Saga - 1981, Page 18
16
ALBERT JÓNSSON
eiga greiða leið að mörkuðum annarra þjóða og koma þyrfti
í veg fyrir tollmúra og aðrar viðskiptahömlur, ef efnahags-
lífið ætti ekki að bíða tjón af;
4) ósveigjanleg stefna gagnvart viðræðum við aðrar þjóðir
mundi veita þeim öflum stuðning, sem takmarka vildu rétt
strandríkisins á hafréttarráðstefnunni;
5) íslendingar ættu hagsmuna að gæta innan 200 mílna hjá
öðrum þjóðum.
„Markmið okkar í viðræðum við aðra verður auðvitað aö tak-
marka sem mest veiðar þeirra við ísland,... leggja áherslu á gagn-
kvæmi og við megum ekki sætta okkur við einhliða óskir annarra
ríkja. Þau verða að vera tilbúin að láta eitthvað á móti eigi samn-
ingar að takast.“1
Viðurkennt var, að á þessu stigi skiptu tollívilnanir litlu máli,
þar sem um litlar fjárhæðir væri að ræða, en þetta var sjónarmið
stjórnarandstæðinga. Þá var fjallað um stöðuna og sagt, að fram-
koma Vestur-Þjóðverja og Breta undanfarið benti ekki til þess
að samningar tækjust. Það kæmi væntanlega í ljós á Londonar-
fundunum, hvort um væri að ræða fastmótaða stefnu frá hendi
Breta eða hvort þeir væru fáanlegir til að slá af kröfum sínum.
Aflamagn þeirra, 140 þús. tonn, yrði að stórminnka, skipum
þeirra að fækka, breyta þyrfti svæðaskiptingu og veiðitíma og
þeir yrðu að halda sig miklu fjær landi en verið hefði síðastliðin 2
ár. Að lokum sagði, að umheiminum yrði að vera ljóst, að það
hefði ekki verið sakir skorts á samningsvilja íslendinga ef til átaka
kæmi.
Hér hafði allskýr stefna verið mörkuð. Spurningin var, hvort
útlendingar veiddu meira samningsbundið eða í óleyfi íslendinga,
og hvort tollfríðindi, veiðiheimildir á erlendum miðum og hag-
stæðari byr á alþjóðavettvangi fengjust, ef íslendingar semdu eða
reyndu a.m.k. að semja. Allt yrði þetta þó að gerast innan þess
ramma, að lokamarki yrði náð, einungis yrði samið til skamms
tíma og samningarnir yrðu að fela í sér sem mestar aflatakmark-
anir. Jafnframt var látin í Ijós svartsýni á að samningar tækjust.
1 Mbl. 12. október 1975. Bls. 24-25, d. 5-1.