Saga - 1981, Page 25
TÍUNDA ÞORSKASTRIÐIÐ 1975—1976
23
ástæður að ræða: „Þannig hefst sú gamla saga, sem kunn er úr
fyrri þorskastríðum,“ sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Land-
helgisgæslunnar í viðtali við Morgunblaðið, ,,að brezkir togara-
sjómenn vilja ekki láta aðstoðarskipin ráða því hvar þeir eigi að
veiða.“1 Ganghraði dráttarbátanna félli niður í 5 mílur um leið og
eitthvað yrði að veðri, og togararnir yrðu að hífa strax og varð-
skip sæist.2
Hinn 19. nóvember tilkynntu togaraskipstjórarnir bresku
stjórninni, að þeir mundu yfirgefa miðin innan þriggja daga
fengju þeir ekki herskipavernd. Þeir voru beðnir að bíða enn um
sinn, gefa verndarskipunum tækifæri og hlýða fyrirmælum
þeirra. Einum dráttarbáti var bætt við og Nimrod-þotur (sér-
staklega útbúnar könnunar- og leitarflugvélar frá breska sjóhern-
um) hófu eftirlitsflug á miðunum til aðstoðar verndarskipunum.
Leituðu þær varðskipin uppi og tilkynntu um ferðir þeirra. Samt
kom það sífellt betur í ljós á næstu dögum, að verndarskipin gátu
ekki komið í veg fyrir, að varðskipin héldu togurunum frá veið-
um. Hinn 24 nóvember héldu 20 togarar út fyrir 200 mílur, en
hinir biðu átekta.3 Daginn eftir var fyrsta herskipið sent á vett-
vang. Áður gerði breska stjórnin árangurslausa tilraun til að fá
íslendinga að samningaborðinu og sendi Einari skeyti, þar sem
fyrri yfirlýsingar um vilja til að sýna sveigjanleika voru ítrekaðar.
Ekki var minnst á viðurkenningu á 200 mílunum. Opinber réttlæt-
ing flotaíhlutunarinnar var, að hún væri eini valkosturinn, þar
sem íslendingar neituðu viðræðum og að hætta áreitni við togar-
ana.4
í viðræðunum í nóvember sagði Hattersley, að Bretar mundu
veiða jafnmikið í blóra við landhelgisgæsluna og þeir hefðu ætlað
að fá með samningum.5 Þetta var álitin forsenda þess, úr því sem
komið var, að fá íslendinga aftur að samningaborðinu og til að
1 Mbl. 20. nóvember 1975. Bls. 36, d.l.
2 lbid.
3 Ibid 25. nóvember 1975.
4 London Press Service. Verbalim Serviee 223/75. 25th November. 1975 lce-
land-Fishing Dispute Statement.
5 902 HC Deb., 826, 12 December 1975.