Saga - 1981, Page 46
44
ALBERT JÓNSSON
fram eitthvert ákveðið tilboð, sagðist hann ekki geta gengið lengra
en í fyrra svari sínu. Lagði hann að lokum áherslu á mikilvægi
íslands fyrir öll aðildarríki NATO.1
Gott hljóð var í breskum sjómönnum. í viðtali við Morgun-
blaðið sagði Jón Olgeirsson ræðismaður íslands í Grimsby að þeir
virtust ánægðir með ástandið á íslandsmiðum. Vildu þeir helst
ekki semja, því að þá fengju þeir ekki leyfi til að fiska eins mikið
og þeir gerðu nú. Sagði Jón, að allt benti til þess, að veiðin væri
140-150.000 tonn (miðað við árið), en þó bæri að hafa í huga, að
sóknin hefði aukist með fleiri togurum. Gott verð fengist fyrir
aflann og sjómennirnir kærðu sig kollótta um, hvað fyrirtækið
kostaði breska ríkið, meðan þeir þyrftu ekki sjálfir að borga brús-
ann.2
Þann 14. janúar birtist viðtal í Tímanum við Þröst Sigtryggsson
skipherra á Ægi. Taldi hann, að eini raunhæfi árangurinn, sem
varðskipin hefðu náð væri sá, að togararnir veiddu aðeins á einu
svæði. Flotinn daufheyrðist við óskum þeirra um tvö svæði,
vegna þess að slíkt útheimti fleiri freigátur. Orsök hinna fáu
klippinga3 væri sú, að togaramenn væru miklu árvakurri en áður.
Þröstur áleit, að Bretar veiddu nú um 80% þess afla, sem þeir
veiddu án ófriðar. Lagði skipherrann til, að Landhelgisgæslan
fengi hraðskreitt skip (40 mílna ganghraða), sem notað yrði til
klippinga. — Hvað varðaði aflamagn verður ekki annað sagt en
veiðarnar hafi gengið vel. í desember 1975 veiddu Bretar 5.589
tonn4 af fiski á íslandsmiðum (þar af voru 5.079 tonn þorskur),
en 4.970 tonn í desember 1974. í janúar 1976 varð aflinn 6.085
tonn (þar af 5.434 tonn þorskur)5, en 2.223 tonn í sama mánuði
1975, sem er óvenjulág tala, en í janúar 1974 var aflinn 4.980
1 Tíminn 10. janúar 1976.
2 Ibid 7. janúar 1976.
3 Síðan 9. desember höfðu aðeins orðið 3 klippingar (Björn Þorsteinsson, op.cit.,
bls. 230-231).
4 Heimild um aflatölur: The Ministry of Agriculture, Fisheries and Food. Monthly
Returns of Sea Fisheries, England and Waies.
5 Togararnir voru verndarlausir frá 20. janúar (sjá 5. kafla).