Saga - 1981, Page 22
20
ALBERT JÓNSSON
stjórnina með sífelldum tilvísunum í skýrsluna. Þegar viðræður
hófust við Breta í London 23. október, skýrði Einar Ágústsson
Hattersley frá því, að skýrslan hefði gerbreytt viðræðugrund-
vellinum.
Það er skemmst frá að segja, að viðræðurnar í London báru
engan árangur, og Einar Ágústsson utanríkisráðherra sagði, að ís-
lendingar mundu með öllum tiltækum ráðum reyna að verja 200
mílurnar, eftir að samningurinn rynni út 13. nóvember.2 í viðtali
við Morgunblaðið sagði hann, að íslenska viðræðunefndin hefði
ekki lagt fram neitt tilboð. Hins vegar hefði verið rætt um tölur,
en hann gæti ekki farið út í þá sálma.3 Hattersley sagði, að yrðu
viðræður í gangi, er samningurinn rynni út, ætti hann að gilda
áfram, þar til nýr yrði gerður. Þessu neitaði Einar með öllu,4 sbr.
yfirlýsinguna hér að ofan. Bresku blöðin spáðu nú nýju þorska-
stríði
í viðtali við Tímann sagði utanríkisráðherra, að rætt hefði verið
,,um hugsanlegar veiðiheimildir og reynt að þreifa fyrir sér um
hve langt þyrfti að ganga til að fá Breta til að viðurkenna 200
mílna fiskveiðilögsögu íslands.1*5 Ennfremur væri það krafa ís-
lendinga, að EBE léti af tollþvingunum sínum. Ráðherra ítrekaði
fyrri yfirlýsingar um, að ekki gæti orðið um miklar veiðiheimildir
að ræða vegna ástands fiskstofnanna. í forystugrein Timans
þennan dag var talið fullvíst, að ekki yrði afstýrt nýju þorska-
stríði. í forystugrein Þjóðviljans sagði hins vegar: „íslenska
ríkisstjórnin er komin á bólakaf í samninga við bæði Breta og
Þjóðverja um veiðar innan 50 mílna.“6
Fyrir viðræðurnar í London hittust íslenskir og breskir fiski-
fræðingar í Reykjavík dagana 5.—7. nóvember til að ræða Svörtu
skýrsluna. Þeir urðu sammála um að veruleg sóknaraukning hefði
orðið í þorskstofninn, og gengið var út frá því sem vísu, að hluti
1 905 HC Deb., 1517, 19 February 1976.
s Mbl. 25. október 1975.
3 lbid.
4 Ibid.
5 Tíminn 28. október 1975. Bls. 3, d.3.
6 Þjóðviljinn 30. október 1975. (Forystugrein).