Saga - 1981, Page 12
10
ALBERT JÓNSSON
blaða og Alþingistíðindi. Svipuðu máli gegnir um heimildir fyrir
stefnumótun í Bretlandi og aðrar upplýsingar þaðan. Þrjú
dagblöð túlkuðu skýrast afstöðu og stefnu stjórnar og stjórnar-
andstöðu á íslandi, þ.e. Morgunblaðið, Tíminn og Þjóðviljinn.
Morgunblaðið er ekki yfirlýst málgagn stjórnmálaflokks, en með
samanburði á túlkun þess og málflutningi ráðherra og þingmanna
Sjálfstæðisflokksins kemur skýr samsvörun í ljós, og er það
enginn nýr sannleikur. Þjóðviljinn er ekki yfirlýst málgagn
flokks, heldur ákveðinnar stéttar og málstaðar. Um það blað
gildir þó hið sama og Morgunblaðið, og er því litið á Þjóðviljann
sem málgagn Alþýðubandalagsins. Tíminn er útgefinn af Fram-
sóknarflokknum. Hvað viðvikur afstöðu Alþýðuflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna, er fyrst og fremst stuðst
við ræður þingmanna þessara flokka á Alþingi. Þarf ekki að fjöl-
yrða um það hér, að dagblöð, einkum ofangreind málgögn, hafa
augljósa galla sem heimildir, bæði um stefnu og einstakar fréttir,
en við þessu er lítið annað að gera en gæta sín á þeim eftir efnum
og ástæðum. Sama á við allar ræður og yfirlýsingar stjórnmála-
manna almennt.
Um þetta þorskastríð er fjallað aðeins í einni bók, Tíu þorska-
stríð 1415-1976 eftir dr. Björn Þorsteinsson. Fjallar hún einkum um
fyrri hluta tímabilsins og fram undir lok 19. aldar, þ.e. þá tíma
sem Björn hefur rannsakað mest, en í henni er þó stutt yfirlit yfir
helstu atburði tíunda þorskastríðsins 1975-1976. Þar er m.a.
einkar gagnleg tafla yfir viraklippingar og ásiglingar. Auk þessa
framlags Björns vakti hann áhuga höfundar þeirrar ritgerðar, sem
hér birtist, á mikilvægi hafréttarmála í sögu íslands og á hann
þess vegna sinn þátt i, að þessi ritsmíð er til orðin.
2. Aðdragandi átakanna
Þar til breska stjórnin gekk til samninga við íslendinga undir
maílok 1976, leit hún á deiluna við þá sem tvíhliða vandamál, er
ekki bæri að tengja við þróun hafréttarmála á alþjóðavettvangi.
Á fundum hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1974 lýsti
breski fulltrúinn yfir því, að stjórn sín væri hlynnt 200 mílna