Saga - 1954, Page 83

Saga - 1954, Page 83
77 sér, að Magnús lögmaður vildi hefta för sira Einars af landi árið 1679, svo að sira Einar gat ekki fengið vegabréf til útsiglingar.1) Sigldi hann þó vegabréfslaus á Straumfjarðarskipi. Erindið var að fá leyfi konungs til prestsskapar áfram, þó að hann væri orðinn brotlegur um hórdóm. Erindislok urðu góð að því leyti, að hann fékk konungsleyfi 5. marz 1680 til prests- skapar, en sleppa skyldi hann kalli því, sem hann hafði, er hann framdi brot sitt. Vorið 1680 kom sira Einar út. Segir í Fitjaannál, að svo hafi sira Einar vafið það mál, að hann hafi „haldið við“ Stað í Steingrímsfirði tvö ár, þar til er hann hafi fengið Stað á Reykjanesi, en þann stað fékk hann 1682 og hélt síðan. En ekki var þó með öllu lokið skiptum sira Einars og Guðrúnar Halldórsdóttur eftir að hórbrot þeirra varð uppvíst. Vorið 1680, er hann kom út, virðist hann hafa gert kaup við Guðrúnu og börn hennar fsleif og Bóthildi um 18 hundruð í jörðinni Tindum í Geiradal, sem þau áttu. Og lýsir sira Einar því kaupi á alþingi það ár.2) Sama ár selur Einar Þorleifsson Guð- rúnu móður sinni hálft fimmta hundrað í jörð- inni Tindum.3) Virðist nokkurt stapp hafa orð- ið út af kaupum sira Einars á jörð þessari. En sira Einar sýnist þó hafa klófest hana til hlítar að lokum. Um vist Guðrúnar Halldórsdóttur í Stein- grímsfirði er það að segja, að biskup kvað, í bréfi til Ragnheiðar Jónsdóttur 1680, konu sira 1) Sbr. Alþb. VII. 507. 2) Alþb. VII. 518. 3) H. Þ. s. st.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.