Saga - 1981, Page 37
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
35
vegar óhjákvæmilega hafa það í för með sér, að ýmsir skoðuðu
hug sinn betur gagnvart bandalaginu.“1 Það væri eins gott fyrir
ráðamenn NATO „að átta sig á, að því verður ekki tekið með
þegjandi þögninni, að ein af aðildarþjóðum bandalagsins vegi að
lífshagsmunum minnstu aðildarþjóðarinnar.“2 Blaðið birti viðtal
við Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra (og þar með yfirmann
Landhelgisgæslunnar) hinn 26. nóvember. Þar tók hann í mjög
svipaðan streng og gert var í greininni hér á undan og sagði, að
flotaíhlutunin mundi hafa slæm áhrif á afstöðu manna til NATO.
Einar Ágústsson tók harðari afstöðu. Á blaðamannafundi, sem
hann hélt 28. nóvember með erlendum blaðamönnum í Reykja-
vik, sagði hann, að til greina gæti komið að kalla sendiherrann
heim, slíta stjórnmálasambandinu og segja íslendinga úr NATO.
Tók hann fram, að þetta væru eingöngu sínar eigin hugmyndir, en
endurspegluðu ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðspurður sagði
hann, að það færi eftir ástandinu á miðunum, hvort hann sækti
utanríkisráðherrafund NATO 10. desember. Ennfremur kom
fram að norska stjórnin hafði boðist til að reyna málamiðlun.3
Þessi ummæli utanríkisráðherra eru vægast sagt merkileg og
stangast á við yfirlýsingu forsætisráðherra um, að eðlilegt væri að
málið yrði tekið fyrir á vettvangi NATO og að sýna yrði varfærni.
Ekki fer heldur milli mála, að stjórnarflokkarnir voru þegar
orðnir ósammála í þessu efni, ef þeir höfðu þá nokkurn tíma verið
sammála. Eftirfarandi er úr ályktun flokksráðs Sjálfstæðisflokks-
ms. „Flokksráð sjálfstæðismanna leggur áherzlu á nauðsyn þess
að tryggja öryggi landsins með aðild að varnarsamtökum
vestrænna þjóða... nýta beri Atlantshafsbandalagið sem vettvang
íh þess að skýra málstað íslands ... Afstaðan til varnarsamstarfs-
ins og varnarstöðvanna hlýtur að mótast af öryggishagsmunum
landsins á hverjum tíma.“4 í forystugrein Morgunblaðsins daginn
effir sagði m.a.: ,,Þessi ályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðis-
1 Tíminn 20. nóvember t975. Bls. 5, d.2.
2 Ibid.
3 Mbl. 29. nóvember 1975.
4 Ibid 2. desember 1975. Bls. 2, d.4-5.