Saga - 1981, Page 57
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
55
hófsamir og jákvæðir“ virtust eiga í vök að verjast heima fyrir í
málinu.1
Meðan beðið var eftir því, að landhelgisnefnd, utanríkismála-
nefnd og þingflokkar fjölluðu um niðurstöðu viðræðnanna, en
hún var trúnaðarmál þessa dagana, sagði Ólafur Jóhannesson
skoðun sína á þeim í Timanum. Kvaðst hann álíta, að enginn
grundvöllur væri fyrir samningum og hafa lagt til, að flugvél yrði
tekin á leigu, en ein vél var þá í eigu Landhelgisgæslunnar, og að
skipum yrði einnig bætt við gæsluna.2 Þessi yfirlýsing vakti mikla
athygli í Bretlandi. Hér hafði dómsmálaráðherra a.m.k. óbeint
hrotið það samkomulag, sem orðið hafði við Breta, að ekkert
skyldi sagt um efni viðræðnanna, fyrr en forsætisráðherra kynnti
Pær formlega á alþingi 3. febrúar.3 Aðrir vildu einnig láta það
rettast strax, hver þeirra afstaða væri. Framsóknarfélögin í
veragerði og Þorlákshöfn boðuðu til fundar fulltrúa allra
°kka um landhelgismálið í Hveragerði 2. febrúar. Á þessum
undi kvað Steingrímur Hermannsson tillögur Breta ekki
grundvöll til samkomulags, og Lúðvík Jósepsson las upp úr
yrslu forsætisráðherra um viðræðurnar. Allir ræðumenn fund-
ar‘ns nema fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku í sama streng og
e>ngrímur og Lúðvík. Var ályktun fundarins í samræmi við það,
auk þess sem samningarnir við Vestur-Þjóðverja voru
,’’harmaðir.“ Ekki var minnst á NATO eða varnarliðið í ályktun-
'nn'-4 Það var því ljóst, að Framsóknarflokkurinn var tillögunum
andvígur, og virtist sem aðilar innan hans vildu, að það kæmi
’ Ijós, áður en hin opinbera umræða hæfist.
rknn 3. febrúar flutti forsætisráðherra skýrslu sína um viðræð-
Urnar á Alþingi. Skal nú greint í stórum dráttum frá viðræðunum
tillögunum samkvæmt skýrslu ráðherra eins og hún birtist í
Alhingistiðindum.
London Press Service. Verbatim Service07l/76. 9th March 1976. Mr Hatter-
sley on Icelandic Dispuie, bls. 2. Sjá einnig Harold Wilson: Finai Terin: Tlie
2 Lab°ur Government 1974-1978, bls. 216 og 218-219.
3 Tim>nn 3. febrúar 1976.
4 S’á Alþingistíðindi, bls. 1684.
T>minn 3. febrúar 1976.