Saga - 1981, Blaðsíða 14
12
ALBERT JÓNSSON
almennir efnahagsörðugleikar, sem stöfuðu af lágu fiskverði sam-
fara ört hækkandi reksturskostnaði, ofnýtingu fiskstofna og
óvissu í fiskveiðilögsögumálum, bæði hvað varðaði áðurnefnda
fiskveiðistefnu EBE og aðgang að miðum annarra ríkja. Um leið
og almennt var álitið, að verulegar breytingar á eðli bresks sjávar-
útvegs væru óumflýjanlegar í framtíðinni vegna þróunar haf-
réttarmála, var talið nauðsynlegt að fá aðlögunartíma, svo að
breytingarnar gætu farið skipulega fram, en ella væri hætta á
varanlegum samdrætti í fiskiskipastólnum.1 Yrði látið undan
kröfum íslendinga væri um tvennt að ræða, annarsvegar að
leggja þeim togurum, sem veiddu á íslandsmiðum, eða auka sókn-
ina í fiskstofna heima fyrir, sem þegar voru ofnýttir. í báðum til-
vikum yrði hraðað þeim samdrætti, sem forðast átti. Áframhald-
andi fiskveiðar við ísland áttu að kaupa Bretum a.m.k. hluta þess
aðlögunartíma, er þurfti, þar til hafréttarsáttmáli væri fyrir
hendi, lögsaga EBE væri færð út, Bretum veitt sérréttindi innan
hennar, sem nota mætti til gagnkvæmra samninga við aðra, fisk-
stofnar væru farnir að rétta við og nýir fundnir og endurbygging
skipastólsins vegna breyttra aðstæðna væri á veg komin. Besta
dæmið um það, hvernig breska stjórnin tengdi deiluna við íslend-
inga 1975-1976 við þessar þarfir og ástand breska sjávarútvegsins,
er frá febrúar 1976, þegar ríkisstjórn íslands hafði hafnað tillög-
um þeirrar fyrrnefndu til lausnar deilunni. Þá sagði James Callag-
han utanrikisráðherra að þrátt fyrir þær breytingar, sem nú ættu
sér stað í hafréttarmálum, yrðu einhliða aðgerðir ekki þolaðar og
bætti við, að Bretar þyrftu ,,á öllum þeim tíma að halda, sem við
getum fengið. Það vandamál sem blasir við sjávarútvegsráðherra
(Fred Peart) er að tryggja framtíð sjávarútvegsins.“2
í janúar 1975 sýndu Bretar hug sinn í verki, ásamt Vestur-Þjóð-
verjum og Frökkum, er þessi riki þvinguðu norsku stjórnina
til undanhalds í landhelgismálum. Deila varð milli þessara aðila
um þá ákvörðun Norðmanna haustið áður að friða þrjú tiltekin
1 887 HC Deb., 206, 27 February 1975 og 894 HC Deb., 1032, 30 June 1975.
2 London Press Service. Late Section (Regional). 3rd February 1976. ltem.
Statement by Mr Callaghan on Icelandic Reply Over Fishing Dispute.