Saga - 1981, Qupperneq 56
54
ALBERT JÓNSSON
togaramönnum, að þeir gætu ekkert veitt án flotaverndar, en gott
veiðiveður væri á miðunum. Meðan á viðræðunum stóð hafði
breska stjórnin fyrirskipað togurunum að hætta veiðum, en síðan
var þeim sagt að hífa, ef varðskip nálgaðist.1 Hinn 29. janúar
hófu togararnir að sigla út úr landhelginni í mótmælaskyni, en
sneru aftur, eftir að stjórnin hafði gengið að öðru tveggja atriða í
úrslitakostum þeirra. Það var fjárhagsbætur fyrir aflamissi, en
beðið var með ákvörðun um hitt, flotavernd, þar til svar bærist
frá islenskum stjórnvöldum um niðurstöður viðræðnanna.2
Togvíraklipping 2. febrúar leiddi ekki til þess, að herskipin væru
send aftur á miðin, þrátt fyrir mikla óánægju og reiði í Hull og
Grimsby.3
Margt benti til þess, að Bretar álitu að Geir Hallgrímsson væri
reiðubúinn til að halda viðræðum áfram á grundvelli tillagna
þeirra, en ætti erfitt með það heima fyrir að fá þær samþykktar
sem viðræðugrundvöll. Að viðræðunum loknum sagði Wilson á
breska þinginu, að þorskastríðið væri erfitt mál fyrir íslensku
stjórnina, og James Johnson, þingmaður Verkamannaflokksins
frá Hull, kvaðst gera sér grein fyrir, að Geir Hallgrímsson ætti í
erfiðleikum innanlands í málinu.4 Eftir að tillögum Breta hafði
verið hafnað, sagði Callaghan, að breska stjórnin hefði ekki svar-
að áreitni við togarana, meðan á vopnahléinu stóð, vegna þess að
hún ,,vildi ekki gefa þeim aðilum innan íslensku ríkisstjórn-
arinnar, sem ekki vilja semja, afsökun fyrir því að slíta við-
ræðum.“5 Um hugsanlegar viðræður sagði Callaghan: ,,Eg
endurtek, að ég er ekki viss um að íslenska stjórnin sé í aðstöðu
til að semja.“6 í byrjun mars sagði Hattersley í útvarpsviðtali, að
hann áliti ,,að forsætisráðherra íslands sé annt um að samningar
takist,“ en bæði hann og Einar Ágústsson, sem báðir „virðast
1 The Hull Daily Mail 28. janúar 1976.
2 Ibid 29. janúar 1976. Fjárhagsbæturnar námu £ 74.358 (909 HC Deb., 45,
5. April 1976.
3 The Grimsby Evening Telegraph 3. og 4. febrúar 1976.
4 5904 HC Deb., 426-427, 28. January 1976.
5 Ibid, 1198, 4. February 1976.
6 Ibid, 1200.