Saga - 1981, Page 40
38
ALBERT JÓNSSON
þessar kröfur einnig fram á Alþingi.1 í forystugrein Þjóðviljans 9.
desemþer var deilt á stjórnina fyrir að senda utanríkisráðherra á
NATO-fundinn, en eins og áður sagði samþykktu fulltrúar
Alþýðubandalagsins í utanríkismálanefnd, að málið yrði tekið
upp á þeim vattvangi, e.t.v. vegna þess að ráðherrann var þegar
þangað kominn, er ásiglingarnar urðu.
í Brússel sagði utanríkisráðherra á fundinum 11. desember,
eftir að hann frétti um ásiglingarnar, að umtalsverð andstaða væri
orðin meðal íslendinga gegn aðildinni að NATO. Þeim væri sagt,
að hernaðarlegt mikilvægi landsins væri nú meira en nokkru sinni
áður, en ,, herskipin, sem nú eru við strendur íslands og stofna lífi
áhafna varðskipa okkar í hættu, eru ekki úr hinum volduga flota
frá Kolaskaga. Þetta eru skip úr breska sjóhernum. Og andstæð-
ingar Atlantshafsbandalagsins (á íslandi) eru snöggir að benda á
það að þessi sömu skip hafa verið eða verða hluti af herafla
NATO. Og þetta eru sterk rök gegn NATO á íslandi í dag.“2 Hér
hafði ráðherra tekið í sama streng og málgagn flokks hans og var
um leið á öndverðum meiði við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn.
Fulltrúar og málgagn Sjálfstæðisflokksins höfðu aldrei hingað til
sagt neitt þessu líkt, heldur einmitt varað við hugsunarhætti sem
þessum. Hér var komið að þeim þætti, sem átti eftir að verða ein-
kennandi fyrir stefnu eða stefnuleysi íslensku ríkisstjórnarinnar
að þessu leyti og nánar verður fjallað um síðar (í 7. kafla).
James Callaghan utanríkisráðherra Breta sagði blaðamönnum,
að stjórn sín væri reiðubúin til samninga. Hún viðurkenndi, hve
fiskvernd væri nauðsynleg fyrir íslendinga og að fyrsta skrefið
væri að semja um aflamagnið og það tímabil, sem nægði til að
fiskstofnar réttu við. Bretar væru tilbúnir að lækka sig niður fyrir
100.000 tonn, en hið 65.000 tonna lokatilboð íslensku stjórnarinn-
ar ylli því að vonlítið væri um samninga.3 Hér kom skýrt fram, að
Bretar ætluðu ekki að hætta veiðum við ísland í bráð, heldur
einungis semja um minni afla, þar til fiskstofnar þyldu aukna
1 Þjóðviljinn 12. desember 1975.
2 Mbl. 12. desember 1975. Bls. 1, d.5 og bls. 18, d. 4-5.
3 The Times 13. desember 1975.