Saga - 1981, Page 39
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
37
Aquarius sigldi fyrstur á Þór, en síðan Loydsman. Eftir það var
skotið föstu skoti frá Þór í viðvörunarskyni, en því var ekki sinnt.
Loydsman sigldi aftur á Þór, og er eftirfarandi lýsing 2. stýri-
manns á varðskipinu: „Loydsman kom að okkur á fullri ferð og
lenti á þyrluþilfarinu bakborðsmegin,... varðskipið kastaðist til
og hallaðist að minnsta kosti 30-40 gráður á stjórnborða.“1 Þór
skaut nú föstu skoti í bóg dráttarbátsins, og þar lauk viðureign-
inni. Ekki varð tjón á Loydsman af skotinu. „Þegar þessi átök
voru afstaðin, héldum við inn til Loðmundarfjarðar, og var það
aðeins 15 mínútna sigling.“2 Atburðurinn gerðist 1,9 sjómílur frá
landi, og innan þriggja mílna gilda sömu lög sem á landi væri.
Tjónið á Þór sýnir vel hve harðar ásiglingarnar voru: Þyrluþilfar
lá niðri á 18 metra löngum kafla; 24 stoðir i þilfari beygluðust;
stór bátagálgi var mikið skemmdur; dæld var á bakborðsskor-
steini; rafsuða hafði sprungið á plötusamskeytum og þar hafði
sjór runnið inn í vélarrúmið. Þrátt fyrir þessar miklu skemmdir
var Þór aftur reiðubúinn að sigla á miðin þá um kvöldið eftir
hráðabirgðaviðgerð inni á Seyðisfirði.3
Vegna þessara ásiglinga, innan óumdeilanlegrar lögsögu, eins
°g það var orðað, ákvað ríkisstjórnin, eftir að utanríkismála-
nefnd hafði fjallað um málið, að kæra þær fyrir öryggisráði SÞ
°g bera málið upp á vettvangi NATO. í utanríkismálanefnd áttu
sæti fulltrúar allra flokka, og er það athyglisvert, að samkvæmt
viðtali Morgunblaðsins við Þórarin Þórarinsson formann
nefndarinnar var algjör samstaða í henni um þessar aðgerðir.
Hann sagði, að einnig hefðu aðrar aðgerðir verið lagðar til og
tæddar, en um þær yrðu teknar ákvarðanir, þegar utanríkisráð-
herra kæmi heim frá aðalstöðvum NATO í Brussel.4 Hér er
væntanlega átt við tillögur Alþýðubandalagsins, en í
Þjóðviljanum 12. desember var krafist tafarlausrar úrsagnar úr
NATO og slita á stjórnmálasambandi. Þingmenn flokksins báru
1 Mbl. 12. desember 1975. Bls. 1, d. 4-5.
2 Ibid 12. desember 1975. Bls. 31, d.l.
3 Ibid.
4 Ibid.