Saga - 1981, Page 42
40
ALBERT JÓNSSON
Þessu mótmælti íslenski fulltrúinn og leiðrétti m.a. upplýsingarn-
ar um veðrið. Aðalatriðið væri það, að atburðurinn hefði gerst
innan óumdeilanlegrar lögsögu íslendinga. Kæra þessi skilaði
engum árangri og vakti litla athygli.1
Fremur rólegt var á miðunum það sem eftir var desembermán-
aðar. Aðeins einu sinni var skorið á togvíra. Var það Óðinn, sem
skar hinn 18. desember á annan togvír Crystal Palace Gy-683 á
Langanesgrunni.2 Það var ekki fyrr en 28. desember, að næst
skarst í odda. Var það fyrsta ásigling herskips í þessu stríði, en
freigátan Andromeda F-57 sigldi á Tý. Að sögn Landhelgisgæsl-
unnar sló freigátan skut sínum í bakborðshlið Týs. Varðskipið
skemmdist lítið, en freigátan nokkuð.3
Um áramótin kom fram í ræðum þeim og greinum, sem stjórn-
málamenn birta ávallt á þeim tíma, að helstu ráðamenn
þjóðarinnar bjuggust við harðnandi átökum. Ólafur Jóhannesson
sagði m.a. í áramótagrein sinni í Tímanum: „Baráttunni við Breta
mun haldið áfram með öllum tiltækum ráðum. Við höfum farið
hæfilega stillt af stað, en baráttan mun smám saman hert, og allra
ráða neytt... Ég hef alltaf sagt að hún yrði ekki unnin með neinu
leifturstríði. Hún verður heldur ekki unnin með orðum einum eða
æsifregnum. Hún verður aðeins unnin með staðföstu úthaldi og
óbifanlegri viljafestu, sem miðar allt við leikslok en ekki einstök
vopnaskipti.“4 Hann bætti við, að svigrúm til samninga væri
nánast ekkert. Hér staðfesti Ólafur stefnu forsætisráðherra, þ.e.
að farið yrði hægt og sígandi án þess þó að hvika frá loka-
markinu. Hins vegar kom og sú stefna Framsóknarflokksins í
1 Mbl. 13. desember 1975.
2 Björn Þorsteinsson. Tíu þorskastríð, bls. 230.
3 Mbl. 30. desember 1975. Það var með þessa ásiglingu sem margar aðrar, að
deilt var um það milli aðila hver sigldi á hvern. Mat á þessu er vandkvæðum
bundið út frá þeim heimildum sem fyrir liggja. Þótt það sé rétt, sem talsmenn
Breta sögðu, að freigátur henti ekki til ásiglinga vegna hins þunna byrðings
þeirra, þá ber að hafa í huga stærðar- og hraðamun og að Bretum tókst
aldrei að sýna fram á það, með myndum t.d., að íslendingar ættu sök á
árekstri. Slíkar og aðrar sannanir voru hins vegar oft fyrir hendi á kostnað
Breta.
4 Tíminn 31. desember 1975. Bls. 21, d.l og bls. 20, d. 4-5.