Saga - 1981, Page 51
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
49
Joseph Luns kom til Reykjavíkur eins og ráð var fyrir gert, en
ekkert var látið uppi um viðræður hans við íslenska ráðamenn.
^ð fundunum loknum kvaðst Luns vera sæmilega bjartsýnn.
Minnti hann á hlutdeild sína í samningunum 1973 og sagði sér
vera vel kunnugt um afstöðu íslendinga í málinu. Hann hefði
komist að þvi nú, að afstaða „ráðamanna væri ekki síður einörð“
nú en þá.1
Forsætisráðherra hélt blaðamannafund 16. janúar. Var hann
mJög fjölmennur, og sótti hann m.a. fjöldi erlendra fréttamanna.
Ráðherra lýsti yfir því, að Bretum yrði nú gefinn vikufrestur til að
kalla flotann út fyrir. Að öðrum kosti yrði stjórnmálasambandi
shtið. Kvað hann frestinn gefinn til þess að veita bresku stjórninni
tækifæri til að halda stjórnmálasambandinu, en jafnframt væri
hann til þess fallinn að undirstrika, að sökin væri hennar, ef til
kæmi. Yrðu herskipin á brott, væru íslendingar reiðubúnir til
viðræðna. Þær yrðu hins vegar óhjákvæmilega mjög erfiðar
vegna lítils svigrúms íslendinga. Ekki sagði ráðherrann, að hægt
væn að lofa því, að togararnir yrðu látnir óáreittir, meðan á
viðræðum stæði. Slíkt fæli í raun í sér, að viðurkennt væri að 200
mílurnar væru ekki íslenskt yfirráðasvæði. Luns hefði farið frá
eykjavík án nokkurra skilaboða til Breta, heldur með upplýsing-
ar Um afstöðu íslendinga og að þeim væri full alvara með að slíta
stjórnmálasambandinu. Slíkt væri alvarleg aðgerð, en heiður
s endinga væri í veði. í lok fundarins hvatti hann þjóðina til að
syna þolinmæði.2 Síðar kom fram hjá forsætisráðherra, að ríkis-
stJórnin fór fram á stuðning NATO-ríkjanna í viðræðunum við
Luns.3
^egar Luns hélt frá Reykjavík hafði hann ekki meðferðis ný
1 oð frá ríkisstjórninni, en hinn 20. janúar sagði Hattersley á
^eska þinginu, að ekkert tilboð hefði borist frá íslendingum
S1 an 65.00 tonna tilboðið kom fram. Hlutverk Luns hefði ekki
Ver,ð niálamiðlun, heldur einungis að koma aðilum saman til
’ Tím‘nn 16. janúar 1976. Bls. 1, d.4-5.
3 *7. janúar 1976 (Borið saman við frásögn Þjóðviljans).
Alþingistíðindi, bls. 1684.