Saga - 1954, Page 66

Saga - 1954, Page 66
60 eftir Kristinrétti Árna biskups og lögum eftir siðaskiptin (stóradómi 1565 og fleiri lögum síð- ar) var hjúskapur og kynmök milli aðilja, sem nú eru refsilaus, algerlega lögbönnuð og vörð- uðu þungum refsingum, jafnvel dauðarefsingu eftir stóradómi. Var því venjulega ríkt eftir því gengið, að faðerni óskilgetinna barna yrði sann- prófað. Þó að siðaskiptin kæmust á, lög um frillu- lífisbrot, hórdóm og frændsemispell og sifja- spell væru mjög hert eftir siðaskiptin og breyt- ing yrði á dómsvaldi í málum þessum, þá stóðu þó ákvæði 9. kap. Kristinréttar Árna biskups um faðernismál að höfuðefni til áfram í fullu gildi. En samkvæmt þessu ákvæði var aðalregl- an sú, að sá skyldi vera faðir að barni, sem móðir lýsti föður þess. Ef hann kannaðist við samfarir við barnsmóður á getnaðartíma barns, þá var því máli venjulega þar með lokið. En ef hann synjaði, þá var það aðalreglan, að hann mátti færast undan áburði barnsmóður með lýrittareiði.1) En svo mátti vera, að konan þætti líklegri til sanninda en maðurinn, og var henni þá, að minnsta kosti stundum, veitt eiðsheim- ild. Sór konan þá faðerni upp á manninn, einn- ig með lýrittareiði.2) Samkvæmt Jónsbók Þjófab. 19 var lýrittareiði, sem nefndur var og séttareiður, svo hagað, að eiðvinnanda voru nefndir 6 menn, þrír á hvora hönd. Skyldi hann hafa þrjá af þeim og vera sjálfur inn fjórði, en tvo fangavotta svonefnda átti hann sjálfur 1) T. d. Alþb. V. 597, VI. 329 (1639, 1653). 2) T. d. Alþb. V. 467 (1660), VII. 156 (1669), 319, 411-412, 546.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.