Saga - 1981, Page 44
42
ALBERT JÓNSSON
hjá Bretum, og íslendingar eignuðust bandamenn í þeirra hópi.
Hinn 5. janúar gagnrýndi eitt af stuðningsblöðum bresku stjórn-
arinnar, The Daily Mirror, hana fyrir að binda ekki enda á
þorskastríðið. Að vísu fólst gagnrýni þessi einkum í því, að kostn-
aðurinn væri of mikill miðað við mikilvægi íslandsveiða Breta, en
einnig var mikilvægi þorskveiða fyrir íslendinga viðurkennt. Enn-
fremur benti The Daily Express á, að átök sem þessi væru ekki
holl fyrir andann í breska sjóhernum. Yfirmenn herskipanna
væru „orðnir þreyttir á að vera í tapliðinu...“1 og ,,þótt 2500
tonna freigátur hins konunglega flota liti stórfenglega út með
sínar 4.5 þumlunga byssur og eldflaugar, þá tapa þær oft fyrir
varðskipunum sem eru helmingi minni... Skipstjórar freigátanna
eru tregir til að blanda sér í hættuleg átök án ótvíræðrar fyrirskip-
unar frá ríkisstjórninni, — oft með framavon í huga...“2
Hinn 7. janúar sigldi Andromeda á Þór. Þetta var fyrsti árekst-
ur ársins, og varð atburður þessi upphaf mikilla umsvifa erlendis,
einkum hjá NATO, til þess að leysa málið. Hann gat einnig af sér
ýmsar ráðstafanir af hálfu ríkisstjórnar íslands, sem ollu miklum
pólitískum deilum eftir þeim stefnulínum, sem þegar hefur verið
greint frá. — Freigátan hafði elt Þór í tæpa klukkustund og
þverbrotið allar siglingarreglur á varðskipinu að sögn blaðamanns
Morgunblaðsins um borð í Tý, sem þarna var nærstaddur.
Skemmdir urðu mjög miklar á Þór, sem lagðist yfir á bakborðs-
hlið við áreksturinn. Sjö metra löng rifa kom á bóg skipsins og gat
á kyndikerfi. í þetta sinn voru breskir sjónvarpsmenn um borð í
Þór, og tóku þeir kvikmynd, sem tók af allan vafa um að freigát-
an braut siglingarreglur. Hins vegar náðu þeir ekki mynd af sjálfri
ásiglingunni.3 Samt sem áður fól breska stjórnin sendiherra sínum
1 The Daily Express 5. janúar 1976.
2 Ibid. (Þessa greiningu má telja allraunsæja, en breskir fréttamenn voru tíðir gestir
um borð í freigátunum og fylgdust með átökunum frá þeim og einnig íslensku
varðskipunum).
3 Mbl. 8. janúar 1976. Hluti af þorskastriðinu var hið svonefnda upplýsingastríð.
Það var fyrst og fremst háð í Bretlandi, þar sem íslenskir sendiráðsstarfsmenn
kepptu við bresku ráðuneytin um það, hvor kæmi upplýsingum fyrst á framfæri
o.s.frv. íslendingar voru seinni til að hleypa innlendum og erlendum