Saga - 1981, Page 36
34
ALBERT JÓNSSON
aðild þjóðanna að NATO og hún hindraði, að frekari samninga-
viðræður kæmu til greina. Ennfremur var breskum herflugvélum
bannað allt flug innan islenskrar lofthelgi (4 sjómílur frá grunn-
línum) og lendingarleyfi fyrir þær fengjust ekki, nema um neyðar-
tilvik væri að ræða. Lenti herflugvél af þeim ástæðum á íslensk-
um flugvelli, yrði hún kyrrsett.1 Stefna flokka og ríkisstjórnar
skýrðist strax. Forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið
26. nóvember, að hann teldi eðlilegt, að málið yrði tekið fyrir á
vettvangi NATO. Lúðvík Jósepsson lagði til á Alþingi 25. nóvem-
ber, að sendiherra íslands í London yrði kvaddur heim og sendi-
ráðinu þar lokað, Bretum yrði hótað slitum á stjórnmála-
sambandi og til greina kæmi að loka herstöðinni í Keflavík ,,og
gera NATO ljóst að íslendingar geta ekki verið í þeim samtökum
þar sem einn bandalagsaðilinn sendi her á hendur okkur.“2 Hann
spurði siðan, hvað rikisstjórnin hygðist gera. Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra svaraði því til, að hann teldi ekki rétt að svo
stöddu að greina nánar frá þeim ráðstöfunum, sem í athugun
væru.3 Hvatti hann íslendinga til að sýna samstöðu. íhuga þyrfti
vandlega hvert skref, sem stigið væri. „Slík íhugun er ekki veik-
leikamerki. Hún er styrkleikamerki. Allar aðgerðir okkar skulu
vera gerðar að vel yfirlögðu ráði, þannig að þær nái tilgangi sín-
um og færi okkur sigurinn: yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum.“4
Þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins tóku ekki þátt í
þessum umræðum, en afstaða flokksins kom fram á öðrum vett-
vangi.
Þann 20. nóvember, fimm dögum fyrir flotaíhlutunina, sagði í
pistlinum Á viðavangi í Tímanum, að þorskastríð væri yfirvof-
andi. Ekki væri óeðlilegt, að menn spyrðu hvers virði það væri að
vera í bandalagi með þjóðum, sem sendu herskip á hendur banda-
mönnum sínum. Enginn vafi væri á því að meirihluti þjóðarinnar
væri hlynntur vestrænu samstarfi, en flotaíhlutun „myndi hins
1 Mbl. 26. nóvember 1975.
2 Alþingistíðindi, bls. 657.
3 lbid, bls. 658.
4 Ibid, bls. 659.