Saga - 1981, Page 49
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
47
að hans mati, að verja fiskveiðilandhelgina fyrir herskipaihlutun.
Að öðru leyti kæmi deilan þeim ekki við, en væri einkamál
breskra og íslenskra stjórnvalda.1 * í ályktun miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins sagði m.a.; „íslenska þjóðin hefur undanfarnar
vikur orðið að þola dæmalausa stjórnmálalega niðurlægingu
vegna ráð- og dáðleysis rikisstjórnarinnar.“z Þetta væri afleiðing
undirlægjuháttar við NATO og Bandarikin. í Þjóðviljanum 13.
janúar sagði, að forsætisráðherra væri vægast sagt orðinn að
,,viðundri“ i landhelgismálinu og einstakt bil hefði myndast milli
stjórnar og almennings í málinu. Skýringin væri sú að sjálfsögðu,
að ríkisstjórnin tæki NATO fram yfir ísland, þ.e. „þeir (ráðherr-
arnir) eru þjónar erlendra hagsmuna gegn íslendingum.“3 Þennan
ðag var mikið gert úr aðgerðum Suðurnesjamanna og Horn-
firðinga. Lagði blaðið hluta af forsiðunni og 4 síður inni í blaðinu
undir frásagnir og myndir af þessum atburðum. Var bent á, hve
marga háttsetta sjálfstæðismenn hefði mátt finna í röðum
mótmælenda. Átti blaðið viðtal við Eðvarð Júlíusson,
varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, og
einn af forsvarsmönnum mótmælenda. Sagði hann, að aðstand-
endur mótmælanna vildu skýr svör við því, til hvers herstöðin
vær' á íslandi. Endurskoða þyrfti varnarsamninginn og gera
uýjan, þar sem Bandaríkin taki að sér að verja alla lögsöguna.
Þakkaði Eðvarð veru íslands í NATO þann árangur, sem náðst
hefði, en deildi á stjórnina fyrir linku. Ennfremur lýsti hann
óánægju sinni og félaga sinna með samningana við Vestur-
Þjóðverja.4
í forystugrein Morgunblaðsins sagði, að breska stjórnin stefndi
bugsanlega að því að skapa sundrungu og úlfúð á íslandi. Þetta
saeist af því, að í kjölfar ofbeldisaðgerða Breta „komi fram
kröfur um svokallaðar ,,róttækar“ ráðstafanir, sem ekkert vit er
L engin skynsemi er í og engum tilgangi þjóni og að á þann hátt
1 Sjá um sama atriði á bls. 64.
8 í’jóðviljinn 13. janúar 1976, bls. 3, d.l.
3 'bid, bls. 4, d 3
4 Ibid.