður tekur
kristna trú í Jótlandi, sem þá hafði um nokkurt
skeið verið kristið. Suðurgöngur hafa þá verið
orðnar kunnar þar. Kári og Flosi dveljast um
stund í Suðureyjum og á Skotlandi. Þau lönd
höfðu lengi kristin verið, og suðurgöngur það-
an hafa sjálfsagt verið algengar. Þar hafa þeir
mátt fá vitneskju um nauðsyn þeirra og nyt-