Saga - 1981, Page 50
48
ALBERT JÓNSSON
geti þeir komið upp ágreiningi meðal íslendinga innbyrðis og
þannig sundrað andstæðingi sínum.“1
f forystugrein Tímans 9. janúar var sagt, að ætla mætti að sú
spurning yrði nú sífellt áleitnari á íslandi, hvort ekki bæri að
endurskoða afstöðuna til NATO og varnarsamningsins og til-
kynna breskum stjórnvöldum, að áframhald ásiglinga muni leiða
til slita á stjórnmálasambandi. Steingrímur Hermannsson skrifaði
grein í Tímann og taldi, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæru ekki
árangur „fyrr en harðar er á tekið.“2 Vildi hann, að hótað yrði
heimkvaðningu sendiherranna hjá NATO og í Bretlandi og hótað
endurskoðun á aðildinni að NATO og á varnarsamningnum, yrði
flotinn ekki á brott. Þórarinn Þórarinsson var á sama máli í
forystugrein blaðsins 13. janúar. Þann dag sagði i Á víðavangi, að
aðgerðirnar á Suðurnesjum sýndu, að þolinmæði fólks væri á
þrotum. „íslenska ríkisstjórnin hefur sýnt gætni í erfiðu máli, en
á fárra kosta völ úr því sem komið er.“3 í forystugrein blaðsins
20. janúar voru aðgerðirnar túlkaðar sem ,,þreyta“ stuðnings-
manna NATO og herstöðvanna á „sinnuleysi Bandaríkjamanna,
þegar minnsti bandamaður þeirra er fótum troðinn.“4 Ungir
Framsóknarmenn kröfðust slita á stjórnmálasambandinu og að
NATO yrðu settir úrslitakostir.5 Ennfremur gerðu framsóknarfé-
lögin á Húsavik og á Siglufirði samþykktir um landhelgismál, sem
báðar kröfðust þrýstings á NATO og Bandaríkin. Húsvíkingarnir
vildu m.a. láta reyna á þessa aðila á þann hátt að gefa bresku
stjórninni ákveðinn frest til að kalla flotann út fyrir.5 — Þess má
að lokum geta, að mörg hagsmunasamtök gáfu á þessum vikum
út yfirlýsingar, þar sem krafist var aðgerða gegn NATO, lokunar
herstöðvanna, slita stjórnmálasambands og stjórnin gagnrýnd
fyrir linku.6
1 Mbl. 13. janúar 1976. Bls. 14, d.4.
2 Tíminn 11. janúar 1976. Bls. 7, d.4.
3 Ibid 13. janúar 1976. Bls. 5, d.2.
3 Ibid 20. janúar 1976. Bls. 7, d.1-2.
5 Ibid 13. og 17. janúar 1976.
6 M.a. Samstarfsnefndin, stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar,
stjórn Félags járniðnaðarmanna o.fl.