Saga - 1981, Side 34
32
ALBERT JÓNSSON
að hafa áhrif á mat Framsóknarflokksins á almenningsálitinu,
þótt hann stæði ávallt með samkomulaginu.
Telja má víst, að samningar við Breta, sem fælu t.d. í sér, þó
ekki væri meira en 65.000 tonna tilboðið, giltu lengur en í nokkra
mánuði og innihéldu ekki skýlausa viðurkenningu Breta á fullum
yfirráðum íslendinga á 200 mílna lögsögunni, hefðu orðið mjög
óvinsælir, þ. á m. innan stjórnarflokkanna. Þótt ríkisstjórnin
stæði enn við það markmið að semja við Breta, var svigrúm til
samninga, sem þeir síðarnefndu gátu sætt sig við, orðið nánast
ekkert.
Erfitt er að meta þá röksemdafærslu, að betur tækist að eiga við
Breta vegna þessa samkomulags. Þó verður að ætla, að það hefði
orðið erfiðara að fást við bæði Breta og Vestur-Þjóðverja í senn,
m.a. vegna sóknaraukningar Breta, en hún var ein af ástæðum
þess, að þeim tókst að auka afla sinn undir herskipavernd, þótt
varðskipin kappkostuðu að hindra veiðar.
Með samningunum við Þjóðverja og Belga hafði samstaða
EBE-ríkjanna gegn íslendingum rofnað, og má ætla að þeim,
einkum Þjóðverjum, hafi verið mikið í mun að þrýsta á Breta
bæði innan EBE og NATO, sem þeir og gerðu, svo að hinn nýi
tveggja ára samningur héldist óskertur. Hins vegar mátti ljóst
vera, eins og síðar kom á daginn (sjá 6. kafla, bls. 75-76), að
Vestur-Þjóðverjar gátu ekki fengið fram gildistöku bókunar 6 í
andstöðu við Breta. Hve miklu íslendingar áttu að fórna til að
einangra Breta á miðunum og innan EBE er umdeilanlegt og fæst
ekki svar við því hér.1
1 Með því að rjúfa samstöðu EBE-ríkjanna var hugsanlega komið í veg fyrir
víðtækari refsiaðgerðir af hendi bandalagsins en hvað varðaði gildistöku
bókunar 6, þótt ekkert bendi beinlínis til þess í aðgengilegum heimildum, að
slíku hafi verið hótað. í deilu Norðmanna og EBE fyrr á árinu var þeim
fyrrnefndu gefið í skyn, að um víðtækar refsiaðgerðir á viðskiptasviðinu
gæti orðið að ræða, og má telja ólíklegt, að íslendingum hafi ekki verið
ætluð svipuð meðferð. Hinn 12. desember 1975 varaði Hattersley við því á
breska þinginu, að menn byndu of miklar vonir við „íhlutun" EBE í deiluna
við íslendinga, þar sem Bretar hefðu einangrast innan bandalagsins í málinu