Saga - 1981, Page 13
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
11
efnahagslögsögu með þeim fyrirvara, að strandríki hlytu ekki full-
komið yfirráðavald innan hennar. Bretar mundu viðurkenna slíka
lögsögu, þegar og ef hún grundvallaðist á alþjóðasáttmála.1
Breskir ráðherrar lýstu margsinnis ýfir því síðar, að hvorki kæmi
til greina, að Bretar færðu einhliða út fyrir 12 mílur, né sam-
þykktu slíkar aðgerðir annarra.2 í júlí 1974 gaf Alþjóðadómstóll-
inn út endanlegan úrskurð í deilu Breta og Vestur-Þjóðverja við
íslendinga frá árinu 1972. Hann hafnaði rétti íslendinga til
einhliða aðgerða utan 12 mílna. Breska stjórnin kvað það nú bæði
ljóst og rétt, að þegar samningurinn frá 1973 rynni út, bæri ein-
faldlega að endurnýja hann, án þess að almennur lagalegur réttur
Breta yrði skertur.3 4
Þótt stjórnin hefði verið reiðubúin til einhliða útfærslu, en fyrir
því var stuðningur margra aðila í breskum sjávarútvegi, einkum
þeirra sem veiddu nálægt ströndum Bretlands, þá var henni það
ekki fært vegna skuldbindinga við bandamenn sína í
Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE). Samkvæmt þeim skyldu öll
ríki bandalagsins færa út i sameiningu og þá einungis að fyrir lægi
hafréttarsáttmáli, sem hlotið hefði tilskilinn meirihluta aðildar-
rikja Sameinuðu þjóðanna. Sá hluti breskrar útgerðar, sem sótti á
fjarlæg mið s.s. við ísland og Noreg, var andvígur einhliða
útfærslu gagnvart EBE. Þessir aðilar töldu hins vegar, að stjórnin
ætti að þrýsta á um einhliða útfærslu á lögsögu bandalagsríkj-
anna allra og endurskoðun á fiskveiðistefnu þeirra, þannig að
innan hinnar sameiginlegu 200 mílna fiskveiðilögsögu fengju
Bretar eigin lögsögu allt að 100 mílum/
Þau vandamál sem hrjáðu breskan sjávarútveg árið 1975 voru
1 884 House of Commons Debate (hér eftir HC Deb), 1974 23 January 1975.
2 Sjá m.a. 894 HC Deb., 1039—40, 30 June 1975 og 897 HC Deb., 480, 6 August
1975.
3 878 HC Deb., 83—84, 29 July 1974 (Written Answers).
4 Sjá m.a. The White Fish Authority. Annual Report and Accounts for the Year
Ending 31st March 1975, HC 356—III. The Fishing Industry: A Question oj
Survival. A Memorandum Submitted by the Grimsby Borough Council (T6).
(dagsett 13. október 1975) og HC 356. The History of the EEC Common Fis-
heries Policy. Appendix I to Minutes of Evidence.