Saga - 1981, Page 38
36
ALBERT JÓNSSON
flokksins er vissulega tímabær.... (Þegar flotaíhlutunin hefur
valdið því að komið hafa fram) raddir um að við eigum að tengja
saman aðild okkar að Atlantshafsbandaiaginu, dvöl varnarliðsins
hér á landi og landhelgisdeilu okkar við Breta á þann veg að hafa í
hótunum.“1 Síðan sagði, að íslendingar hefðu ekki gengið í
NATO í greiðaskyni við aðrar þjóðir, heldur fyrir sig sjálfa. Af-
staðan var sem sagt sú, að í stað hótana í garð NATO ætti að
reyna að njóta góðs af þátttökunni í því, nota það sem vettvang til
að útskýra málstað okkar og fá skilning á honum án hótana. En
Þórarinn Þórarinsson var ekki á sama máli í forystugrein Tímans
hinn 5. desember:2 „Fyrir liggur samþykkt frá þingflokki
Framsóknarflokksins, sem gerð var á Hallormsstað 1973. Þar
segir að ásigling á íslenskt varðskip muni varða stjórnmálaslitum
við Stóra-Bretland. Ef slíkir atburðir gerast (nú) mun aðild okkar
að NATO og varnarsamningurinn dragast inn í myndina. Jafnvel
þótt ríkisstjórnin hreyfi því ekki af fyrra bragði, getur
almenningsálitið átt eftir að krefjast þess.“
Á miðunum dró brátt til tíðinda. Þrátt fyrir vernd herskipa og
dráttarbáta tókst varðskipunum að skera á togvíra breskra
togara og trufla þá á annan hátt við veiðarnar.3 Var þess ekki
langt að bíða að reynt yrði að gera eitt varðskipanna óvígt. —
Hinn 11. desember, er Þór sem hafði klippt þrisvar á togvira frá
25. nóvember, var á leið út úr Seyðisfirði, biðu dráttarbátarnir
Loydsman og Star Aquarius í fjarðarmynninu norðanverðu, en sá
þriðji, Star Polaris, var sunnan megin. Star Aquarius sigldi af
stað, en Loydsman hélt kyrru fyrir. Héldu varðskipsmenn, að
hann væri bilaður og eltu þann fyrrnefnda, en fengu þá Loyds-
man og Star Polaris (sem þeir höfðu ekki séð) á eftir sér. Star
’ Mbl. 3. desember 1975, Bls. 16, d. 1-2.
2 Þórarinn Þórarinsson var þingmaður, ritstjóri Tímans og formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis. — Tíminn 5. desember 1975. Bls. 9, d.l.
3 Ýmist var skorið á báða togvíra, á forvír, á afturvír, og vörpur togaranna
voru rifnar. Öll átök þessa stríðs urðu út af Austurlandi. Frá og með 25. nóv-
ember til 11. desember skáru varðskip sjö sinnum á togvíra. (Sjá Björn Þor-
steinsson op.cit., 230-31.)