Saga - 1981, Síða 54
52
ALBERT JÓNSSON
Eftir flotaíhlutunina verður vart miklu harðari afstöðu hjá
Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum, og er því erfitt að
tala um stefnu hjá ríkisstjórninni gagnvart NATO, a.m.k. heil-
steypta stefnu. Síðarnefndi flokkurinn vildi láta reyna á velvilja
og skilning NATO til þess að þrýsta á Breta, en sá fyrrnefndi not-
aði beinar og óbeinar hótanir. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki
tengja saman landhelgismálið og varnarmálin á þann hátt, að
fengist ekki lausn á þvi fyrrnefnda, væri það látið bitna á
varnarmálunum. Framsóknarflokkurinn vildi hins vegar fylgja
almenningsálitinu til róttækra aðgerða, ef þess væri krafist. Báðir
flokkar voru sammála um, að það þyrfti að semja í málinu, en
stjórnarandstaðan, flest hagsmunasamtök (a.m.k. stjórnir þeirra)
og margir aðrir hópar og aðilar voru andvígir samningum.
Aðgerðir Suðurnesjamanna, Hornfirðinga og flugumferðar-
stjóra, auk samþykkta margra samtaka, bera vitni um vaxandi
andstöðu gegn NATO og varnarliðinu. Sú andstaða náði einnig til
sjálfstæðismanna, þótt með öðrum blæ væri en hjá mörgum
hinna.
Fljótlega fækkaði togvíraklippingum, en þrátt fyrir það gerði
Landhelgisgæslan Bretum erfitt fyrir, og virtist þeim í mun að
fækka varðskipunum. Þótt aðstæður væru erfiðar virtust bresku
sjómennirnir ánægðir með verndina og ástandið á miðunum,
enda veiddu Bretar nú meira en áður.
5. Vopnahlé og viðrœður í London
Viðræðurnar hófust í London 24. janúar. Ákveðið var, að
þann dag létu varðskipin togarana óáreitta.* 1 Daginn áður höfðu
togaraskipstjórar fengið fyrirmæli um að hífa, er varðskip nálg-
eftir að Ólafur hótaði stjórnarrofi, en einn stjórnarflokkanna,
Alþýðubandalagið, lagðist gegn tillögunum. Hugsanlegt er, að sú hafi verið
trú manna, að Geir Hallgrímsson treysti sér til að fara svipað að og Ólafur,
líkuðu honum tillögur Breta. Eins og sjást mun í 5. kafla, töldu Bretar, að
hann mundi leggja hart að sér við að fá þær samþykktar i íslensku ríkis-
stjórninni.
1 Timinn 27. janúar 1976. Það var mikið deilumál í blöðum og á Alþingi,
hvort varðskipin hefðu fengið fyrirmæli um að hafast ekki að, meðan við-