Saga - 1981, Page 11
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
9
ljós, hvort slíkt umframmagn verður til við ísland og hvort frið-
samlegir samningar muni nást um, að erlendir aðilar veiði þann
afla. Matvæli og orka eru eftirsóttustu gæði heimsins, og stríð eða
átök af einhverju tagi um þá hluti á komandi árum eru fjarri því
að vera óhugsandi.
Hér verður leitast við að gera nokkra grein fyrir átökum Breta
og íslendinga í tíunda þorskastríðinu 1975-1976, en þó einkum
stjórnmálalegum forsendum þeirra og afleiðingum, bæði á íslandi
og á erlendum vettvangi, og hvernig deilan leystist. Þótt átök sem
þessi kallist vart ,,stríð“, a.m.k. ekki meðal meiri styrjaldarþjóða
en íslendingar eru, er það orðin hefð að nefna þessi og fyrri átök á
íslandsmiðum ,,þorskastríð.“ Hefur nafngiftin festst í vitund
íslendinga og Breta einnig.
Átökin miðast við flotaihlutun Breta, en ekki við það að drátt-
arbátar höfðu áður verið sendir á íslandsmið. Eftir flotaíhlutunina
komu engar samningaviðræður til greina af hendi íslensku ríkis-
stjórnarinnar, a.m.k. ekki opinberar eða formlegar, en svo var
ekki, meðan dráttarbátar reyndu að hefta störf landhelgisgæsl-
unnar. Þeir voru að visu undir stjórn breska flotamálaráðuneytis-
ins, en stóðust varðskipunum ekki snúning og voru yfirleitt ekki
litnir alvarlegum augum á íslandi.
í stuttu máli verður hér reynt að svara þremur meginspurning-
um:
1. Hvaða áhrif höfðu átökin á stefnu og aðgerðir íslensku ríkis-
stjórnarinnar?
2. í hverju fólust deilur íslendinga sjálfra um átökin og samninga
við erlendar þjóðir, einkum Breta og Vestur-Þjóðverja?
3. Hvaða utanríkisstefnu beitti islenska stjórnin til þess að knýja
fram lausn að sínu skapi?
Einnig verður reynt að gera grein fyrir þróun mála og stefnum í
Bretlandi, auk þess sem fram kemur í frásögn af atburðunum
sjálfum, en sú greinargerð takmarkast af stærðarmörkum þess-
arar ritgerðar.
Heimildir um þetta efni eru fremur fábreyttar, enda skammt
um liðið síðan atburðir þessir gerðust og ýmis skjöl eru ekki að-
gengileg enn sem komið er. Að mestu er stuðst við frásagnir dag-