Saga - 1954, Side 82

Saga - 1954, Side 82
76 föður sinn. Sira Einar er ekki nefndur í al- þingisbók 1679, en Eyrarannáll segir, að hann hafi hvorki já né nei sagt við faðernislýsingu Guðrúnar. Má vera, að höfundi annálsins, Magn- úsi sýslumanni Magnússyni á Eyri, hafi verið sagt svo frá heima í héraði. Návist Guðrúnar á alþingi 1679 hlýtur að hafa verið Magnúsi sýslumanni kunn, því að sjálfur var hann á þingi þetta ár.1) Annars er alveg ókunnugt um það, hvað við Guðrúnu hefur verið gert á al- þingi þá. Hefur sýslumaður „haft“ hana þang- að til þess að láta hana endurtaka þar faðernis- lýsingu sína upp á sira Einar Torfason? Eða hefur hann ætlað að láta lögréttu ákveða henni líkamsrefsingu fyrir þögn hennar og mótþróa? Eða hefur ef til vill hvort tveggja verið tilgang- urinn? Úr þessu verður ekki skorið. Þó að sira Einar Torfason væri orðinn upp- vís að hórbroti, þá mun hann ekki hafa verið dæmdur frá prestsskap, en sóknarmenn klög- uðu hann og afbáðu, eftir sögn Sighvats Borg- firðings. Út af afskiptum Magnúsar sýslu- manns Jónssonar af máli Guðrúnar sýnist hafa sletzt mjög upp á vinskap þeirra máganna Magnúsar sýslumanns Jónssonar, sem kosinn var lögmaður á alþingi 1679, og sira Einars. Eyrarannáll segir um árið 1679, að Magnús lögmaður hafi stefnt sira Einari fyrir „ótérlegt orðbragð við lögmanninn afheyrandi".2) Ekk- ert finnst um þetta í alþingisbókinni 1679, og hefur mál þetta sjálfsagt ekki verið tekið þar til meðferðar. En þetta dró þann dilk á eftir 1) Alþb. VII. 441. 2) Ann. Isl. III. 312.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.