Saga - 1981, Page 20
18
ALBERT JONSSON
um „til að gera útlendingum ómögulegt að stunda veiðar við
landið.“1 — Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur kvaðst Ól-
afur Jóhannesson viðskipta- og dómsmálaráðherra ekki telja líkur
á samkomulagi fyrir 13. nóvember. Bretar hefðu komið hingað
(þ.e. á fundinn 11. september) ,,með þær hugmyndir, að því er
virtist, að þeir gætu haldið áfram (að veiða) í nokkurn veginn
sama dúr og áður.“2
Ekki var samningavænlegri tón að finna hjá Bretum. Hinn 4.
október sagði Anthony Crosland umhverfismálaráðherra á
borgarafundi í kjördæmi sínu, Grimsby, ,,að breskir sjómenn
ættu skv. alþjóðalögum skýlausan rétt að veiða upp að 12 mílum
við íslandsstrendur, ef ekki verði búið að ganga frá nýjum
fiskveiðisamningi milli íslands og Bretlands fyrir miðjan nóv-
ember.“3 Ennfremur sagði ráðherrann, að breskir sjómenn
yrðu og mundu veiða innan 50 mílna við ísland, ættu þar rétt á
sanngjörnum aflakvóta á miðum, sem þeir hefðu helgað sér með
500 ára veiðum, og breska stjórnin væri staðráðin i að tryggja
breskum sjómönnum þann rétt. Breska utanríkisráðuneytið
staðfesti þessi ummæli sem stefnu ríkisstjórnarinnar.4
Það fór því ekki á milli mála, hvert stefndi, og íslenskir ráðherr-
ar sögðu, að samkomulag væri orðið ólíklegt, eins og ræða Cros-
lands sýndi.5 Hins vegar sagði Þjóðviljinn, og benti máli sínu til
stuðnings á það, sem blaðið nefndi svik viðreisnarstjórnarinnar
1961 og vilja Sjálfstæðisflokksins til að leggja 50 mílurnar fyrir
Alþjóðadómstólinn í Haag, að augljóst væri, að Geir og Matthías
vildu semja um veiðar innan 50 milna.6 Mundu þeir ekki falla frá
þeirri ætlan sinni, nema þeir yrðu hræddari við þjóðina en
' Mbl. 15. október 1975. Bls. 11, d.4.
2 Tíminn 2. október 1975. Bls. 16, d.5.
3 Grimsby Evening Telegraph 4. október 1975.
4 Ibid.
5 Mbl. 5. október 1975.
6 Þetta er rétt að því leyti, að ríkisstjórnin vildi semja og slíkt hlaut að fela í sér
afla innan 50 mílna.