Saga - 1981, Page 53
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
51
semja við Breta undir neinum kringumstæðum er óraunhæf og al-
mennt talin marklaus.1*1
Boð Wilsons fór fyrir utanríkismálanefnd og var samþykkt að
Þ'ggja það með atkvæðum allra flokka nema Alþýðubandalags.
Ataldi Þjóðviljinn Magnús Torfa Ólafsson (Samtökum frjáls-
tyndra og vinstrimanna) og Benedikt Gröndal (Alþýðuflokki)
fyrir það samþykki. Sagði blaðið, að með því að þiggja boðið
hefði skilyrði Wilsons, um að togararnir yrðu látnir í friði, verið
samþykkt. Taldi blaðið, að forsætisráðherra kæmi án efa með
samkomulagsdrög frá London.2
Af viðtölum Morgunblaðsins við forsvarsmenn helstu stéttar-
félaganna kom í ljós, sem áður var vitað og greint hefur verið frá,
að þeir voru almennt fremur mótsnúnir samningum og sumir al-
gjörlega gegn slíku.3
I Hull og Grimsby var þeirri fregn, að flotinn yrði kallaður út,
tekið fremur þunglega. Talsmaður togaraeigenda sagðist vænta
Pess, að breska stjórnin hefði tryggingu fyrir því, að togararnir
yrðu látnir í friði, en ákvörðunin kom flatt upp á aðila í sjávarút-
Vegtnum og ríkisstjórnin hafði engin samráð við þá áður en hún
Var tekin.4
Sá þrýstingur, sem íslenska ríkisstjórnin og fleiri aðilar á íslandi
settu á NATO, kom strax í ljós við flotaíhlutunina og varð ein-
gnari eftir átökin í mynni Seyðisfjarðar og ásiglingarnar í
Janúar. Þrýstistefna þessi og hótunin um slit á stjórnmálasam-
andi virðist einkum hafa knúið bresku stjórnina til að leita eftir
Vlðræðum og vopnahléi.5
’ T™inn 22. janúar 1976, bls. 5, d.3.
, ^jóðviljinn 23. janúar 1976.
4 Mbl- 21. janúar 1976.
5 ^be órimsby Evening Telegraph 20. janúar 1976.
Bugsanlega álitu Luns og breskir ráðherrar, að fundur forsætisráðherra
beggja landa væri vænlegri til árangurs en fundir viðræðunefnda. Árið 1973
leystist 50 mílna þorskastríðið með slíkum toppfundi að frumkvæði Luns.
hittust Ólafur Jóhannesson og Edward Heath, þáverandi forsætisráð-
herrar ríkjanna, í London. Að fundi loknum hélt Ólafur til íslands með
OHögur til lausnar deilunni, sem fólu í sér verulegar tilslakanir Breta, þó ekki
ausnina eins og sakir stóðu. Tillögurnar voru samþykktar í ríkisstjórninni,