Saga - 1981, Page 55
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
53
aðist. en ekki fólst í fyrirmælum þessum, að þeir ættu að hlýða
varðskipunum. Þeir ættu einungis að koma í veg fyrir, að eitthvað
Það gerðist á miðunum, sem komið gæti viðræðunum illa.
Islenska sendinefndin, en í henni voru m.a. forsætisráðherra,
^ðnaðarráðherra og yfirmenn Hafrannsóknarstofnunar, leit á við-
ræðurnar sem könnunarviðræður. Síðan skyldi taka afstöðu til
Þess að þeim loknum og að höfðu samráði við aðila á íslandi,
hvort samningsgrundvöllur væri fyrir hendi.1
Eftir að Geir Hallgrímsson og Wilson höfðu hist og ræðst við í
bústað breska forsætisráðherrans í Downing Street 10 í London
Þann 24. janúar, fóru viðræðurnar fram á sveitasetri Wilsons
úagana 25., 26. og 27. janúar (frá laugardegi til mánudags). Það
er yfirleitt haft til marks um mikilvægi viðræðna milli ríkja, hve
háttsettir embættismenn taka þátt í þeim. í fyrri viðræðum höfðu
Eretar sent aðstoðarráðherra til funda við íslendinga. í þessum
viðræðum tóku þátt, auk Wilsons, m.a. Callaghan, Fred Peart
sJavarútvegsráðherra, aðstoðarráðherrar og ráðuneytisstjórar.
essar viðræður flokkast því undir svonefnda toppfundi og er
Pað til vitnis um, hve alvarlegt málið var orðið í augum bresku
sijórnarinnar.
^ð viðræðunum loknum sagði Geir Hallgrímsson fréttamönn-
Urn> að hann hefði ekkert samningsuppkast meðferðis frá
Eondon,2 og Callaghan sagði, eftir að tillögum Breta var hafnað,
að 'slenska viðræðunefndin hefði ekki lagt fram neinar tillögur.3
A. miðunum var friðsamt þar til 26. janúar, að Týr skar á báða
|ogvíra Boston Blenheim Fd-137 á Rifsbanka.4 Um það leyti sem
V'ræðunum lauk voru kveinstafir farnir að berast frá
raðurnar stæðu yfir. Var Þjóðviljinn á þeirri skoðun, að svo hefði verið. Að
viðræðunum loknum tilkynnti Landhelgisgæslan, að ákveðið hefði verið að
varðskipin reyndu ekki klippingar daginn, sem viðræðurnar hófust, enda
hefði verið búist við fyrirmælum frá London til togaranna, að þeir hlýddu
, varbshipunum, meðan þær færu fram.
2 Mbl- 27. janúar 1976.
3 Ibld 28. janúar 1976.
London Press Service. Late Section (Regional). 3rd February 1976. Item.
A Statement by Mr. Callaghan on Icelandic Reply Over Fishing Dispute, bls. 2.
hjörn Þorsteinsson, op. cit., bls. 230.