Saga - 1981, Page 23
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
21
smáfisks hefði farið vaxandi í aflanum. Voru þeir og á einu máli
um, að þetta væri mjög óæskileg þróun. Viðræðurnar strönduðu
hins vegar á því, að hvaða marki nauðsynlegt væri að draga úr
sókninni. Bresku fiskifræðingarnir efuðust m.a. um réttmæti
seiðarannsókna íslendinga, og töldu Bretar þá of svartsýna.1
Það sem næst gerðist markvert var, að 11. nóvember staðfesti
breska landvarnaráðuneytið, að áætlanir hefðu verið gerðar um
að senda herskip á vettvang, yrðu togarar áreittir. Ennfremur
yrðu tvö birgðaskip við ísland, er samningurinn rynni út. Þá voru
þrír dráttarbátar leigðir, en tilkynnt, að þeir yrðu ekki sendir að
svo stöddu vegna fyrirhugaðra viðræðna Hattersleys við íslenska
ráðamenn. Hafði breska stjórnin óskað eftir þeim viðræðum.2
Hinn 15. nóvember komu Hattersley og aðstoðarmenn hans til
Reykjavikur. Sama dag átti fyrsta togvíraklippingin sér stað, er
varðskipið Þór klippti á báða togvíra Primellu H—98 á Halamið-
um. Einnig klippti Týr á forvír Boston Marauder FD—168 á
Hvalbakssvæðinu. Hattersley mótmælti þessum aðgerðum við
Einar Ágústsson og taldi fyrir neðan allar hellur, að bandalagsríki
í NATO stæði fyrir slíkum óspektum.3
Báðir aðilar lögðu nú fram formleg tilboð. Þegar bresku sér-
fræðingarnir héldu heimleiðis fyrr í mánuðinum, höfðu þeir með-
ferðist óformlegt tilboð frá íslensku ríkisstjórninni um samninga
til eins árs byggða á 65.000 tonna aflamagni gegn viðurkenningu á
200 mílna lögsögunni og gildistöku bókunar 6 um tollívilnanirnar
í EBE-ríkjunum.4 Hattersley lagði fram gagntilboð í Reykjavík,
1 The Fishery Limits off lceland, bls. 60-62.
2 Mbl. 12. nóvember 1975.
3 Ibid 18. nóvember 1975.
4 Því var haldið leyndu af báðum aðilum, að tilboð var sett fram á þessum
tíma, þar til Þórarinn Þórarinsson, sem var í íslensku viðræðunefndinni (auk
þess var hann formaður utanrikismálanefndar, þingmaður Framsóknar-
flokksins og ritstjóri Tímans), upplýsti þetta i Tímanum 18. nóvember. Þann
dag gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þessi vinnbrögð á Alþingi
°g viðurkenndi forsætisráðherra ekki, að óformlegt tilboð upp á tonn hafi
verið lagt fram (Alþingistíðindi 1975. B., bls. 581). Hinn 20. nóvember tjáði
Hattersley breska þinginu, að ríkisstjórn íslands hefði lagt fram 65.000
tonna tilboð í sérfræðingaviðræðunum, sem varð hvati að gagntilboði Breta