Saga - 1981, Page 24
22
ALBERT JÓNSSON
sem í aðalatriðum fól í sér 110.000 tonna ársafla og að Bretar
mundu reyna að fá því framgengt að bókun 6 tæki gildi.* 1 Tilboðið
fól ekki í sér viðurkenningu á 200 mílunum og í því virðist ekki
hafa verið minnst á, hve lengi samningarnir ættu að gilda.
Hattersley kvaðst hafa verið reiðubúinn til að lækka aflakröfuna,
ef íslendingar hækkuðu sig frá 65.000 tonna tilboðinu. Honum
var sagt, að um lokatilboð væri að ræða.2 Það var síðan dregið til
baka eftir flotaíhlutunina.3
Hattersley og aðstoðarmenn hans fóru frá íslandi í fússi úr
miðju hádegisverðarboði íslensku nefndarinnar, eftir að þeir
fréttu af nýjum tilraunum til togvíraklippinga á miðunum. Hinn
18. nóvember var sett löndunarbann á íslensk veiðiskip í Bret-
landi. Þann dag sagði forsætisráðherra, að Hattersleynefndin
hefði sýnt óbilgirni og nú yrði allt kapp lagt á að verja
landhelgina, þar eð útséð væri um samninga að sinni.4
Hinn 20. nóvember svaraði Hattersley kröfum á breska þinginu
um herskipavernd á þá lund, að gefa yrði dráttarbátunum tæki-
færi til að sýna getu sina, en þeir reyndu þessa dagana að hefta
störf Landhelgisgæslunnar. Flotavernd yrði veitt reyndist hún
nauðsynleg, en forðast yrði að átökin hörðnuðu til þess að úti-
loka ekki áframhaldandi viðræður við íslendinga.5
Krafan um herskipavernd kom til af því, að skipstjórar bresku
togaranna þreyttust fljótt á gagnsleysi dráttarbátanna við að
koma í veg fyrir áreitni varðskipanna.6 En einnig var um fleiri
(901 HC Deb., 172, 20. November 1975). í viðtali við Mbl. 18. nóvember
staðfesti Einar Ágústsson, að skilyrðin fyrir 65.000 tonna tilboðinu, sem þá
var formlegt, væru þau sem Þórarinn greindi frá, að sett hefðu verið í sér-
ræðiviðræðunum.
1 Bretar gátu ekki lofað gildistöku bókunar 6, án þess að íslendingar semdu
við Þjóðverja einnig, en samþykki allra EBE-ríkjanna þurfti til að tollíviln-
anirnar tækju gildi.
2 901 HC Deb., 172, 20 Nóvember 1975.
3 Alþingistíðindi 1975. B. (hér eftir aðeins nefnd Alþingistíðindi) bls. 727-728.
4 Mbl. 19. nóvember 1975.
5 901 HC Deb., 174-175, 20 November 1975.
6 Á tímabilinu 13.-25. nóvember klipptu varðskip á vörpu 7 togara, þar af á
báða vira hjá 4 þeirra (Björn Þorsteinsson, bls. 230-231).