Saga - 1981, Page 58
56
ALBERT JÓNSSON
í upphafi viðræðnanna var lögð áhersla á það af
íslendingunum að útfærslan byggðist á drögum að nýjum hafrétt-
arsáttmála hafréttarráðstefnu SÞ um rétt strandríkja til yfirráða
og forgangs þeirra yfir 200 mílna efnahagslögsögu. Síðan var bent
á, að íslandsmið gætu íslendingar og þyrftu að fullnýta sjálfir og
því væri þar ekki um neinn afgangsafla að ræða öðrum til handa.
Bretar og íslendingar voru sammála um meginniðurstöður
hafréttarráðstefnunnar, en Bretar „sögðu um leið að drögin að
hafréttarsáttmála væru aðeins frumvarp og enn væri ekki unnt að
segja neitt ákveðið um endanlegt efni hafréttarsamþykkt-
arinnar.“1
Var ágreiningnum um þetta vikið til hliðar í bili. Næst var rætt
um skilyrði þess, að bráðabirgðasamkomulag tækist. Þau voru,
að tillit yrði tekið til friðunarsjónarmiða, forgangsréttar
íslendinga og ,,að hve miklu leyti væri hægt að veita breskum
fiskimönnum aðstöðu til þess að veiða mjög takmarkað magn af
fiski við ísland um einhvern takmarkaðan tima.“2 Ennfremur yrðu
Bretar að viðurkenna á einhvern hátt yfirráð íslendinga yfir 200
mílna fiskveiðilögsögunni, sem heimilaði þeim að takmarka
fjölda veiðiskipa, ákveða lágmarksstærð þorsks, veiðisvæði
o.s.frv. að viðbættri gildistöku á bókum 6.
Fiskifræðingar beggja héldu sérstaka fundi. Kom nú í ljós, að
þeir bresku höfðu hækkað spár sínar um það heildaraflamagn,
sem óhætt væri að taka á íslandsmiðum. í stað 250-265 þús.
tonna töldu þeir nú óhætt, að þorskafli á íslandsmiðum yrði 300
þús. tonn. Álitu þeir, að stofninn mundi rétta við, væri ekki farið
fram yfir þann afla næstu ár. Þessu til viðbótar lögðu þeir til, að
lágmarksmöskvastærð yrði 135 mm og lágmarkslengd landaðs
þorsks yrði 43 cm. íslensku fiskifræðingarnir ítrekuðu fyrri spár
sínar um 230 þús. tonna afla, lágmarksstærð þorsks yrði 50 cm,
möskvastærð 155 mm og togveiðar, jafnvel allar veiðar, yrðu
bannaðar á tilteknum svæðum. í umræðum um þessi mál kom
fram, að þegar hafði verið ákveðið með íslenskri reglugerð, að
' Alþingistíðindi, bls. 1685.
2 Ibid.