Saga - 1981, Page 35
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
33
4. Átökin frá 25. nóvember 1975 til 20. janúar 1976
Hinn 25. nóvember kom fyrsta breska freigátan á vettvang og
fjórum dögum síðar bættust tvær við. Allar voru þær að
sjálfsögðu vel vopnum búnar, eins og bryndreka er siður, auk
byrla og sérþjálfaðra uppgöngusveita. Áttu þær m.a. að gera
Bretum kleift að ná aftur togara, er landhelgisgæslan kynni að ná
a sitt vald. Auk stærðarmunar, miðað við varðskipin, höfðu frei-
gaturnar meiri ganghraða eða 30 mílur á móti 20 hjá varðskipun-
um.1 Það átti hins vegar eftir að koma í ljós sem kunnugt var úr
fyrri átökum, að varðskipin voru liprari og að því leyti oft snarari
1 snúningum, þegar mikið lá við.
Flotaihlutuninni var almennt fagnað af Bretum, sem álitu
margir að íslendingar væru líklegir til allra illra verka. Sem dæmi
Þess má nefna, að þingmaður frá Hull lét svo um mælt, að margar
sjomannafjölskyldur „myndu nú sofa rólegar en áður,“2 þ.e.
aÞyggjulausari um líðan ástvina sinna. Roy Hattersley sagði, að
veruleg hætta hafi stafað af „glæfralegri sjómennsku“ íslensku
skipherranna og bætti við, að þorskur virtist hafa „dulrænt mikil-
vægi“ á Islandi. Bretar yrðu að biða þess, að raunsæi tæki við af
beirri ,,andatrú“, sem íslendingar hefðu í landhelgismálum.3
Viðbrögð á íslandi skiptust mjög eftir flokkum, hvað varðaði
hllögur um mótaðgerðir, en ríkisstjórnin sendi þeirri bresku form-
*eg mótmæli. Þar sagði m.a. að flotaíhlutunin samræmdist ekki
(902 HC deb., 827-828, 12 December 1975). HBE hafði án árangurs neitað ís-
lendingum um gildistöku bókunar 6 allt frá árinu 1972 og má ætla, að hér og
t öðrum yfirlýsingum breskra ráðamanna um hagsmuni íslendinga í EBE,
hafi verið átt við harkalegri aðgerðir. Eitt er vist, að bandalagsríkin höfðu úr
°tal leiðum að velja, stæðu þau saman. Hafi verið um þennan möguleika að
ræða, verða samningarnir við Vestur-Þjóðverja skiljanlegri en á grundvelli
hinnar opinberu réttlætingar á íslandi. Hér er á þessu stigi einungis um get-
gatu að ræða og þessi möguleiki því ekki hafður í meginmáli ritgerðarinnar.
Mbl. 30. nóvember 1975.
J (bid, 26. nóvember 1975. Bls. 11, d.l.
3 Ibid.