Saga - 1981, Page 43
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
41
Ijós, sem utanríkisráðherra hafði einkum haft á orði, að neytt yrði
alla ráða og þ. á m. væntanlega hótana í garð NATO, og
róttækra aðgerða gagnvart því, ef á þyrfti að halda.
í áramótaávarpi Kristjáns Eldjárns forseta sagði, að enn kynni
sigur að vinnast með friði, en vinnast yrði hann hvað sem i
skærist.1 — Forsætisráðherra gaf stjórnarandstöðunni ádrepu í
sínu ávarpi og sagði íslendinga oft hafa glatað gullnum tæki-
ferum vegna sundurlyndis ,,og stundum er eins og við stríðum
valdanna vegna, jafnvel aðeins hávaðans vegna, en ekki raun-
verulegs málefnaágreinings.“2 Undir þetta var tekið í forystugrein
Morgunblaðsins og því jafnframt spáð, að deilan ætti eftir að
harðna.3
Stjórnarandstaðan, einkum Alþýðubandalagið, lét ekki standa
a svörum, og Þjóðviljinn heilsaði nýju ári með harkalegri ádeilu á
rikisstjórnina. Samningar hennar við útlendar þjóðir undanfarna
^uánuði væru sem kolsvartur skuggi yfir landhelgismálunum í
uPphafi nýs árs.4 Allir sæju að, ,,NATO-herrarnir“ yrðu svo
hræddir ef ísland lýsti yfir úrsögn, að þeir myndu allt til vilja
vinna til að koma i veg fyrir slíkt.5
Um áramótin voru Star-dráttarbátarnir (Polaris og Aquarius)
sendir heim en bætt við í staðinn 3 stærri bátum.6 Það sem eftir var
borskastríðsins stóðu dráttarbátar aðeins tvisvar í ásiglingum, en
herskip 28 sinnum.7 Bátarnir voru að því er virðist einkum notaðir
hl að reyna að þvælast fyrir varðskipunum og fylgja freigátum í
atlögum þeirra.
Eftir því sem leið á átökin á miðunum tók að gæta stríðsþreytu
Mbl. 3. janúar 1976.
a Ibid, bls. 15, d.3.
3 Ibid.
Þjóðviljinn 3. janúar 1976.
Ibid 6. janúar 1976.
Mbl. 3. janúar 1976 (Ýmsir í Bretlandi höfðu orðið til þess að gagnrýna notkun
dráttarbátanna. Kostnaður miðað við getu væri of hár (þá 85.5 milljónir króna á
mánuði) og áhafnirnar væru að mestu skipaðar Spánverjum og Portúgölum
(Mbl. 2. desember 1975. Úr Hull Daily Mail).
Björn Þorsteinsson: Tíu þorskastríð, bls. 232.