Saga - 1981, Page 9
TIUNDA ÞORSKASTRIÐIÐ 1975—1976
7
Fiskveiðilögsagan var færð út í 12 mílur 1958. Áttunda þorska-
stríðið skall á og beittu Bretar nú flota sínum til verndar togurun-
um. Gengið var til samninga 1961, er Bretar sáu að stutt var í að
12 mílna fiskveiðilögsaga hlyti alþjóðlega staðfestingu. Sú stað-
festing var afrakstur hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
1958 og 1960.1 Með samningunum 1961 hlutu Bretar veiðiheim-
ildir á 6 mílna ytra belti lögsögunnar í þrjú ár, en jafnframt sagði
þar: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að fram-
kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar við ísland, en mun tilkynna ríkisstjórn Bret-
lands slíka útfærslu með sex mánaða fyrirvara, og rísi ágreiningur
um slíka útfærslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið
til Alþjóðadómstólsins.“2 Þingsályktunin, sem hér var visað til,
var þess efnis, að þar sem íhlutun breska flotans væri augljóslega
ætluð til að knýja íslendinga til uppgjafar í landhelgismálum, lýsti
Alþingi yfir þvi, að íslendingar ættu ótvíræðan rétt til 12 míln-
anna og ennfremur að afla bæri viðurkenningar á rétti þjóðarinn-
ar „til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um
vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki
komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum
umhverfis landið.“3 í samningsgerðinni viðurkenndi breska
stjórnin mikilvægi fiskveiða fyrir íslendinga, en tók fram að hún
gengi til samninga án þess að afsala rétti Breta samkvæmt al-
þjóðalögum, þ.e. hún viðurkenndi ekki einhliða aðgerðir.4
Níunda þorskastríðið stóð frá hausti 1972 til hausts 1973. Var
þá barist um 50 milna fiskveiðilögsöguna. Lauk deilunni með
bráðabirgðasamkomulagi við Breta til tveggja ára um takmarkað-
ar veiðar þeirra milli 12 og 50 mílna. Níunda stríðið var einnig háð
gegn Vestur-Þjóðverjum, en þeir gengu ekki til samninga fyrr en í
nóvember 1975 (sjá 3. kafla). Fellur stríðið við þá bæði undir
níunda og tiunda þorskastríðið. í samkomulaginu við Breta fólst
1 Björn Þorsteinsson, 216—218.
2 Stjórnartíðindi. A—deild, nr. 4/11. mars 1961.
3 Alþingistíðindi D. nr. 13/1959, bls. 77.
4 Stjórnartíðindi. A—deild, nr. 4/11. mars 1961.